Kjörseðilinn fáránlegur?

Allt utan efnis

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af htdoc »

Ég fór að kjósa í dag og ekki í fyrsta skipti, ég fæ kjörseðilinn í hendurnar og geng inní kjörklefann.
Á seðlinum eru nöfn frambjóðanda og strik á milli þeirra en enginn kassi til að krossa í né engar leiðbeiningar á seðlinum eða leiðbeiningar í kjörklefanum hvernig á að kjósa.
Ég gerði nú það sem ég taldi réttast að setja bara kross hliðiná nafninu.
En hvað með þá sem strikuðu undir nafnið á þeim sem aðila sem þeir vildu kjósa, og þá sem strikuðu yfir nöfnin á öllum frambjóðendum nema einum? Eða þá sem gerðu hring utan um sinn frambjóðanda? Verður það þá ógilur seðill?

Auðvitað gera lang, lang flestir kross en það hafa eflaust margir verið óvissir hvað ætti að gera.
Ég bara trúi þessu ekki hvernig þeir gátu klúðrað þessu svona, það er margra ára reynsla til í þessu og þeim tókst algjörlega að klúðra þessu,

Mér finnst þetta allavega frekar lélegt
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af hfwf »

BEst hefði verið að biðja um hjálp. Annars hefði átt að ver aleiðbeiningar hvernig átti að kjósa. Kaus sjálfur í gær og ég fékk atkvæðablaðstykki og á það átti ég að stimpla með viðeigandi stimpli á spjaldið sem ég og gerði(utankjörsstaðarkosning 4tw)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af GuðjónR »

Er ekki búinn að kjósa en það er furðulegt að þetta skuli vera svona.
Og af hverju er tæknin ekki notuð? Láta fólk kjósa gegnum skattur.is eða heimabanka.
Miklu ódýra og skilvirkara, fyrir gamla fólkið á elliheimilinum gæti fulltrúi sýslumanns mætt og leyft þeim að gera X á miða eða stimpla.
Skjámynd

Gunnar Andri
Ofur-Nörd
Póstar: 212
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 17:59
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Gunnar Andri »

Ég kaus utan kjörstaðar í vikunni og þá fékk kjörseðil sem var tómt blað í raun og svo voru stimplar inní klefanum með fullu nafni frambjóðenda
Leikjavél W10 Pro
| i7 10700k | | Corsair 32GB 4x8GB 3600MHz | MSI GeForce GTX 2080ti | Asus Z490-Prime-A| Corsair RM 750| 2x Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD |Corsair 570x| ]Custom Vatnskæling EK|
Server
| i5 10600k |Artic freezer | Corsair 2*8GB |Asus Z490 |Corsair RM 850 |Samsung 500gb 980 Pro NVMe/M.2 SSD | HDD: 48Tb | Corsair 400d|

Ripparinn
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Ripparinn »

Er allveg sammála þér þarna. Núna var ég að kjósa í fyrsta skiptið þar sem ég varð 18 ára núna 28.Júní. Ég fékk seðilinn og fór í kjörklefa, var þar í svona 1mín, fór sían út og spurði eins og asni hvað ég ætti að gera við miðann.. allveg fáránlegt
GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Tiger »

Þetta eru nú engin geimvísindi strákar mínir :baby

Er þetta ekki bara fín grisja, þeir sem ekki ráða framúr því að setja X við nafnið á þeim sem þeir ætla að kjósa, hafa fyrirgert rétt sínum til að vera marktækir kjósendur :troll
Mynd
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af GuðjónR »

Tiger skrifaði:Þetta eru nú engin geimvísindi strákar mínir :baby

Er þetta ekki bara fín grisja, þeir sem ekki ráða framúr því að setja X við nafnið á þeim sem þeir ætla að kjósa, hafa fyrirgert rétt sínum til að vera marktækir kjósendur :troll
hahahahahaha góður!
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Hargo »

Þar sem ég kaus tók ég eftir því að um leið og miðinn var afhentur fólki var sagt "Þú setur svo X fyrir framan nafnið á þeim sem þú ætlar að kjósa."

