Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

er ekki hægt að kynda hús með netþjónum? eitt meðal hús fær kassa með serverum sem nota ca 10kw. kassinn er vatnskældur með köldu vatni, vatnið sem kemur út er ca 60 gráður og er notað til að hita húsið. það þarf bara að leggja ljósleiðara um 'köld' landsvæði og þá er komið niðurgreitt rafmagn til húshitunnar? right?? viðskiptahugmynd eða hvað?

upptími er vandamál, en það ætti að vera hægt að leysa það, er einhver vinnsla sem sættir sig við 99.7%? eða RAIS = (redundant array of inexpensive servers)
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tdog »

60°er of lítill varmi til þess að kynda einbýlishús. Og fyrir utan það þá þarf frekar stórann varmagjafa til þess að hita upp mörg hundruð lítra af vatni á stuttum tíma, þar sem vatnið er á hringrás.

Og hvað ætlaru að gera við allan þennan hita á sumrin?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

tdog skrifaði:60°er of lítill varmi til þess að kynda einbýlishús. Og fyrir utan það þá þarf frekar stórann varmagjafa til þess að hita upp mörg hundruð lítra af vatni á stuttum tíma, þar sem vatnið er á hringrás.

Og hvað ætlaru að gera við allan þennan hita á sumrin?

hver sagði mörg hundruð lítra á stuttum tíma? afhverju þarf það?

heitt vatn er reyndar oft geymt í þartilgerðum einángruðum hitakútum..

einbýlishús notar varla meira en 100 l af hitaveituvatni á klst, það má auðvitað hita vatn úr 60 í 80 með rafmagni
það er miklu ódýrara en að hita úr 5 í 80


á Íslandi eru hús hituð allt árið, reyndar minna á sumrin, en þá er ágætt að fara í pottinn :-)
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tdog »

Því að í ofnakerfi einbýlishúss er mikið af vatni. Það þarf að halda vatninu heitu og þessvegna þarf að vera hringrás á vatninu. Það tekur líka tíma að hita allt vatnið.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

tdog skrifaði:Því að í ofnakerfi einbýlishúss er mikið af vatni. Það þarf að halda vatninu heitu og þessvegna þarf að vera hringrás á vatninu. Það tekur líka tíma að hita allt vatnið.
en ef húsið er hvort sem er rafhitað, er þá ekki ok að fá 10 kw inn í dæmið fyrir gott verð?
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tdog »

Ef að húsið er hvort eð er rafhitað, sem kostar slatta, ætlaru þá bæta í kostnaðinn 10 kílówattstundum, 24*7*365?

Ef að kílówattstundin kostar 5,20 krónur, þá kostar þetta aukalega húseigandann 455.520 krónur á ári, eða 37.960 krónur á mánuði. Sem er slatti, ofan á slattann sem það kostar að hita húsið með rafmagni.

Þetta svarar engum kostnaði.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

:wtf

jæja, allir stuði?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af Daz »

Ef húsið er nú þegar rafhitað, þá eru líklega líkur á því að það sé líka staðsett á stað þar sem er vandamál með rafmagn/internetsamband? Ég er í það minnsta ekki viss um að hitakostnaður í rafhituðum húsum sé það mikill að það svari kostnaði að setja upp þar serverhýsingu og nýta affallshitann af serverunum. Hugmyndin er ekki óframkvæmanleg en líklega ópraktísk. Ef einhver hefur áhuga á að breyta bílskúrnum sínum í serverhýsingu (með tilheyrandi kostnaði) þá eru örugglega einhverjir tilbúnir að kaupa aðgang að hýsingunni, en sparnaður í hitakostnaði væri líklega ekki drifkrafturinn í þessari ákvörðun.
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

