Vantar verð á GeForce FX6800

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Vantar verð á GeForce FX6800

Póstur af ErectuZ »

Það er kominn dálkur á Radeon x800pro kortið, en hvar er dálkurinn á GeForce 6800? Ef þið vissuð að þessu og eruð að vinna í því, þá biðst ég velvirðingar :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Er GeForce 6800 komið á klakann?

Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »


Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Það er undarlegt.

Held að release data á það sé 14 Júlí.

Þá í USA!

í almenna sölu þá.

Höfundur
ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Staða: Ótengdur

Póstur af ErectuZ »

Ja, það er sagt í 24/7 að það sé hægt að sérpanta og fá það eftir 2-5 daga eftir pöntunina.....
Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af OverClocker »

Efast um að 24/7 geti reddað því á 2-5 dögum!! Bara eitthvað plat..
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Ég efast líka...ætla ekki að bæta þessu við vaktina strax.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Kortin eiga að geta komið á þessum tíma.
En eins og menn vita getur margt farið úskeiðis.
Við gerum ekki greinarmun á þessum kortum og öðrum hlutum.
En hins vegar gæti verið að aukast eftirspurn eftir þeim þannig að
kannski á pöntunartíminn eftir að lengjast.
Þannig að ef sá sem sér okkur fyrir viðkomandi hlut segir að
2 - 5 dagar ætti að vera eðlilegur afhendingartími er engin
ástæða fyrir okkur að efast um það.

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Ok,

Hefur einhver pantað þetta kort?

Og svona btw. Það er ekki til neitt sem heitir FX6800.

Mættir laga það :shock:

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Það hefur verið Pantað.

Og takk fyrir ábendinguna
Kortið heitir Geforce 6800 Ultra

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Bara svo það fari ekki á milli mála,
þá getum við ekki selt "plat"
það eru svo fáir sem vilja kaupa slíkt
þannig að lítið væri á því að græða að reyna slíkt.
:D :D :D
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

alminnilegt, alltaf gott að vita af því þegar búðirnar taka þátt í hlutunum. start.is eru með "útsendara" sem lítur reglulega við hérna, og núna 24/7 líka. mér líka vel við búðir sem gera þetta og athuga hvað það er sem notandinn virkilega vill.
"Give what you can, take what you need."

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Vill nú hellst ekki vera kallaður "útsendari" það er of líkt "njósnari" og hljómar eins og feluleikur.
Fyrst að ég er að leggja til málanna um búðirnar og hluti tengda okkur sjálfum fannst mér rétt að allir vissu hver væri að svara, Það er bara sangjarnt.
:D
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég bara segi svona ;) kanski betra að kalla ykkur talsmenn búðanna.
"Give what you can, take what you need."

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Sáttur við það :D

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Nýjustu fréttir af 6800 kortunum
eru nú kannski ekki til fyrirmyndar en
Gigabyte í Hollandi segir að kortin hafi ekki
verið afhent til þeirra frá NVIDIA eins ráð var fyrir gert.
Og þar fyrir utan hvíslaði einhver að mér að NVIDIA væri einungis
búið að framleiða um 40 kort fyrir heimsmarkaðin !!!!
Þannig að einhver töf verður á því að kortin berist á klakan.

:cry: :cry: :cry:
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Það var þá eins og mig grunaði...af hverju eru þið ennþá með þetta inni á síðunni og talið um 2-5 daga?
Er það stefna hjá ykkur að vera endalaust með misvísandi upplýsingar??

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Þetta er það sem stendur við vöruna á síðunni hjá okkur.

Athugið þessi vara er einungis sérpöntuð
Athugið eftir nýjustu fréttum frá Gigabyte í Hollandi,
er ljóst að einhver töf verður á komu þessara korta
þar sem Nvidia hefur ekki getað staðið við afhendingu kortana til Gigabyte.
Ef einhverjar fréttir verða frekar af þessum kortum koma þær fram hér.
Afhendingarfrestur er venjulega 2-5 virkir dagar.

Það er ekkert misvísandi við þetta eftir mínu viti.
Ég vill síður taka vöruna út úr versluninni því það eru margir að bíða eftir þessu korti, og ágætt er að hafa þarna upplýsingarnar um hvenær kortin koma svo þeir sem eru að bíða geti fylgst með og svo verður auðvitað staðið við 2 -5 daga um leið og við höfum fengið staðfestingu frá Gigabyte að kortin séu til, hraðsendingar frá Evrópu eiga ekki að taka lengri tíma en 2-5 daga.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

24/7 skrifaði:Og þar fyrir utan hvíslaði einhver að mér að NVIDIA væri einungis
búið að framleiða um 40 kort fyrir heimsmarkaðin !!!!

Hverjar eru líkurnar á því að micro vefverslun upp á íslandi fái eitthvað af þessum 40 kortum?

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Auðvitað engar
en ég á von á að þeir haldi nú áfram framleiða...........
og á að fá fréttir um miðja næstu viku.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

24/7 skrifaði:Auðvitað engar
en ég á von á að þeir haldi nú áfram framleiða...........
og á að fá fréttir um miðja næstu viku.

Nákvæmlega!...þá stenst þetta með 2-5 daga ekki.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Athugaðu "venjulega"
Og það er auðvitað ekkert venjulegt við þetta ástand eins og það er núna.
Við tökum auðvitað við pöntunum eins og er en allir eru látnir vita um leið og þeir panta hver staðan er ef þeir hafa ekki lesið allan textan við vöruna, engar greiðslur teknar fyrr en allt er komið á hreint um að varan sé til. Þannig að þetta er bara einskonar biðlisti eins og er og viðkiptavinirnir vita um það.
Það er engin að reyna að standa ekki við það sem sagt er.
En auðvitað var leitt að geta ekki staðið við þetta í upphafi, en við erum auðvitað ekkert betri en þær upplýsingar sem við höfum hverju sinni, og þessu sinni voru upplýsingarnar ekki réttar, en við höfðum enga ástæðu til að ætla annað.

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

24/7,

Láttu okkur vita þegar einhver fær þetta kort.

Og segðu okkur hvernig það virkar!

:)

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Það skal ég gera með ánægju.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Jæja Loksins

Nokkrir búnir að fá 6800 kort.
Reyndar ekki Gigabyte.
Er með Gainward sem er að koma vel út.
Verð ekki með á lager
en kortin hafa verið að koma yfir nótt eða ekki meir en 3 dögum.

:D :D :D
Svara