Ég var að spá hvort að það væri hægt að fá eitthvað lítið tæki sem kælir loftið í herberginu, líkt og hitari, nema blæs köldu lofti.. það er búið að vera ólíft inni hjá mér síðustu viku, 2 viftur í gangi alla daga og opnir gluggar.. ekkert virkar.
(Þá væri ég að tala um eitthvað sem maður stingur í samband í rafmagn t.d)
Verst að þetta kostar flestallt 100.000 og vel uppúr.
stundum vildi ég óska þess að verð eru sett á vefsíður -.-
Maður sér eithvað sniðugt svo hringir maður eða fer á staðinn og hluturinn kostar handlegg og hálfan fót
Yawnk skrifaði:Ég var að spá hvort að það væri hægt að fá eitthvað lítið tæki sem kælir loftið í herberginu, líkt og hitari, nema blæs köldu lofti.. það er búið að vera ólíft inni hjá mér síðustu viku, 2 viftur í gangi alla daga og opnir gluggar.. ekkert virkar.
(Þá væri ég að tala um eitthvað sem maður stingur í samband í rafmagn t.d)
Svona tæki framleiða líka hita. Ef þú hefur ekki einhverja leið til að koma þeim hita út, þá verður nettó kæling ekki svo mikil.
Ég tók 8X92mm tölvukassaviftur tengdi þær saman með svona strips(held að það heitir það) og stakk þeim í samband við tölvuaflgjafa og tróð út í glugga....alveg þræl sniðugt og svínvirkar. mæli með svoleiðis.