Bíða með fartölvukaup!

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Zorglub
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Zorglub »

Spurning hvort að framleiðendur verði ánægðir með þessar ráðleggingar hjá Wall Street Journal :!:

http://online.wsj.com/article/SB1000142 ... TopStories" onclick="window.open(this.href);return false;
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Daz »

Ég gat nú ekki lesið útúr þessari grein neitt meira en þetta venjulega "það er eitthvað nýtt að koma , bíddu eftir þessu nýja". Það er alltaf eitthvað nýtt að koma.

Svo sé ég ekki alveg afhverju maður ætti að bíða eftir laptop með Windows 8. Þetta er bara stýrikerfi, ekki ný aðferð til að stunda skyndikynni!
Skjámynd

Höfundur
Zorglub
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Zorglub »

Hugsa nú að í augum margra sé stýrikerfi meira heldur en "bara" ;)
En án þess að ég hafi nokkuð kynnt mér þessa næstu kynslóð þá eru fartölvur nú búnar að vera "eins" í ansi mörg ár, þannig að ef við erum að fara að sjá stórar breytingar þá er það nú dáldið meira heldur en þessi "vanalega "bið eftir nýu dóti.
Hugsa nú líka að ef Win 8 stendur undir væntingum þá verði það vinsælt stökk fyrir marga.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Kristján »

þetta mun ekki hafa áhrif á neitt.

fartölvur eru búnar að vera eins í mörg ár og þær eru það ekki

hvernig á fartölva að breytast??

fartölva er ekkert annað en EKKI borðtölva, litil og nett (miða við borðtölvu)

geta verið rosalega stórar, alienware td. eða faranlega litlar, asus eee td.

sumar verða minni og minni og hinar stærri og kraftmeiri, bara basic þróunn á tækni
kemur alltaf eitthvað betra
og ef við eigum að bíða eftir næstu kynslóð af fartölvum, (sem er hvað?)
ef maður biður endalaust eftir einhverju betra þá kaupir maður ekkert.

edit. og er win 8 ekki bara win7 með þetta tablet dæmi í sér?
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af KermitTheFrog »

Kristján skrifaði:þetta mun ekki hafa áhrif á neitt.

fartölvur eru búnar að vera eins í mörg ár og þær eru það ekki

hvernig á fartölva að breytast??
Eins og hann segir, snertiskjár t.d...

Í meira mæli þ.e.a.s. þar sem það eru til þannig tölvur en með tilkomu Windows 8 og snertifítusanna er líklegt að fartölvuframleiðendur fari að pæla meira í því.

Og ný lína örgjörva.

Olli
Gúrú
Póstar: 557
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Olli »

já heyrði að nýja línan af örgjörvunum væri mun kraftmeiri en sú eldri =P~
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af dori »

KermitTheFrog skrifaði:Eins og hann segir, snertiskjár t.d...

Í meira mæli þ.e.a.s. þar sem það eru til þannig tölvur en með tilkomu Windows 8 og snertifítusanna er líklegt að fartölvuframleiðendur fari að pæla meira í því.

Og ný lína örgjörva.
Ég held að snertiskjáir verði ekkert rosalega mikið success á fartölvum. Nema þú farir að breyta uppsetningunni á þeim eitthvað mikið. Það er mjög awkward að vinna með snertiskjá sem er staðsettur þannig að þú sjáir sem best á hann (eins og við gerum oftast með tölvuskjái). En ef þeir koma með þá og ná að ljúga því að fólki að þetta sé "Nýja leiðin til að vinna (TM)" þá mun örugglega slatti hopp á þetta. Ég hef samt mjög litla trú á því að þetta takist.

Ný lína af örgjörva er líka eitthvað sem dettur inn sirka árlega og engin ástæða til að bíða eftir nema þú vitir að það sé bara rétt handan við hornið, ekki einhverntíma á næstu mánuðum.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af KermitTheFrog »

dori skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Eins og hann segir, snertiskjár t.d...

Í meira mæli þ.e.a.s. þar sem það eru til þannig tölvur en með tilkomu Windows 8 og snertifítusanna er líklegt að fartölvuframleiðendur fari að pæla meira í því.

