Var á ferðinni í dag og ákvað aðeins að reka nefið inn í aðal "dótabúðina" mína

Þar var fyrir maður í minnispælingum sem tók þá skyndiákvörðun að splæsa í kort fyrir sinn gutta!
Þannig að í einhverri rælni spurði ég hvort ég ætti ekki að losa hann við gamla gripinn fyrir sanngjarn verð, sem hann var alveg til í.
Þannig að í kvöld er ég með skælbrosandi gutta við hliðina á mér enda gripurinn komin í og allt farið að rúlla.

Nú er bara spurningin hvort að Klemmi heimtar af mér bjór í umsýslugjald
