CompTIA A+ Certification

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

CompTIA A+ Certification

Póstur af vesi »

Sælir vaktarar,
Ég er á kerfistjórabraut hjá NTV og fyrsti áfangin er tölvuviðgerðir, nú erum við að lesa okkur í gegnum CompTIA A+ Certification 7. útgáfu 220-701 og 220-702, þetta er allt rosa gamann og spennadi en ég er að spá í hversu mikils eru þær alþjóðlegu gráður metnar í raun þegar/ef maður útskrifast svo sem kerfisstjóri. Ég er ekkert að reina gera lítið úr þessu en þetta bæði kostar og er mikil vinna.
Ég efa ekkert að þessar gráður nýtist manni þegar á líður en fynnst stundum of mikið gert úr öllum þessum gráðum.

bestu kv.
Vesi
MCTS Nov´12
Asus eeePc

MCTS
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Sun 23. Okt 2011 12:20
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ Certification

Póstur af MCTS »

Þú þarft auðvitað að ná 6 prófum til að geta fengið allar þessar gráður sem eru í boði tvö próf fyrir Comptia A+ svo eitt fyrir MCTS svo eru þrjú fyrir MCITP skilst mér og svo er auðvitað Network+ líka ef þú ætlar þér að fá það.
Þetta auðvitað hefur allt mikið vægi ef þú ætlar þér að fara að vinna eitthvað á þessu sviði þar að segja eitthvað í kringum tölvur. Örugglega einhver sem getur sagt eitthvað betur um þetta er sjálfur að fara á MCITP hjá NTV eftir helgi.
Vonandi var ég ekki að segja neitt sem þú veist nú þegar !

Er reyndar búinn að taka svona Tölvuviðgerðar námskeið líka en á eftir að taka þessi tvö próf til að geta öðlast Comptia A+ gráðuna.
Vonandi gengur þetta allt saman vel hjá þér
[color=#FF0000]Tölvan:[/color] [color=#008000]Örgjörvi: Intel i5 3570k [/color] [color=#008000]Skjákort: Gigabyte HD7870 OC Version[/color] [color=#008000]Harður diskur: Mushkin Chronos 120 GB SSD[/color] [color=#008000]Vinnsluminni: Corsair Vengeance 2x4 GB 1600 mhz[/color] [color=#008000]Örgjörvakæling: Noctua NH-D14[/color] [color=#008000]Aflgjafi: Thermaltake 775w[/color]
[b][color=#0000BF]Microsoft Certified Technology Specialist Windows 7 Configuring[/color][/b]

Jafar
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 31. Júl 2012 14:30
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ Certification

Póstur af Jafar »

Ekki vanmeta A+, þetta er grunnur og á að meðhöndla þannig. Seinna meir þá muntu komast að því að gráðurnar eru ekki einungis til þess að öðlast betra starf heldur til þess að verða betri í starfi.
A+ er fyrir mörgum mikið common knowledge en fínn grunnur.

gunn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 18. Jún 2010 03:17
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ Certification

Póstur af gunn »

Mjög gott að geta sýnt A+ skírteinið í atvinnuviðtölum og svona, það er klárlega litið mjög vel á það ef maður er með pappírana upp á allar þessar gráður. Ætlaði einmitt að fara á kerfistjórann eða þessa framabraut hjá promennt í vetur en fékk ágætis vinnu í allt öðrum geira þannig það verður aðeins beðið með það. Hvernig er það samt eru menn alveg að ná að sinna þessu námi í fullri vinnu? Væri líka gaman að vita hvernig mönnum gangi að fá vinnu út á þetta eftir á.
Skjámynd

Kveldúlfur
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 31. Maí 2011 12:51
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ Certification

Póstur af Kveldúlfur »

Ég fór í kerfisumsjón og síðan kerfisstjóranámskeið hjá NTV á síðasta ári, var fyrst á kvöldnámskeiði útaf vinnu en síðan byrjaði ég á næturvöktum og tók síðan kerfisstjóranámskeið á morgnana eftir vinnu.
Búinn að taka allar gráðurnar í þessu námskeiði nema A+.

Fékk vinnu hálfum mánuði eftir að námskeiðið lauk.
Er á leiðinni í ccna í vetur sem á örugglega eftir að vera skemmtilegt.
Svara