Hátíðnihljóð í batteríinu

Svara

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Hátíðnihljóð í batteríinu

Póstur af capteinninn »

Var að taka í gegn fartölvuna hjá vinkonu minni og reformatta og eitthvað fjör, tók eftir svakalega pirrandi hátíðnihljóði í henni sem ég skildi ekkert í.

Windows talaði um að batteríið væri eitthvað í rugli en það virkaði samt, ég prófaði samt að taka batteríið úr og þá hætti hljóðið.
Einhver annar sem kannast við þetta?

Svo er ég líka að spá hvað það myndi kosta að kaupa nýtt batterí fyrir tölvuna, þetta er einhver Dell Inspiron 1545 fartölva, geri ráð fyrir að það sé sama okur að kaupa þetta hjá offical söluaðilanum hérna á Íslandi svo ég var að spá hvort það væri vit að panta frá útlöndum batterí.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Hátíðnihljóð í batteríinu

Póstur af tdog »

Inverterinn fyrir skjáinn gæti verið að klikka, hann breytir DC spennunni í batteríinu í AC spennu sem að skjárinn notar. Ég reyndar heyri/eða finn fyrir þessu í nær öllum raftækjum – Sérstaklega þeim sem nota switchmode spennugjafa.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Hátíðnihljóð í batteríinu

Póstur af capteinninn »

tdog skrifaði:Inverterinn fyrir skjáinn gæti verið að klikka, hann breytir DC spennunni í batteríinu í AC spennu sem að skjárinn notar. Ég reyndar heyri/eða finn fyrir þessu í nær öllum raftækjum – Sérstaklega þeim sem nota switchmode spennugjafa.
Já okei, og þessvegna fer hljóðið þegar ég tek batteríið út.

Hvað er dýrt að gera við svona og hvar myndi maður gera það ?
Svara