Og ný lína örgjörva.
Ég held að snertiskjáir verði ekkert rosalega mikið success á fartölvum. Nema þú farir að breyta uppsetningunni á þeim eitthvað mikið. Það er mjög awkward að vinna með snertiskjá sem er staðsettur þannig að þú sjáir sem best á hann (eins og við gerum oftast með tölvuskjái). En ef þeir koma með þá og ná að ljúga því að fólki að þetta sé "Nýja leiðin til að vinna (TM)" þá mun örugglega slatti hopp á þetta. Ég hef samt mjög litla trú á því að þetta takist.

Ný lína af örgjörva er líka eitthvað sem dettur inn sirka árlega og engin ástæða til að bíða eftir nema þú vitir að það sé bara rétt handan við hornið, ekki einhverntíma á næstu mánuðum.
Hvernig verður öðruvísi að vinna með snertiskjá sem er þannig staðsettur að hann standi upp fyrir framan þig í kjöltunni eða á borðinu?

Ég persónulega hef alveg trú á því að það nýtist helling að vera með möguleikann á öllum snertiskjás-gesturunum ásamt því að hafa lyklaborð til að skrifa á.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af dori »

Fyrir utan það hvað ég nota lyklaborð mikið og það er mjög kjánalegt að slíta svona í sundur inputtin sem þú ert að nota (það að þurfa að vera alltaf að færa hendurnar til er leiðinlegt vesen) þá geturðu prufað að sitja með fartölvu í fanginu eða uppá borði. Eins og þú sért að skrifa á hana. Taktu eftir því í hvernig stöðu axlirnar þínar fara þegar þú þykist vera að nota "snertiskjáinn". Þetta er miklu verra þegar þú ert að vinna með snertiskjá með borðtölvu.

Þannig þyrfti að fórna þægindum varðandi sjónarhorn og stöðu á skjánum til að þú getir á þægilegan hátt nýtt hann sem snertiskjá. Hugsanlega eitthvað sem sumir eru til í en það er ömurlegt compromise IMHO. En fyrir mitt leyti er allt sem krefst þess að þú takir hendurnar af lyklaborðinu vesen. Það á líka við um mýs...
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af KermitTheFrog »

dori skrifaði:Fyrir utan það hvað ég nota lyklaborð mikið og það er mjög kjánalegt að slíta svona í sundur inputtin sem þú ert að nota (það að þurfa að vera alltaf að færa hendurnar til er leiðinlegt vesen) þá geturðu prufað að sitja með fartölvu í fanginu eða uppá borði. Eins og þú sért að skrifa á hana. Taktu eftir því í hvernig stöðu axlirnar þínar fara þegar þú þykist vera að nota "snertiskjáinn". Þetta er miklu verra þegar þú ert að vinna með snertiskjá með borðtölvu.

Þannig þyrfti að fórna þægindum varðandi sjónarhorn og stöðu á skjánum til að þú getir á þægilegan hátt nýtt hann sem snertiskjá. Hugsanlega eitthvað sem sumir eru til í en það er ömurlegt compromise IMHO. En fyrir mitt leyti er allt sem krefst þess að þú takir hendurnar af lyklaborðinu vesen. Það á líka við um mýs...
Það er þá líklegast bara þín þröngsýni, en ég hef trú á því að þetta nái útbreiðslu.

Ég hef prufað að vinna aðeins með Transformerinn frá Asus með dokku og fannst það bara helvíti fínt.
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Bíða með fartölvukaup!

Póstur af Orri »

Ég á Fujitsu Lifebook TH700 fartölvu sem er með capacitive snertiskjá (og Wacom penna) og hefur það reynst mjög þæginlegt..
Maður er ekki alltaf að nota snertiskjáinn en oft er þæginlegra að nota hann heldur en snertiflötinn fyrir neðan lyklaborðið.
Ég tók samt ekki eftir því hversu þæginlegt það er að hafa snertiskjá fyrr en ég prófaði Windows 8 Consumer Preview, það er bara allt annað líf.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Svara