Haninn

Allt utan efnis

Höfundur
Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Staða: Ótengdur

Haninn

Póstur af Kosmor »

Sælir.

Þannig er mál með vexti að ég ætlaði að gera mér glaðann dag á góðum föstudegi í dag og fá mér gott að borða í "hádeginu".
ég hugsaði að ég ætlaði að gera aðeins betur en subway og kfc ruslið, og fá mér kannski ágætis máltíð á fínu verði, og varð Haninn í skeifuni fyrir valinu.

Ég rölti yfir (Ég stunda mína atvinnu í skeifuni) og kíkji yfir matseðilinn ef matseðil má kalla, 6-8 réttir krotaðir á krítartöflu fyrir ofan afgreiðsluborðið.
Klukkan var í kringum hálf þrjú og ég geri mér grein fyrir að það sé ekki rush hour en réttlætir það ekki að ég þurfti að bíða þar og kalla eftir aðstoð í um 5 mínútur, þá stendur maður upp sem situr í stól fyrir aftan mig og tekur niður pöntun.
Kjúklingabringa með frönskum, salati og sósu varð fyrir valinu og fyrir tvöþúsundkall bjóst ég nú ekki við neinni svaka bringu en þó sæmilega. Þegar maturinn birtist hjá mér blasir við bringa, sem ég sver að hafi verið minni en frosnu bringurnar sem eru á tilboði í bónus aðra hverja viku, 25 fransar (ég taldi), 3 kálblöð, og hálfur tómatur með smá gumsi. Ofaná það fékk ég gos úr vél sem er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég hámaði þetta í mig á örfáum mínútum, ég var orðinn svangur eftir 2 tíma.

Er það of mikið að ætlast til að fá skítsæmilega máltíð með ágætri þjónustu fyrir tvöþúsundkall í dag?

Hefur einhver annar reynslu af þessum stað eða er með svipaðar sögur af þessum/öðrum stöðum?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Daz »

Ég hef farið þangað 2x, fannst það frábært í bæði skiptin. Konan hefur farið þangað 2x (við s.s. ekki samferða) og hún hefur sömu sögu að segja. (Frábært í samhengi við "staður til að éta mat sem er fínni en macdónalds en ekki alveg holtið").

Það getur samt skemmt upplifunina ótrúlega þegar manni finnst þjónustan í upphafi vera léleg. Fjöldin á frönskunum segur svo voðalega lítið um magnið, fer svolítið mikið eftir þykktinni.
Skjámynd

bAZik
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 20:55
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af bAZik »

Skelltu þér á Saffran í Glæsibæ.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af GuðjónR »

Hef ekki prófað Hanann, en almennt séð þá finnst mér íslenskir veitingastaðir spara það sem þeir bera fram.
Ég er ekkert sérlega mikill matmaður en síðast þegar ég fór á Halim Al þá fékk ég mér hamborgara í Aktu Taktu strax á eftir, maturinn þar var eins og forréttur.

Höfundur
Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Kosmor »

Daz skrifaði:Ég hef farið þangað 2x, fannst það frábært í bæði skiptin. Konan hefur farið þangað 2x (við s.s. ekki samferða) og hún hefur sömu sögu að segja. (Frábært í samhengi við "staður til að éta mat sem er fínni en macdónalds en ekki alveg holtið").

Það getur samt skemmt upplifunina ótrúlega þegar manni finnst þjónustan í upphafi vera léleg. Fjöldin á frönskunum segur svo voðalega lítið um magnið, fer svolítið mikið eftir þykktinni.
"staður til að éta mat sem er fínni en macdónalds en ekki alveg holtið" var akkúrat sem ég var að leitast eftir.

franskarnar voru líka ekkert til að hrópa húrra fyrir bara þessar venjulegu þunnu sem fást útí búð.

