Nýtt frá Nvidia : "Scalable Link Interface"

Svara
Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Nýtt frá Nvidia : "Scalable Link Interface"

Póstur af Bendill »

Heilir og sælir félagar,

Ég var að lesa ansi skemmtilega grein á [H]ard|OCP um nýja tækni sem Nvidia hefur innleitt í kjarna sína ( Geforce 6800+ og einnig ný Quadro kort) . Ég vissi svosem af þessu fyrir þar sem þeir keyptu allar vitsmunaeignir frá 3DFX fyrirtækinu sáluga. Þeir notfærðu sér þekkingu 3DFX á fyrirbæri sem þeir kölluðu "SLI" eða "Scan Line Interleaving". Gamla "SLI" tæknin var þannig að þú keyptir þér tvö Voodoo2 kort frá 3DFX og tengdir þau saman sem gerði það að verkum að þau unnu í sameiningu, annað kortið teiknaði oddatölu línur, hitt teiknaði heilu tölu línurnar.
Nú hefur Nvidia unnið að því að þróa þessa tækni og hefur náð henni nokkuð vel á strik. Þeirra útgáfa vinnur keimlíkt og hin en þó ekki alveg eins. Með tilkomu PCI-Express verður hægt að hafa tvö skjákort í einni tölvu leikandi létt. Kortin eru tengd saman með brú sem tryggir það að þau vinna saman. Þau skipta með sér verklaginu bróðurlega en ekki til helminga eins og 3DFX gerði forðum, nýja tæknin skiptir skjánum í tvo bita, stærðin á bitunum fer eftir því hversu mikið álag er á hverju korti fyrir sig. Þegar annað kortið er ekki að gera neitt þá fær það stærri skerf af skjánum til útreikninga.
Með þessu eru þeir að stíga stórt skref fram á við og mun grafík vinnslu heimurinn örugglega fagna þessu þar sem þú getur verið með tvö Nvidia Quadro kort í einni vél ! :shock:

Nú er bara að bíða og sjá hvernig þeir spila úr þessu, en þetta er mjög spennandi tækni....

Hér eru nokkrir hlekkir á umfjöllun um tæknina :D
Umfjöllun hjá [H]ard|OCP
Umfjöllun hjá Anandtech.com
Umfjöllun hjá tech-report.com
Umfjöllun hjá kjánunum á tomshardware.com
"Official" heimasíða SLI frá Nvidia :D
OC fanboy

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

afhverju kjánanum ?
Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

Því þeir eru lúðar, reyna að bola öðrum síðum út með lögsóknum og læti... :(
OC fanboy
Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Staða: Ótengdur

Póstur af Hörde »

Hmm, hvort haldiði að hafi komið á undan, skammstöfunin eða nafnið?
Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

Hörde skrifaði:Hmm, hvort haldiði að hafi komið á undan, skammstöfunin eða nafnið?
??
OC fanboy
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

nice verð að prófa þetta þegar þetta kemur :D

A Magnificent Beast of PC Master Race

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

viddi3000 skrifaði:nice verð að prófa þetta þegar þetta kemur :D
tilbúinn að kaupa þér 2x skjákort á 50-60þús ? :shock:
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

hvaða leiðindi eru þetta, kaupir eitt kort og bíður eftir að þau falli í verði þá kaupirðu annað eins og RAM uppfærslur hér í gamladaga.
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af DaRKSTaR »

það sem er enn merkilegra er að trúlega verða nvidia með einkarétt á þessu að mér skilst.. sem gefur þeim ansi mikið forskot á hina í framtíðinni.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

DaRKSTaR skrifaði:það sem er enn merkilegra er að trúlega verða nvidia með einkarétt á þessu að mér skilst.. sem gefur þeim ansi mikið forskot á hina í framtíðinni.
Hvað um AlienWare tölvurnar sem er búið að eyða fúlgum í að þróa? Ólöglegar í framleiðslu? Þó eðlilegt að nVIDIA hafi einkaleyfi á þessu þar sem þeir keyptu 3dfx hér áður.
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

axyne skrifaði:
viddi3000 skrifaði:nice verð að prófa þetta þegar þetta kemur :D
tilbúinn að kaupa þér 2x skjákort á 50-60þús ? :shock:
:twisted:

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

IceCaveman skrifaði:hvaða leiðindi eru þetta, kaupir eitt kort og bíður eftir að þau falli í verði þá kaupirðu annað eins og RAM uppfærslur hér í gamladaga.
Þegar þú verslaðir þér 1mb og verslaðir þér annað mb eftir mánuð.
The good old days
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

Pandemic skrifaði:
IceCaveman skrifaði:hvaða leiðindi eru þetta, kaupir eitt kort og bíður eftir að þau falli í verði þá kaupirðu annað eins og RAM uppfærslur hér í gamladaga.
Þegar þú verslaðir þér 1mb og verslaðir þér annað mb eftir mánuð.
The good old days
S.s. á þeim tíma þegar maður þurfti 4 eins (og síðar 2 eins) minniskubba? voruð þið með tölvur með 16 minnisslottum eða... ? :D

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Þetta væri nokkuð þægilegt að fá dreyft álag á kerfið.

En ef ég væri í Nvidia sporum, þá myndi ég gefa út eitthvað mjög einfallt kort, sem performar mjög vel.
Hlynur
Svara