Bara svona heads up, ég hringdi í tölvulistann áðan og þeir geta sérpantað Coolermaster Hyper 6 heatsink/viftu fyrir þig..
Besti AMD/P4 heatsinkurinn á markaðinum í dag, tekur meira segja thermalright sp-94/97.. næstum kíló af kopari með 6 heatpipes :p
kostar 6999 í sérpöntun hjá þeim.. minn kemur eftir 2-4 vikur :>
ég ætlaði fyrst að panta að utan en það átti að kosta rúmlega 65 pund með sendingarkostnaði og EKKI með vsk.. sagði nei takk við því
það fylgir sér bracket til að mounta þetta með.. það er í fínu lagi að nota þetta en það ætti að fara varlega með tölvuna þegar hún er færð á milli staða, helst að taka heatsinkinn af mundi ég halda...
gulligu skrifaði:Er þetta toppurinn og er þetta að virka mun betur en blómið?
Svo er víst. Þetta heatsink er búið að slá öllum hinum við skilst mér. Ég myndi aldrei treysta þessu, bracket eða ekki. Þótt þú sért með bracket er þetta samt að setja álag á móðurborðið sem það er ekki gert fyrir... það er mín skoðun að minnsta kosti
Þetta er rosalegur hlunkur, og ég myndi nú bara setja keðju og festa hana í kassann, til að minka álagið á móðurborðinu, þá líka þolir þetta flutninga og þessháttar.