DVI 2 HDMI

Svara

Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

DVI 2 HDMI

Póstur af fedora1 »

Sælir Vaktarar,
Var að fá mér sjónvarp og heimabíó, er að vesenast með tengingar.
Heimabíóið er með 4 HDMI inn, 1. Var að spá í hvort það væri hægt að tengja DVI/VGA + hljóð úr hljóðkortinu yfir í HDMI tengi á heimabíóinu.

Ég er núna með tölvuna tengda með VGA yfir í sjónvarpið, og hljóðið úr henni í audio in á heimabíóinu.

Það væri einfaldara að kenna stráknum að bjarga sér ef það væri bara hægt að smella á einn takka á fjarstýringunni til að komast í barnaefnið :)

Öll ráð vel þegin :)
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: DVI 2 HDMI

Póstur af Jimmy »

Flest skjákort í dag geta sent hljóðið líka yfir DVI, ef svo er þá notaru einfaldlega DVI í HDMI kapal, annars geturu notað áfram sömu hljóðkapla og þú ert að nota núna með DVI í HDMI kaplinum ef það gengur ekki.
~
Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Staðsetning: Siglufjörður
Staða: Ótengdur

Re: DVI 2 HDMI

Póstur af AciD_RaiN »

DVI í HDMI fyrir mynd og AUX audio snúra með grænum jack í tölvuna og rauðan og hvítan í heimabíómagnarann (man ekki hvað þessi snúra heitir)
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: DVI 2 HDMI

Póstur af tdog »

Jimmy skrifaði:Flest skjákort í dag geta sent hljóðið líka yfir DVI, ef svo er þá notaru einfaldlega DVI í HDMI kapal, annars geturu notað áfram sömu hljóðkapla og þú ert að nota núna með DVI í HDMI kaplinum ef það gengur ekki.
Síðan hvenær fóru skjákort að senda hljóð út um DVI tengin?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: DVI 2 HDMI

Póstur af Jimmy »

Þetta byrjaði á 8800 kortunum frá nvidia að mig minnir, en þá þurfti maður að plögga spdif gæja í móbóið, man ekki nákvæmlega hvenær þetta byrjaði á ATI kortunum.
~
Svara