en varðandi þjónustuna er ég allveg sammála, slæm þjónusta gerir allt mun verra.
bAZik skrifaði:Skelltu þér á Saffran í Glæsibæ.
Frábær staður sem ég borða stundum á, langaði bara að prófa eitthvað nýtt í dag.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af AntiTrust »

Ég dýrka Hanann, gæti ekki verið meira sama um þjónustuna þar (sem er bara yfirleitt ágæt) en djöfull eru bringurnar og grjónin góð þar. En ég viðurkenni það fúslega að ég hef fengið mjög misstórar bringur, og það munar helling á ekki bara mat heldur prótínmagninu sem maður er að sækjast eftir, eftir því sem maður fær 110 eða 180gr bringu.

En Lemon&Herb dressingin þeirra gerir það alltaf þess virði.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Sallarólegur »

Var í skóla tarna rett hja, fannst tetta allt of dyrt og omerkilegt. (Danskt lyklabord)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af kallikukur »

Virðist vera erfitt að finna góðan kjúklingastað á íslandi sem að er með almennilegan skammt á skikkanlegu verði :(
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af GuðjónR »

kallikukur skrifaði:Virðist vera erfitt að finna góðan kjúklingastað á íslandi sem að er með almennilegan skammt á skikkanlegu verði :(
Tek undir þetta, í raun erfitt að finna góðan matsölustað sem býður almenninlegan skammt á skikkanlegu verði...
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af hfwf »

GuðjónR skrifaði:
kallikukur skrifaði:Virðist vera erfitt að finna góðan kjúklingastað á íslandi sem að er með almennilegan skammt á skikkanlegu verði :(
Tek undir þetta, í raun erfitt að finna góðan matsölustað sem býður almenninlegan skammt á skikkanlegu verði...
Kíkið á BK Kjúkling.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af braudrist »

bAZik skrifaði:Skelltu þér á Saffran í Glæsibæ.
Fékk mér einu sinni pizzu á Saffran og hún var einhver versti óbjóður sem ég hef á ævinni smakkað. Hún leit út eins og einhver hafi ælt ofan á hana og bragðið var eitthvað svipað.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Daz »

braudrist skrifaði:
bAZik skrifaði:Skelltu þér á Saffran í Glæsibæ.
Fékk mér einu sinni pizzu á Saffran og hún var einhver versti óbjóður sem ég hef á ævinni smakkað. Hún leit út eins og einhver hafi ælt ofan á hana og bragðið var eitthvað svipað.
Enda eru pizzurnar á Saffran ekki venjulegar pizzur. Ekki frekar en sushi pizzurnar á Rub23 eru venjulegar pizzur.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af intenz »

Hvað með Kjúklingastaðinn Suðurveri? Hef aldrei farið svangur þaðan.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af GuðjónR »

intenz skrifaði:Hvað með Kjúklingastaðinn Suðurveri? Hef aldrei farið svangur þaðan.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Er sá staður til ennþá?
Ég fór þangað síðast fyrir hmm...12 árum að mig minnir ... og þá ætlaði ég að kaupa þrjú upplæri en ég mátti það ekki!
Stelpan sagði, nei þú mátt ekki velja bitana. Þú getur fengið eitt upplæri en þá verður þú að fá einn væng og svo máttu velja hvort þú tekur bringu eða legg.
Ég hætti við að versla þar og hef ekki farið síðan.

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af coldcut »

Er búið að loka Piri Piri sem var niður við höfn? Ég fór nú nokkrum sinnum þangað og fékk alltaf góðan kjúlla!
Skjámynd

Kobbmeister
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
Staðsetning: Í himnaríki kobbans
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Kobbmeister »

Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og hef alltaf labbað sáttur út.
Kjúklinga sallatið þarna er eitt það besta sem ég hef fengið og síðan er BBQ sósan sem þeir nota fáránlega góð.
Coolermaster HAFX + Nexus RX-8500 850W , EVGA P67 FTW, I7-2600K@4.6GHz HT on, Gigabyte AMD RADEON HD7950OC 3GB, Gskil sniper 8GB, 2xMushkin Chronos 120GB SSD, 500GB,1TB,Windows 7 64-bita
Starfsmaður @ Tölvutek
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Black »

