Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

Er í smá pælingum varðandi media center setup sem mig langar að setja upp heima hjá mér.

Ég er með HP Micro G7 Server sem er uppsettur með 4 diskum sem eru RAID-aðir saman. Þarna geymi ég persónuleg afrit ásamt safni af bíómyndum o.fl. Ég var með þennan server beintengdan í sjónvarpið hjá mér með VGA tengi og svo USB hljóðkort sem var tengt í græjurnar. En þar sem ég þarf að geyma hann lokaðan inn í skáp (þökk sé konunni sem vill ekki sjá hann inn í stofu) þá hef ég ákveðið að færa hann inn í herbergi þar sem hann fær betra loftflæði og fá mér svo media center til að streyma efni af honum þaðan.

Með hverju mælið þið? Ég er búinn að vera að skoða Roku2 XS sem heillar mig nokkuð. Hann er einnig með ethernet tengi, ég er eitthvað skeptískur að streama yfir wifi en það er kannski bara vitleysa í mér. Væri ekki sniðugast að setja upp XBMC á þetta? Er það ekki lang skemmtilegasta viðmótið og mest hægt að customiza það? Er það nokkuð mál, þarf að jailbraka eða cracka þetta eitthvað eins og Apple TV?

Ég er einnig búinn að vera að skoða Apple TV en mér sýnist það vera dýrara (en ekki hvað) og er t.d. ekki með USB tengi eða SD kortarauf.

Það virðist vera hægt að fá nýjan Roku2 XS á um $100 dollara á ebay. Er einhver sem selur þetta hér á landi?

Allar tillögur eða hugmyndir að einhverju öðruvísi setupi eða búnaði eru einnig vel þegnar.
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Gunnar »

The Roku 2 XS doesn't currently support DLNA access (streaming media from networked PCs),
er þetta ekki frekar lost case með þetta?
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af AntiTrust »

Full ástæða til þess að vera efins með stream á efni yfir WiFi, tala nú ekki um ef þú ert e-ð í HD efni, eins og flestir eru nú farnir að sækja núorðið. Annars lúkkar þetta mjög solid, hægt að setja bæði XBMC og Plex upp á þetta og það eru ekki mörg platform efe-r sem geta keppt við þau.

Eina sem ég set spurningarmerki við er hvort tækið styður dts/dolby og bitstream þar á - En ef þú ert ekki með góðan magnara þá skiptir það ekki höfuðmáli.

Hvað DLNA varðar, skiptir engu máli ef maður ætlar í XBMC/Plex setup. Það er bara basic network file share stream.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

AntiTrust skrifaði:Full ástæða til þess að vera efins með stream á efni yfir WiFi, tala nú ekki um ef þú ert e-ð í HD efni, eins og flestir eru nú farnir að sækja núorðið. Annars lúkkar þetta mjög solid, hægt að setja bæði XBMC og Plex upp á þetta og það eru ekki mörg platform efe-r sem geta keppt við þau.

Eina sem ég set spurningarmerki við er hvort tækið styður dts/dolby og bitstream þar á - En ef þú ert ekki með góðan magnara þá skiptir það ekki höfuðmáli.

Hvað DLNA varðar, skiptir engu máli ef maður ætlar í XBMC/Plex setup. Það er bara basic network file share stream.
Ég er reyndar ekki með góðan magnara. Myndi í mesta lagi taka hljóðið í gegnum í 2.1 LG græjur, annars bara HDMI tengið á sjónvarpinu.