En það hefði auðvitað einfaldað málið að hafa lítinn kassa fyrir framan hvert og eitt nafn til að setja X-ið í.

Annars er Tiger með mjög góðan punkt :megasmile
Sennilega ástæða þess að Ástþór fékk svona fá atkvæði síðast þegar hann tók þátt, hans stuðningsmenn áttuðu sig ekkert á seðlinum.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Xovius »

Vandamálið er ekki bara það að fólk fatti ekki seðilin, heldur fólk sem finnst það alveg rökrétt að strika undir sinn frambjóðanda, hugsar ekki tvisvar um það og dettur þar af leiðandi ekki í hug að biðja um hjálp. Verður atkvæði þeirra dæmt ógilt?
Annars var ég að kjósa í fyrsta skipti og þar sem fólkið sem sat þarna og rétti mér kjörseðilinn þekkti mig og sagði mér þessvegna að setja kross fyrir framan. Tók eftir því að engum öðrum var sagt það samt...

Annars finnst mér kosningakerfi þar sem forseti getur náð kjöri án hreins meirihluta alveg fáránlegt :(

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af htdoc »

Xovius skrifaði:Vandamálið er ekki bara það að fólk fatti ekki seðilin, heldur fólk sem finnst það alveg rökrétt að strika undir sinn frambjóðanda, hugsar ekki tvisvar um það og dettur þar af leiðandi ekki í hug að biðja um hjálp. Verður atkvæði þeirra dæmt ógilt?
Annars var ég að kjósa í fyrsta skipti og þar sem fólkið sem sat þarna og rétti mér kjörseðilinn þekkti mig og sagði mér þessvegna að setja kross fyrir framan. Tók eftir því að engum öðrum var sagt það samt...

Annars finnst mér kosningakerfi þar sem forseti getur náð kjöri án hreins meirihluta alveg fáránlegt :(
Alveg sammála þér í því,
ég held að skv. nýju tillögunum á nýrri stjórnarskrá þá þarf forseti að ná meirihluta atkvæða, en þær tillögur ná auðvitað ekki fram að ganga fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Xovius »

htdoc skrifaði:
Xovius skrifaði:Vandamálið er ekki bara það að fólk fatti ekki seðilin, heldur fólk sem finnst það alveg rökrétt að strika undir sinn frambjóðanda, hugsar ekki tvisvar um það og dettur þar af leiðandi ekki í hug að biðja um hjálp. Verður atkvæði þeirra dæmt ógilt?
Annars var ég að kjósa í fyrsta skipti og þar sem fólkið sem sat þarna og rétti mér kjörseðilinn þekkti mig og sagði mér þessvegna að setja kross fyrir framan. Tók eftir því að engum öðrum var sagt það samt...

Annars finnst mér kosningakerfi þar sem forseti getur náð kjöri án hreins meirihluta alveg fáránlegt :(
Alveg sammála þér í því,
ég held að skv. nýju tillögunum á nýrri stjórnarskrá þá þarf forseti að ná meirihluta atkvæða, en þær tillögur ná auðvitað ekki fram að ganga fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur
Veit einhver hvort það hefur gerst áður að forseti nái kjöri hérlendis án meirihluta?
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af gullielli »

Mér fannst þetta einmitt mjög fáranlegt. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem ég kýs og þetta var bara frekar lélegt. Ég gerði athugasemd við þetta á kjörstaðnum
-Cheng
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Gúrú »

