3 spurningar

Svara
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

3 spurningar

Póstur af Nemesis »

3 spurningar:

1) Eru fleiri aðilar en computer.is með ABIT móðurborð?
2) Ef ég er að fara að kaupa mér P4 og ætla að yfirklukka hann, skiptir þá nokkru máli fyrir mig hvort ég kaupi 2.6Ghz eða 2.8Ghz? Ná þeir ekki jafn hátt í yfirklukkun þar sem þetta er sami örgjörvinn, bara klukkaður mishátt?
3) Hver er munurinn á 875P og 865PE kubbasettunum hvað performance varðar? Ætti ég að eltast mikið við 875P?

Mysingur
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mið 28. Apr 2004 18:44
Staðsetning: hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af Mysingur »

http://www.hugver.is eru með abit borð
en afhverju að kaupa 2.6 þegar hann er 1050 kr dýrari en 2.8
en svo veit ég ekki með kubbasettin en það er örugglega einhver munur
P4 3.0 GHz - 2x 512 mb HyperX DDR400 - Powercolor radeon 9600XT 256 mb - Abit AI7 - 2x 160 GB samsung + 200 GB WD + 250GB WD + 200 GB Seagate - 470W OCZ Powerstream

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Þar sem þú getur ekki breytt multiplier á p4.. þá kaupiru þér örgjörva með multiplier sem hentar þér, minninu þínu og því öllu
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Arnar skrifaði:Þar sem þú getur ekki breytt multiplier á p4.. þá kaupiru þér örgjörva með multiplier sem hentar þér, minninu þínu og því öllu
Nú efa ég að þú farir með rétt mál í þetta skiptið vinurinn. Ég á við 800MHz FSB Northwood örgjörva og eftir því sem ég best veit er ekkert vesen með margfaldarann á þeim. Getur verið að orð þín séu tóm fjarstæða?
Mysingur skrifaði:www.hugver.is eru með abit borð
en afhverju að kaupa 2.6 þegar hann er 1050 kr dýrari en 2.8
en svo veit ég ekki með kubbasettin en það er örugglega einhver munur
Enn læðist að mér illur grunur um að einhver hafi ekki unnið heimavinnuna þína áður en fullyrðingarnar fengu að fjúka. 2.8Ghz P4 kostar 18.850 kr. á meðan 2.6Ghz kosta 17.005 kr. Verðmunurinn þar á milli er tæpar 2000 krónur, en ekki 1050 eins og þú heldur fram hér. Ég tek að vísu oem/retail breytuna ekki inn í myndina þar sem hún skiptir mig engu máli.

Mysingur
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mið 28. Apr 2004 18:44
Staðsetning: hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af Mysingur »

ahh ég horfði bara á retail :)
P4 3.0 GHz - 2x 512 mb HyperX DDR400 - Powercolor radeon 9600XT 256 mb - Abit AI7 - 2x 160 GB samsung + 200 GB WD + 250GB WD + 200 GB Seagate - 470W OCZ Powerstream

machinehead
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Staða: Ótengdur

Póstur af machinehead »

Þetta er rétt hjá Arnari, þú getur ekki breytt multiplier'num á P4 örgjörvum :!:
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Nemesis skrifaði:
Arnar skrifaði:Þar sem þú getur ekki breytt multiplier á p4.. þá kaupiru þér örgjörva með multiplier sem hentar þér, minninu þínu og því öllu
Nú efa ég að þú farir með rétt mál í þetta skiptið vinurinn. Ég á við 800MHz FSB Northwood örgjörva og eftir því sem ég best veit er ekkert vesen með margfaldarann á þeim. Getur verið að orð þín séu tóm fjarstæða?
hvar ert þú búinn að vera síðan p2... það er ekki einusinni hægt að modda örgjörvana til að opna multiplierinn.

hugver eru með umboð fyrir abit.

annars þykir mér þessi 1.845kr verð munur á 2.6 og 2.8 ekki vera nógu mikill til að ég myndi kaupa hægari örgjörvan í :evil: computer.is :evil: . ef það væri 5.000kr munur myndi ég kanski spá í því. þú ert líka líklegast að fá betra dye á 2.8 örgjörfunum heldur en 2.6, og mig minnir að 2.6 séu einmit verstu oc örgjörvarnir í northwod línunni.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Þetta vissi ég ekki! Hvað skal gera í stöðunni? Ég hafði hugsað mér að yfirklukka örgjörvann minn eins og ég gæti, en eyðileggur læstur multiplier ekki þær vonir? Skiptir það kannski engu máli, set ég bara divider á minnið og yfirklukka fsb, næ ég sama árangri þannig?
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Sko hugver er umboðsaðli abit hérna á íslandi :)

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Veit ekki um meiri mun á 875 og 865 nema 875 styður PAT.

