Keyra upp forrit í Linux?

Svara

Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Staða: Ótengdur

Keyra upp forrit í Linux?

Póstur af IL2 »

Ég er algjör byrjandi í Linux. Ég er með EEE900A sem ég setti upp Puppeee á og ætlaði að setja upp CrossOver á til að keyra upp Windows forit. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína því að ég get það ekki.

Einhverjar leiðbeiningar eða ráð?
Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Keyra upp forit í Linux?

Póstur af vesi »

Mig grunar að google eigi eftir að vera besti vinur þinn núna...
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Keyra upp forit í Linux?

Póstur af fannar82 »

IL2 skrifaði:Ég er algjör byrjandi í Linux. Ég er með EEE900A sem ég setti upp Puppeee á og ætlaði að setja upp CrossOver á til að keyra upp Windows forit. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína því að ég get það ekki.

Einhverjar leiðbeiningar eða ráð?

sudo apt-get install crossover í terminal, virkar ekki? (ég hef aldrei installað crossover)

http://www.howtogeek.com/howto/linux/ho ... crossover/" onclick="window.open(this.href);return false; 1sta sem ég fann á google.
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]

loxins
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 22. Okt 2012 20:22
Staða: Ótengdur

Re: Keyra upp forit í Linux?

Póstur af loxins »

ég nú ekki viss um að crossover sé í puppeee repository, frekar að leita eftir wine.
Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Keyra upp forit í Linux?

Póstur af Talmir »

Svona algert basic:

Til að keyra upp forrit sem þú downloadaðir/bjóst til sjálfur (segjum að það heiti "foo") þá er það keyrt með því að setja punkt og skálínu fyrir framan það "./" eða "./foo". Þetta á við um öll forrit sem ekki eru með pathið sitt skilgreint í $PATH breituni.

Ef það keyrir ekki og þú ert viss um að það eigi að keyra þá þarf að setja keyrslu réttindi (execution rights) á það með skipun eins og mögulega "chmod a+x foo"

Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Staða: Ótengdur

Re: Keyra upp forrit í Linux?

Póstur af IL2 »

Vesi. Skulum orða það þannig að ég hefði eins getað farið á kínverska Google og það sem ég var að reyna að skilja á þessum Ensku síðum. Enda kann ég EKKERT í Linux.

fannar82. Takk, prufa þetta í kvöld.

loxins. Vandamálið við Wine er að mér skilst að foritið sem ég ætlaði að nota virkar ekki með því.

Talmir. Takk, skil þetta reyndar ekki allt en reyni að klóra mig fram úr þessu í kvöld.
Svara