En eru einhver önnur tæki þarna úti sem væri sniðugri kostur en Roku2 XS?

enypha
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af enypha »

Ég er með Roku 2 HD, s.s. bara wifi streaming. Full ástæða til að skoða ethernet ef þú ætlar mikið að streyma af tölvunni. En Plex svínvirkar hjá mér. Horfi þó mest á Netflix og Hulu. Líklega með betri kaupum. Keypti nokkur stykki og gaf í jólagjafir í fyrra. Allir mjög sáttir.
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af AntiTrust »

enypha skrifaði:Ég er með Roku 2 HD, s.s. bara wifi streaming. Full ástæða til að skoða ethernet ef þú ætlar mikið að streyma af tölvunni. En Plex svínvirkar hjá mér. Horfi þó mest á Netflix og Hulu. Líklega með betri kaupum. Keypti nokkur stykki og gaf í jólagjafir í fyrra. Allir mjög sáttir.
Hvaðan pantaðiru og hvað varstu að borga fyrir stk. með öllu?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

enypha
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af enypha »

Amazon, en það var á meðan ég var í US. Borgaði $59 minnir mig fyrir stykkið, kannski var það $69...
x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af tlord »

Er CE stimpill á þessu?

Ef þetta er ekki með CE merki er smá risk að panta þetta í gegnum póst/toll.
Líst vel á þessa græju annars.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

enypha skrifaði:Ég er með Roku 2 HD, s.s. bara wifi streaming. Full ástæða til að skoða ethernet ef þú ætlar mikið að streyma af tölvunni. En Plex svínvirkar hjá mér. Horfi þó mest á Netflix og Hulu. Líklega með betri kaupum. Keypti nokkur stykki og gaf í jólagjafir í fyrra. Allir mjög sáttir.
Ég mun væntanlega bara nota græjuna til að streama efni af mínum eigin file server og mögulega reyna að horfa á stream frá flashportstreams.tv í gegnum þetta. Það fyrsta sem ég myndi gera væri að setja upp XBMC.

Þarf maður ekki að kaupa áskrift að Netflix? Getur maður gert það með íslenskt kreditkort? Ertu bara að nota original viðmótið sem fylgdi boxinu?

tlord skrifaði:Er CE stimpill á þessu?

Ef þetta er ekki með CE merki er smá risk að panta þetta í gegnum póst/toll.
Líst vel á þessa græju annars.
Þessi græja er í sölu í UK þannig að líklega er CE vottun á þessu.

Spurning hvort maður eigi að kaupa þetta frá USA eða UK, er þetta eitthvað region specific?
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af tlord »

Hargo skrifaði:Er í smá pælingum varðandi media center setup sem mig langar að setja upp heima hjá mér.

Ég er með HP Micro G7 Server sem er uppsettur með 4 diskum sem eru RAID-aðir saman. Þarna geymi ég persónuleg afrit ásamt safni af bíómyndum o.fl. Ég var með þennan server beintengdan í sjónvarpið hjá mér með VGA tengi og svo USB hljóðkort sem var tengt í græjurnar. En þar sem ég þarf að geyma hann lokaðan inn í skáp (þökk sé konunni sem vill ekki sjá hann inn í stofu) þá hef ég ákveðið að færa hann inn í herbergi þar sem hann fær betra loftflæði og fá mér svo media center til að streyma efni af honum þaðan.

Með hverju mælið þið? Ég er búinn að vera að skoða Roku2 XS sem heillar mig nokkuð. Hann er einnig með ethernet tengi, ég er eitthvað skeptískur að streama yfir wifi en það er kannski bara vitleysa í mér. Væri ekki sniðugast að setja upp XBMC á þetta? Er það ekki lang skemmtilegasta viðmótið og mest hægt að customiza það? Er það nokkuð mál, þarf að jailbraka eða cracka þetta eitthvað eins og Apple TV?

Ég er einnig búinn að vera að skoða Apple TV en mér sýnist það vera dýrara (en ekki hvað) og er t.d. ekki með USB tengi eða SD kortarauf.

Það virðist vera hægt að fá nýjan Roku2 XS á um $100 dollara á ebay. Er einhver sem selur þetta hér á landi?

Allar tillögur eða hugmyndir að einhverju öðruvísi setupi eða búnaði eru einnig vel þegnar.
það er reyndar hægt að framlengja vga með cat5 snúrum, gúglaðu vga cat5 extender
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af AntiTrust »

tlord skrifaði: það er reyndar hægt að framlengja vga með cat5 snúrum, gúglaðu vga cat5 extender
Og hvað á hann að græða á því? Ertu þá að tala um að keyra XBMCið af servernum?

