vesley skrifaði:
Eru menn hér að tala um reynslu sína í því að sitja fyrir framan tölvu eða starfsreynslu í tölvutengdu starfi ?
Mér sýnist flestir hérna vera að tala um "að sitja fyrir framan tölvu" tímann...
Og ég get ekki séð að þetta gangi neitt upp... það að setja saman tölvu, overclocka hana og spila svo quake og counter-strike og <insertname> leiki í 10 ár getur ekki á nokkurn hátt skrifast sem 10 ára reynsla við tölvur.
Með sömu hugmyndafræði þá gæti ég sagt að ég hefði rúmlega 13 ára reynslu af bílum... en ég get alveg sagt ykkur það að ef það kemur ljós í mælaborðið þá fer ég með hann á verkstæði og pæli ekkert í því frekar...
Rétt eins og þegar húsasmíðameistari talar um reynsluna sína, þá telur hann ekki með árin sem hann var úti á smíðavelli sem krakki að byggja kofa...
Þannig að ef þetta ætti að vera e-ð vitrænt, þá ætti reynslan að miðuð við starfsreynslu....
Enn fyrst við erum á þessum nótunum, þá var einstaklingur að vinna hjá sama fyrirtæki og ég fyrir allnokkrum árum sem var kynntur með eftirfarandi starfsreynslu(circabout):
forritun: 10 ár
SQL database admin: 5 ár
Microsoft system admin: 7 ár
Öryggismál: 3 ár.
Nú mætti halda að hann hefði 25 ára starfsreynslu... sem kom ekki heim og saman við að maðurinn var rétt orðinn þrítugur.
Starfsreynslan var s.s. um 10 ár... en CV-ið gaf samt 25 ára starfsreynslu til kynna.
Var hann með kunnáttu sem jafnast á við 5 ár af því að vera SQL db admin? Nei. Eða 7 ára MS admin? Nei.
Basically þá var hann helvíti góður forritari, en hafði "haft puttana í" hinum og þessum málum og taldi það svona fram sem starfsreynslu.
Þetta er ekkert ósvipað og þegar talað er um "samanlagða starfsreynslu". Segir nákvæmlega ekki neitt.
Það er fáránlegt þegar fyrirtæki með 5 starfsmenn sem hafa allir 4 ára starfsreynslu státar sig af því að vera með "yfir 20 ára samanlagða reynslu".
En on topic, þá er ég með rúmlega 11 ára starfsreynslu...
Ef við ættum að telja með árin sem ég hékk á ircinu með sem "reynslu" þá erum við í allt öðrum pakka

Mkay.