Þannig er nú málið að ég er með Ubuntu 12.04. Efast um að það skipti máli en ég var um daginn að henda inn gnome.
Var með orginal display driver og virkuðu þá báðir skjáirnir hjá mér. Skjákortið er með 2 DVI (held það heiti það, þetta hvíta) en annar skjárinn er með converter í VGA og hinn í HDMI. Virkuðu báðir fínt og þegar ég fór í Display í settings fann hún báða skjáina, BenQ og Dell. Svo var alltaf farið að koma svona svart flökt yfir skjáinn, yfirleitt frá vinstra horninu uppi og yfir skjáinn.
Þannig ég ákvað að setja inn "additional drivers (jockey-gtk)" driverinn fyrir geforce 7900 gtx kortið í tölvunni og hefur flöktið ekkert látið sjá sig.
EN hann finnur bara Dell skjáinn og í Display í settings kemur ekki lengur að þetta sé Dell skjár heldur Laptop. Líka vildi svo til að Dell skjárinn er verri skjárinn og ef ég ætti að velja að hafa einn yrði BenQ fyrir valinu en hún finnur hann ekki.
Einhverjar hugmyndir um hvernig ég gæti fengið báða skjáina inn með einhverju driver sem ætti að finna báða skjáina og losa mig við flöktið í leiðinni?
Vona að þið skiljið þetta
Display vesen?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Display vesen?
Fyrst þú ert búinn að setja inn nvidia driverana opnaðu þá nvidia-settings forritið og athugaðu hvort þú sjáir ekki skjáina þar.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 349
- Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Display vesen?
Farðu í skel og runnaðu
sudo nvidia-settings
og þú stillir þetta þaðan, síðan þegar þú ert búinn geriru væntanlega Apply og síðan áttu að gera "Save X config" til þess að stillingarnar haldist inni 100%
sudo nvidia-settings
og þú stillir þetta þaðan, síðan þegar þú ert búinn geriru væntanlega Apply og síðan áttu að gera "Save X config" til þess að stillingarnar haldist inni 100%