Þá vantar nú bæði RF/bluetooth móttakara fyrir fjarstýringuna og e-rstaðar verður hann að fá hljóðið frá. Alveg vel framkvæmanlegt með HDMI hinsvegar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af tlord »

AntiTrust skrifaði:
tlord skrifaði: það er reyndar hægt að framlengja vga með cat5 snúrum, gúglaðu vga cat5 extender
Og hvað á hann að græða á því? Ertu þá að tala um að keyra XBMCið af servernum?

Þá vantar nú bæði RF/bluetooth móttakara fyrir fjarstýringuna og e-rstaðar verður hann að fá hljóðið frá. Alveg vel framkvæmanlegt með HDMI hinsvegar.
nei hann segir að hann hafi þurft að færa htpc-ið sitt inn í herbergi útaf konunni.

edit: hann gæti gert þetta með 3 cat5 snúrum, just saying
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

Væri Rasberry Pi kannski sniðugari kostur? Einhver sem hefur reynslu af þeirri græju?

Eftir smá Google leit þá sýnist mér ekki vera svo hlaupið að því að henda XBMC inn á Roku2.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af hagur »

Ég á Raspberry PI, hef aðeins verið að fikta með Raspbmc og myndi engan veginn mæla með því sem svona "aðal" Media-center setup-i. Eins og er, þá spilar þetta t.d ekki MPEG2 video vegna codec/leyfismála, en þó er hægt að græja það víst núna með því að kaupa leyfi. Þetta er mjög hægvirkt, að navigate-a menua og svona almennar aðgerðir í XBMC eru mjög sluggish. Afspilun á HD efni virkar alveg smooth, a.m.k á h264 enkóðuðu efni. Reyndar var ég að dusta rykið af þessu í dag og setti inn nýjustu útgáfu af Raspbmc og allt sem ég reyndi að spila var bara eins og flettiskilti. Veit ekki alveg hvað er í gangi þar, virkaði fínt áður þegar ég prófaði þetta í sumar.

En já, ég myndi bara setja saman netta vél í þetta, eða kaupa svona mini tölvu byggða á AMD fusion eða NVidia ion2 og setja svo upp OpenELEC.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

Er kannski bara málið að kaupa litla Shuttle PC og setja upp XBMC ?
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af hagur »

Já, ættir að fá solid setup þannig. Veit reyndar ekki hversu hljóðlátar þessar shuttle vélar eru, ef það er eitthvað sem þú spáir í.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af AntiTrust »

Hargo skrifaði:Væri Rasberry Pi kannski sniðugari kostur? Einhver sem hefur reynslu af þeirri græju?

Eftir smá Google leit þá sýnist mér ekki vera svo hlaupið að því að henda XBMC inn á Roku2.
Plex er hinsvegar offically stutt af Roku og svínvirkar á því.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

AntiTrust skrifaði: Plex er hinsvegar offically stutt af Roku og svínvirkar á því.
Já ok, gott að vita af því. Ætti maður alveg að geta spilað þessi helstu video staðla með því?



Annars er líka hægt að fá Shuttle vélarnar án viftu.

http://tolvulistinn.is/vara/25370
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af Hargo »

AntiTrust skrifaði:
Hargo skrifaði:Væri Rasberry Pi kannski sniðugari kostur? Einhver sem hefur reynslu af þeirri græju?

Eftir smá Google leit þá sýnist mér ekki vera svo hlaupið að því að henda XBMC inn á Roku2.
Plex er hinsvegar offically stutt af Roku og svínvirkar á því.
Reyndar er Plex á Roku2 farið að heilla mig svolítið núna eftir smá lestur.

http://elan.plexapp.com/2012/03/27/plex ... -official/

juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Media center setup - Roku2 eða eitthvað annað?

Póstur af juggernaut »

Nú er ég að fá glænýtt Samsung sjónvarp. Ég sé á síðunni hjá Plex að þeir bjóða upp á hugbúnað fyrir Samsung. Er það málið eða á ég að láta konuna versla Roku út í Usa?
Svara