Xovius skrifaði:
htdoc skrifaði:
Xovius skrifaði:Vandamálið er ekki bara það að fólk fatti ekki seðilin, heldur fólk sem finnst það alveg rökrétt að strika undir sinn frambjóðanda, hugsar ekki tvisvar um það og dettur þar af leiðandi ekki í hug að biðja um hjálp. Verður atkvæði þeirra dæmt ógilt?
Annars var ég að kjósa í fyrsta skipti og þar sem fólkið sem sat þarna og rétti mér kjörseðilinn þekkti mig og sagði mér þessvegna að setja kross fyrir framan. Tók eftir því að engum öðrum var sagt það samt...
Annars finnst mér kosningakerfi þar sem forseti getur náð kjöri án hreins meirihluta alveg fáránlegt :(
Alveg sammála þér í því,
ég held að skv. nýju tillögunum á nýrri stjórnarskrá þá þarf forseti að ná meirihluta atkvæða, en þær tillögur ná auðvitað ekki fram að ganga fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur
Veit einhver hvort það hefur gerst áður að forseti nái kjöri hérlendis án meirihluta?
Það hefur gerst, ef ekki mjög oft þá a.m.k. einu sinni þar sem að Vigdís vann þannig, 33,8% á móti 32,3% hjá næsta.
Ólafur vann 1996 með 41%.
Ásgeir vann 1952 með 48,3%
Modus ponens
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af urban »

Xovius skrifaði:Vandamálið er ekki bara það að fólk fatti ekki seðilin, heldur fólk sem finnst það alveg rökrétt að strika undir sinn frambjóðanda, hugsar ekki tvisvar um það og dettur þar af leiðandi ekki í hug að biðja um hjálp. Verður atkvæði þeirra dæmt ógilt?
Annars var ég að kjósa í fyrsta skipti og þar sem fólkið sem sat þarna og rétti mér kjörseðilinn þekkti mig og sagði mér þessvegna að setja kross fyrir framan. Tók eftir því að engum öðrum var sagt það samt...

Annars finnst mér kosningakerfi þar sem forseti getur náð kjöri án hreins meirihluta alveg fáránlegt :(
alveg hreint út sagt fáránlegt.

Vigdís Finnboga varð t.d. forseti árið 1980 með 33,8 % atkvæða.
Guðlaugur Þorvaldsson var í öðru sæti með 32,3 %

reyndar er talið að ef að það hefði verið önnur umferð þá hefðu stór hluti þeirra sem að kusu Albert og Pétur kosið Guðlaug en ekki Vigdísi.

þannig að ef að hefðu orðið 2 umferðir árið 1980 þá hefði Vigdís Finnboga ekki orðið forseti.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Gúrú »

Vandamálið er ekki "Hreinn meirihluta" eða neitt slíkt, vandamálið er að sjálf leiðin sem er tekin við að telja atkvæðin er krossþroskaheft og eins léleg og hægt væri að finna upp á.

Það sem að ætti að vera gert er að þú kýst fyrst þann sem að þú vilt mest sjá sem forseta og síðan eins marga fyrir aftan það og þú vilt í þeirri röð
sem að þú vilt að þeir verði forsetar í.
T.d.: [1: Ástþór] [2: Þóra] [3: Ólafur] og ef að þér er alveg sama um restina þá hættirðu bara hérna og lætur 1-3 duga.

Þá ætti atkvæðið þitt að vera talið fyrir Þóru þar sem að Ástþór fær aldrei fleiri atkvæði en sitt eigið og nær ekki meirihluta og Ástþór dreginn úr.
Svo telst atkvæðið þitt fyrir Ólaf ef að Þóra nær ekki meirihluta og þannig áfram þar til að einhver hefur annaðhvort meirihluta eða einungis einn frambjóðandi er eftir.

Þá gæti fólk kosið þá sem að það vill kjósa sem forseta án þess að eiga í hættu á að atkvæðið þeirra gildi sem ekki neitt
vegna þess að "tveir stóru" frambjóðendurnir kaffæra alla, vegna þess að allir vita jú að í núverandi kerfi þýðir ekkert að kjósa einhvern
annan ef að einn frambjóðandi er með 40% fylgi, þá er annað hvort að kjósa hann eða næstvinsælasta frambjóðandann ef þér þykir hann skárri.
Modus ponens
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af GuðjónR »

Ef það væru 10 frambjóðendur þá gæti einn fræðilega unnið með 10.1% þ.e. ef 8 fengju 10% og einn fengi 9.9% og viðkomandi þá 10.1%
Í raun ætti að vera önnur umferð þar sem valið væri á milli tveggja efstu þannig að forsetinn þyrfti 50.1% til að vinna.