Er mest hrifinn af grillhúsinu ef ég er að fara út að borða fyrir peninginn :happy
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af ASUStek »

Það er einn staður...sem er bara legendery....Ólafshús á Sauðarkróki..það er ekki til betri hamborgara þar né pizzur og ég er mikill matar maður.
og auðvitað stórar og góðar bringur þetta eru fag menn
Skjámynd

Marmarinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Marmarinn »

GuðjónR skrifaði:Hef ekki prófað Hanann, en almennt séð þá finnst mér íslenskir veitingastaðir spara það sem þeir bera fram.
Ég er ekkert sérlega mikill matmaður en síðast þegar ég fór á Halim Al þá fékk ég mér hamborgara í Aktu Taktu strax á eftir, maturinn þar var eins og forréttur.

Fórstu á hvað??? Halim Al?

IL2
Tölvutryllir
Póstar: 657
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af IL2 »

Það erbúinn að vera nýr eigandi að Suðurveri síðan 2008 (?). Liðið sem átti hann voru upprunalegu eigendurnir og ég er samála Guðjóni með það að svona var þetta hjá þeim.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af appel »

2000 kall...

margir góðir staðir sem bjóða mat á því verði... t.d.:

- Road house snorrabraut
- Hamborgarafabrikkan
- Ruby Tuesdays
- Saffran
- Tandoori
- Na na thai (bara í hádeginu, doldið svona búllulegur staður þó, en einn besti tælenski á landinu! Sami eigandi og að Krua Thai + sömu uppskriftir held ég)
- Jafnvel American stÆL

Hef borðað á Hananum og fannst það alltílagi, aðeins of dýrt finnst mér miðað við hvað maður fær, ég myndi kjósa Saffran frekar en Hanann, ódýrara og skemmtilegri matur. Lemon&Herbes er reyndar fantastic á Hananum.

BK kjúlli er ágætur, en frekar plain matur, og ansi búllulegur. Vantar alveg svona "grillaður kjúlli" staður, held að BK ætti að taka sig í gegn og fara út í slíkt.

Suðurver er nú bara einsog einhver sjoppubúlla, ekki alveg "fínna en KFC".
*-*
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af Gúrú »

Enginn búinn að nefna Serrano?

Mjög sambærileg máltíð við þær á Hananum (kjúklingur, hrísgrjón etc) þó að framsetningin sé öðruvísi og mér finnst það mun betri matur
og grunar mig öllu betri í verð/kaloríur, verð/prótín o.fl. :)

GuðjónR skrifaði:Ég er ekkert sérlega mikill matmaður en síðast þegar ég fór á Halim Al
Whot?
Modus ponens
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af tdog »

GuðjónR skrifaði:síðast þegar ég fór á Halim Al
Hvor fór á undan, þú eða Soffía Hansen?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af dori »

coldcut skrifaði:Er búið að loka Piri Piri sem var niður við höfn? Ég fór nú nokkrum sinnum þangað og fékk alltaf góðan kjúlla!
Já, hann lifði ekki í heilt ár. Ég var að vinna niðri við höfn og fór þangað nokkrum sinnum. Mjög góður kjúlli og á sanngjörnu verði. En ég held að það hafi verið of lítil aðsókn svo að dæmið gekk bara ekki upp.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Haninn

Póstur af GuðjónR »

Gúrú skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég er ekkert sérlega mikill matmaður en síðast þegar ég fór á Halim Al
Whot?
Marmarinn skrifaði: Fórstu á hvað??? Halim Al?
hahaha já ég vissi að þið mynduð hiksta á þessu, ég kalla þennan stað Halim Al.
Svara