Minnisdæmi..

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

Arnar skrifaði:Veit ekki um meiri mun á 875 og 865 nema 875 styður PAT.

Minnisdæmi..
Flestir framleiðendur 865 móðurborða fundið upp leið til að enable'a PAT tæknina í 875 kubbasettinu.

þannig 875 og 865 eru næstum alveg eins.

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

En mig minnir allavega að 865 geti þá bara haft PAT með 1:1 stillingum..


Meðan 875 getur alltaf haft PAT on

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

Arnar skrifaði:En mig minnir allavega að 865 geti þá bara haft PAT með 1:1 stillingum..

Meðan 875 getur alltaf haft PAT on
já eitthvað svoleiðis

annars var Tommabúnaður með mjög góða grein um þetta á sínum tíma. fyrir þá sem vilja vita meira.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Nemesis skrifaði:Þetta vissi ég ekki! Hvað skal gera í stöðunni? Ég hafði hugsað mér að yfirklukka örgjörvann minn eins og ég gæti, en eyðileggur læstur multiplier ekki þær vonir? Skiptir það kannski engu máli, set ég bara divider á minnið og yfirklukka fsb, næ ég sama árangri þannig?
Það eru eiginlega allir örgjörfar sem eru framleiddir núna með multiplierinn brenndan í dye, bæði hjá amd og intel.

það sem að er best að gera ef þú ætlar að overclocka er að kaupa gott minni, tildæmis DDR500. og overclocka í 1:1. þá geturu mögulega náð 2.8 örgjörfanum uppí 3.5GHz með 1GHz QDR FSB.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Ég var að hugsa um divider bara, þar sem 500Mhz minni kosta tvöfalt meira en 400Mhz minni. Er ég að missa mikið performance á að hafa minnið með 5:4 divider?

Steini
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Póstur af Steini »

Nemesis skrifaði:Ég var að hugsa um divider bara, þar sem 500Mhz minni kosta tvöfalt meira en 400Mhz minni. Er ég að missa mikið performance á að hafa minnið með 5:4 divider?

Corsair XMS 512MB DDR400 - 14650 kr

Corsair XMS 512MB DDR500 - 16950 kr

Ekki alveg tvöfalt...
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Minnið sem ég er að fara að kaupa kostar 9.500, 2x256mb kubbar af 500Mhz kosta miklu meira.

Allavega, er mikill performance munur á 1000MHz fsb systemi með 500Mhz minni og 400Mhz minni á 5:4 divider?

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

ef 500mhz ddr er á 3-4-4-8 en 400mhz ddr er á 2-2-2-5 þá ætti 400mhz ddr að vera betra..

En annars er betra að redda sér BH-5 minni.. renna smá voltum í gegnum það og taka 500 ddr með 2-2-2 :)

hehehehe :twisted:

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

Arnar skrifaði:ef 500mhz ddr er á 3-4-4-8 en 400mhz ddr er á 2-2-2-5 þá ætti 400mhz ddr að vera betra..

En annars er betra að redda sér BH-5 minni.. renna smá voltum í gegnum það og taka 500 ddr með 2-2-2 :)

hehehehe :twisted:
every girls's dream
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

það er like 100.000kr dæmi ;) en djöfull væri það sweet.

annars ef þú lest það sem að att skrifar um minnið
Corsair XMS 512MB DDR500
184pin, PC4000, 500MHz XMS CL2 minni með kæliplötu
annars stendur þetta í manualnum (ég held að það sé ágætis vísbending að minnið sé gott ef það er til manuall um það ;)
http://www.corsairmemory.com/corsair/pr ... 2-4000.pdf

þeir gefa upp 3-4-4-8, en ætli það sé ekki hægt að keyra það örlítið hraðar.
"Give what you can, take what you need."
Svara