Einnig ætti að breyta reglum varðandi alþingi og kostningar þar, fáránlegt að menn geti mætt í vinnuna eftir eigin geþótta og oft eru umdeild mál að fara í gegn án meirihluta (32 atkvæða)....Þingmenn eiga að mæta eða senda staðgengla og 32 atkvæði ættu að vera skilyrði til að koma málum í gegn.

Ef 10 þingmenn mæta þá dugir að sex segi já til að koma málum í gegn...
Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1115
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af g0tlife »

ég bara spurði konuna hvernig þetta virkaði svo ég mundi ekki að þurfa gera svona þráð
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af beggi90 »

Var nú skilti með leiðbeiningum fyrir utan.
En mér fannst mest fáránlegt hvað það voru fáránlega margir starfsmenn þarna.

Þarf virkilega allan þennan fjölda?
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af dori »

Mér finnst það ekki rétt að setja eitthvað vesen til að veiða fólk í að gera villur og sortera þannig út aulana. En þegar það stendur á leiðbeiningum fyrir framan salinn (það voru 5 svona spjöld í andyrinu sem ég gekk inní)... Þá er ég ekkert viss um að ég vorkenni fólki sem fattar þetta ekki.
rtfm.jpg
rtfm.jpg (409.59 KiB) Skoðað 1395 sinnum

Höfundur
htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af htdoc »

dori skrifaði:Mér finnst það ekki rétt að setja eitthvað vesen til að veiða fólk í að gera villur og sortera þannig út aulana. En þegar það stendur á leiðbeiningum fyrir framan salinn (það voru 5 svona spjöld í andyrinu sem ég gekk inní)... Þá er ég ekkert viss um að ég vorkenni fólki sem fattar þetta ekki.
rtfm.jpg

Ég sá einmitt þennan miða þegar ég var að labba út úr stofunni sem kjörklefarnir voru, en miðinn var hengdur við dyrnar innan frá þannig maður tekur ekki eftir honum þegar maður labbar inn. En þessi miði hefur pottþétt verið einhvers staðar frammi líka. Veit bara um svo marga sem fannst þetta fáránlegt og tóku ekki eftir þessu.

En tek það fram, ég gerði eins og átti að gera, x fyrir framan frambjóðandann, enda er það oftast venjan í slíkum kosningum
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Xovius »

dori skrifaði:Mér finnst það ekki rétt að setja eitthvað vesen til að veiða fólk í að gera villur og sortera þannig út aulana. En þegar það stendur á leiðbeiningum fyrir framan salinn (það voru 5 svona spjöld í andyrinu sem ég gekk inní)... Þá er ég ekkert viss um að ég vorkenni fólki sem fattar þetta ekki.
rtfm.jpg
Þetta var ekki þar sem ég kaus...
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af appel »

Lög um framboð og kjör forseta Íslands
6. gr.
Kjósandi, er greiðir atkvæði á kjörfundi, markar með ritblýi kross á kjörseðilinn framan við nafn þess frambjóðanda, er hann vill kjósa, af þeim, sem í kjöri eru.
http://www.althingi.is/lagas/135a/1945036.html" onclick="window.open(this.href);return false;


Það stendur skýrum stöfum "kross". Ég vissi ekki að "X" væri kross, heldur væri kross eitthvað einsog þetta:
Mynd
Þýðir þetta að allir kjörseðlar með "X" fyrir framan nafn séu ógildir?
*-*
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af GuðjónR »

Þú segir nokkuð :wtf
Ég gerði þau mistök að gera X fyrir framan...
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af worghal »

þegar ég fór og kaus og leit á miðann þá fanst mér þetta nokkurnveginn segja sig sjálft :?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Kjörseðilinn fáránlegur?

Póstur af Manager1 »

appel skrifaði:Þýðir þetta að allir kjörseðlar með "X" fyrir framan nafn séu ógildir?
Það stendur líka einhverstaðar í kosningalögunum að seðill sé ekki ógildur ef lesa megi úr honum vilja þess sem á hann ritaði. Þannig að ef einhver dregur hring utanum þann sem hann kaus eða strikaði yfir alla nema þann sem hann kaus þá telst það gilt atkvæði.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Svara