Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Svara

Höfundur
Andvaka
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 31. Jan 2012 13:27
Staða: Ótengdur

Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Póstur af Andvaka »

Langaði bara að forvitnast um hvaða fjarstýringar þið eruð að nota. Ég er sjálfur með K400 þráðlaust lyklaborð frá Logitech en er forvitinn hvort það sé eitthvað betra.

Annað svolítið tengt fjarstýringum er spurningin hvernig þið kveikið á media center vélinni?

Ég er með XBMC stillt til að setja tölvuna í sleep mode eftir smá idle tíma en þetta K400 lyklaborð sem ég er með virðist alltaf vera að stuða tölvuna eitthvað þannig tölvan vaknar alltaf strax úr sleep mode, á eftir að finna hentuga lausn á því
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Póstur af hagur »

Ég er með Harmony One fjarstýringu sem ég er búinn að prógrammera á ákveðinn hátt. Varðandi slökkva/kveikja, þá er ég einfaldlega með mína HTPC alltaf í gangi. Hún er staðsett c.a 10 metra frá sjónvarpinu, inn í lítilli kompu þannig að það heyrist ekkert í henni fram í stofu. Nenni ekki að standa í slökkva/kveikja veseni og hef hana því bara alltaf í gangi.

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Póstur af playman »

Sjálfur er ég bara að nota android símann minn með xbmc appi. hægt er að slökkva á henni með appinu, en ég veit ekki til þess að
það sé hægt að kveikja á xbmc líka, hugsanlega er hægt að stilla wake up on lan eða eithvað álíka.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Póstur af AntiTrust »

Ég er með Harmony 300i sem kveikir á öllu, HTPC er alltaf í gangi, þarf bara að ýta á e-rn takka til að keyra TV signalið aftur upp. Annars var ég að nota WakeOnLAN með XBMC appinu áður en ég svissaði yfir í Plex.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Fjarstýringar + slökkva/kveikja?

Póstur af mikkidan97 »

Ég nota bara litla fjarstýringu sem er QWERTY lyklaborð og motion sensor mús á einni hliðinni og IR fjarstýring á hinni hliðinni, svo ég get notað eina fjarstýringu fyrir allt (myndlykil, sjónvarp, xbmc etc.)
Bananas
Svara