Aðgerðir og ábyrgð lækna

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Aðgerðir og ábyrgð lækna

Póstur af vesi »

Málið er þannig lagt að ég er búinn að fara í 2 hnéspeglanir (á hægra og vinstra)hné, önnur í des2011 og hin jan2012. Nú fynn ég ekkert fyrir neinu í því hné-i sem var farið í fyrst en er ekki orðinn góður í hinu. Nú hef ég nánast farið eftir öllu sem læknir ráðlagði með hreifingu og enga vinnu stundað og tíminn til að jafna sig á að vera 6 vikur en ég er að klára 12 vikuna og er bólginn og þreittur í hné.

grunar að ég þurfi því að fara aftur í rannsókn(myndatöku) og hugsanlega aftur í skurð, kanski til að fjarlæga eithvað sem varð eftir í fyrri aðgerð. Ber læknir einhverja ábyrgð, ber honum að taka kostnað af myndum eða aðgerð. eða bæði,
hafið þið einhverja reynslu af þessum málum..
takk fyrir
kv vesi
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

Domnix
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mán 05. Mar 2012 23:51
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðgerðir og ábyrgð lækna

Póstur af Domnix »

Ef þú ert sjúkratryggður getur þetta mögulega hjálpað:
http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonus ... ttarkort//
Annars er læknir ekki skaðabótaskyldur nema um læknamistök sé að ræða, og þá þarf að höfða mál. Læknir mun aldrei endurgreiða þér eða borga þér bætur. Á annan veg er misjafnt hvort læknir telur það rétt að rukka þig ekki fyrir aðra aðgerð þar sem sú fyrri virkaði ekki. Hef sjálfur fengið minniháttar aðgerðir fríar þegar þær voru framkvæmdar í annað sinn, en hér er ég að tala um hluti eins og t.d. fjarlægja tánögl og magaspeglun.
Skjámynd

Höfundur
vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Aðgerðir og ábyrgð lækna

Póstur af vesi »

amms var bæði að lesa á landlæknisembættinu.is og ræddi við fróðari manneskju en mig,, honum er skilt að biðja mann afsökunar, thats it. algerlega undir honum komið hvort hann bæti "tjón" eða ekki, nema um læknamistök sé að ræða
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Svara