Panasonic Viera (TX-P50ST50Y)

Svara

Höfundur
Viddinator
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 21. Sep 2011 18:25
Staða: Ótengdur

Panasonic Viera (TX-P50ST50Y)

Póstur af Viddinator »

Sælir Vaktarar,

vill svo til að einhver eigi svona tæki, stærðin skiptir ekki öllu en allavega ST50 módelið. Hef alltaf verið með LCD og er að íhuga að skella mér yfir í Plasma. Hef skoðað það rækilega og það eina sem ég hef áhyggjur af er að það muni mögulega vera leiðinlegt 'buzz' í því eða að glampinn á glerinu fari í taugarnar á mér, allt í tækinu annars virðist vera flott.

Ef einhver á þetta sjónvarp eða veit eitthvað athyglisvert um það, endilega tjáið ykkur.

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP50ST50Y
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP50ST50Y

PS. Eru Sjónvarpsmiðstöðin og Heimilistæki sama fyrirtækið? Öll verð og tæki nákvæmlega eins hjá þeim, meira að segja heimasíðan er eins.
Skjámynd

Örn ingi
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Þri 25. Okt 2011 09:39
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera (TX-P50ST50Y)

Póstur af Örn ingi »

Ég á ekki þetta tæki enn ég er búin að eiga panasonic plasma í að verða 3 ár, var og er virkilega high end tæki sem að ég er mjög ánægður með.
Hef ekkert út á það að setja í vinnslu, glampi er eithvað sem hefur ekki pirrað mig það eina sem ég hef fundið að því er að Hdmi,compotent, og rca tenginn á því standa beint aftur á því enn koma ekki út á hlið eins og á mörgum öðrum tækjum sem geri það af verkum að ég þarf að hafa veggfestinguna lengra frá veggnum sem gerir talsvert meira vogarafl , enn ég leisti það nú bara með því að bæta bið skrúfum!
Tech Addicted...
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera (TX-P50ST50Y)

Póstur af svanur08 »

Það er alltaf buzz hljóð í plasma sem er þá alveg normal. En þetta er topp tæki ég er sjálfur með GT30 sem ég gæti ekki verið sáttari með. Og já Sjónvarpsmiðstöðin og Heimilistæki eru sömu eigendur.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Panasonic Viera (TX-P50ST50Y)

Póstur af Kristján »

ég á st30 týpuna með 3d og ég gæti ekki verið ánægðari, fór reyndar úr 20" túbu í 42 plasma en samt fáranlega gott.
Svara