Hvernig kem ég í veg fyrir að Windows ræsi geisladiska?

Svara

Höfundur
gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig kem ég í veg fyrir að Windows ræsi geisladiska?

Póstur af gumol »

Hvernig kem ég í veg fyrir að Windows ræsi sjálkrafa diska sem ég set í geisladrifið?

Til að láta Windows sleppa því að ræsa sjálfkrafa einstaka geisladisk helduru inni <Shift> takkanum á lyklaborðinu í nokkrar sekúndur þegar þú setur diskinn í drifið. Ef þú villt hinsvegar að Windowsið sleppi því alltaf að ræsa forrit eða annað sjálkrafa af geisladiskum skaltu gera eftirfarandi:

Windows 9X

1. Hægriklikkaðu á "My Computer" og farðu í "Properties"
2. Farðu í "Device Manager" flipann og ýttu á plúsinn við "CD-ROM"
3. Tvíklikkaðu á geisladrifið þitt og farðu í Settings flipann
4. Taktu hakið úr "Auto Insert Notification"
5. Ýttu á "OK" aftur á "OK" og ýttu svo á "Yes" til að endurræsa tölvuna

Windows 2000 og XP Professional

1. Opnaðu "Start" > "Run", skrifaðu inn "GPEDIT.MSC" og ýttu á Ok.
2. Farðu svo í "Computer Configuration" > "Administrative Templates" > "System" og tvíklikaðu á "Turn off Autoplay" (eða "Disable Autoplay" í Windows 2000)
3. Merktu við "Enabled", ýttu á "Ok", lokaðu "Group Policy" glugganum.

Windows XP Home (líka hægt í 2000 og XP/Pro)
(Það er alltaf gott að búa til system restore point til öryggis þegar maður er að fikta í registry)
1. Opnaðu "Start" > "Run", skrifaðu inn "regedit" og ýttu á Ok.
2. Farðu í "HKEY_LOCAL_MACHINE" > "SYSTEM" > "CurrentControlSet" > "Services" > "Cdrom" (með því að ýta á plúsana) og tvíklikkaðu á "AutoRun"
3. Breyttu "Value Data" úr 1 í 0
4. Lokaðu Regedit

Ég mæli hiklaust með að fólk slökkvi á Autoplay. Ég gerði þetta upphaflega til að koma í veg fyrir að lesvörn á tónlistardiskum sé ræst sjálfkrafa þegar ég set þá í drifið og hef haft þetta á síðan. Það er reyndar á gráu svæði að mínu mati hvort það sé löglegt að ræsa forrit á tölvu notanda án samþykkis hanns. Þetta virkar í rauninni alveg eins og vírus að því leiti að þetta kemur inn án þess að þú takir eftir því eða vitir af því áður en það gerist og þetta hefur skaðleg áhrif fyrir þig (þú getur ekki spilað diskinn).
Last edited by gumol on Mið 22. Des 2004 00:01, edited 8 times in total.
Skjámynd

Jakob
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Jakob »

Eða notaðu Windows PowerToys til þess að gera þetta.
http://www.microsoft.com/windowsxp/down ... fault.mspx
Svara