Er orðinn helvíti þreyttur á gömlu kúlumúsinni minni, með hvaða mús mælið þið með og af hverju. Er með nokkrar í sigtinu. En ef það eru eitthverjar aðrar mýs sem þið mælið með endilega láta vita.
Það eru bara 2 framleiðendur Sensora fyrir mýs þannig annað hvort er það logitech eða microsoft. Ég er mjög hrifin af microsoft þar sem skrunhjólið er alger shnilld mjúkt og svona síðan er hægt að fá mýs með leðri sem er plús
MX 510 er lítið breytt útgáfa af MX500
Breytingar: Geðveikt Gay litir loksins komnir fyrir fólk sem þykkist vera töff, þynginginn hefur verið tekin úr og smá performance boost á lasternum ekkert sem þú tekur eftir.
Innbyggðar rafhlöður eru BARA óþolandi, þeir sem styðja svoleiðis segja að það sé ekkert mál að setja músina í hleðslu á hverju kvöldi, staðreyndin er sú að fólk man ekki alltaf eftir að gera það. Virkilega óþolandi að verða rafhlöðu laus í miðju fjöri og ekki hægt að skipta um rafhlöður, auk þess sem aðrar mýs en frá Microsoft (að MS Bluetooth undanskilinni) éta í sig rafmagnið óþolandi fljótt. Batterý eiga að endast í nokkra mánuði í senn og vera hægt að skipta um. Það er staðreynd að hleðslu rafhlöður missa kraft með tímanum svo ekki skaðar að hægt sé að skipta um og fólk sem er að væla yfir að þurfa að kaupa 2 AA batterý á 4 mánaða fresti getur keypt sér ódýr hleðsutæki, þar hefurðu allavega þann möguleika að kaupa þér ný hleðslu batterý í stað þess að kaupa þér nýja mús. TiltWheel rokkar btw og ég nenni ekki að ýta á enter svo ekki bölva.
Tek það fram að það er búið að laga Intellipoint hugbúnaðin, komið 5.2 þar sem er búið að bæta við per-application settings sem bar tekið út þegar tilt-wheel var kynnt en nú er hægt að nota bæði saman sem er toppurinn.
Microsoft Intellimouse(R) Explorer 4.0 myndi ég segja, ég á að vísu MS3 en ég hef prófað bæði MS4.0 og MX510 og mér finnst Microsoft músin betri. Annars er þetta aðallega spurning um smekk myndi ég halda. Þessi skoðanakönnun er btw bull, það vantar ms4.0 þarna :l
Rainmaker skrifaði:Ekki kaupa þráðlausa mús í leiki. Þær eiga til að "lagga" (Afsakið. Fann ekki betra orð ) og eiga líka til að verða batterýslausar í miðjum bardaga
Já það er nokkra milli sekúntu töf á þeim en þær eiga ekki til að verða batterý lausar í bardaga ef hann fær sér Microsoft mús, þær byrja að láta vita nokkrum dögum áður en rafhlöðurnar klárast svo allir ættu að hafa batterý tilbúin við hendurnar nógu snemma, logitec mýsnar væru ónothæfar við þessar aðstæður.
Skil nú ekki ruglið í ykkur núna er með MX700. Þegar ég fékk hana átti hún til að lagga í leikjum.En ef þú ert með sendirinn beint fyrir framan hana í sömu hæð(er með minn sendir svona 8-12cm frá músinni) er þetta ekki vandamál.Og sambandi við þyngdinna jæja ég er nátturulega ekki 10ára, gæti þótt hún í þyngrai lagi ef ég væri það.En þyngdinn er góð svo maður er ekki út um allt í FSB leikjum,eða rekur sig eitthvað óvart í