Daz skrifaði:Ef húsið er nú þegar rafhitað, þá eru líklega líkur á því að það sé líka staðsett á stað þar sem er vandamál með rafmagn/internetsamband? Ég er í það minnsta ekki viss um að hitakostnaður í rafhituðum húsum sé það mikill að það svari kostnaði að setja upp þar serverhýsingu og nýta affallshitann af serverunum. Hugmyndin er ekki óframkvæmanleg en líklega ópraktísk. Ef einhver hefur áhuga á að breyta bílskúrnum sínum í serverhýsingu (með tilheyrandi kostnaði) þá eru örugglega einhverjir tilbúnir að kaupa aðgang að hýsingunni, en sparnaður í hitakostnaði væri líklega ekki drifkrafturinn í þessari ákvörðun.
vandamál með rafmgn? varla
vandamál með nettengingu: já
breyta bílskúr í hýsingu: nei

það væri auðvitað málið að vera með hitakút með nokkrum serverum innbyggðum eða bara servera sem líta út eins og ofnar... :)

Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af Arnarr »

tdog skrifaði:60°er of lítill varmi til þess að kynda einbýlishús. Og fyrir utan það þá þarf frekar stórann varmagjafa til þess að hita upp mörg hundruð lítra af vatni á stuttum tíma, þar sem vatnið er á hringrás.

Og hvað ætlaru að gera við allan þennan hita á sumrin?
reyndar hafa menn verið að láta það duga með hjálp frá varmadælum!

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af Garri »

Já.. sælir!

Ekki svo vitlaus hugmynd í fyrstu en margir vankantar á henni.

Hér eru nokkrir.

Stærsti gallinn væri væntanlega sá að hitaveita er ódýrari en rafmagn, hvort sem við notum rafmagnið beint eða óbeint. Við erum búin að leggja til mesta kostnaðinn, það er, að leggja lagnir út um allt, vatnið sjálft er frítt.

Hitakútur þyrfti að vera um 500l eða þar um bil, til að geta annað sveiflum í notkun, rennt í bað, uppþvottavél ofl. ofl.

Notast þyrfti við varmaskipti sem þýddi að vatnið sem kæmi til baka yrði um 25° en ekki 5°

Veit ekki með inntök í hús. 10Kw plús annað rafmagn (þá mesta notkun) mundi líklega setja lagnir í uppnám einhversstaðar.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af pattzi »

tdog skrifaði:Því að í ofnakerfi einbýlishúss er mikið af vatni. Það þarf að halda vatninu heitu og þessvegna þarf að vera hringrás á vatninu. Það tekur líka tíma að hita allt vatnið.
Það eru nú ekki ofnar í nýjum húsum í dag held ég allavega ekki séð það þó ég viti ekki hvort þetta hús sé nýtt.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tdog »

Patti í stað ofnna eru hundruð metra af hitatúpum í gólfinu hjá þér, og það þarf að fylla þessar pípur af vatni. Þannig þetta núllast eiginlega út.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af pattzi »

tdog skrifaði:Patti í stað ofnna eru hundruð metra af hitatúpum í gólfinu hjá þér, og það þarf að fylla þessar pípur af vatni. Þannig þetta núllast eiginlega út.

Já Reyndar.
Skjámynd

Höfundur
tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af tlord »

Garri skrifaði:Já.. sælir!

Ekki svo vitlaus hugmynd í fyrstu en margir vankantar á henni.

Hér eru nokkrir.

Stærsti gallinn væri væntanlega sá að hitaveita er ódýrari en rafmagn, hvort sem við notum rafmagnið beint eða óbeint. Við erum búin að leggja til mesta kostnaðinn, það er, að leggja lagnir út um allt, vatnið sjálft er frítt.

Hitakútur þyrfti að vera um 500l eða þar um bil, til að geta annað sveiflum í notkun, rennt í bað, uppþvottavél ofl. ofl.

Notast þyrfti við varmaskipti sem þýddi að vatnið sem kæmi til baka yrði um 25° en ekki 5°

Veit ekki með inntök í hús. 10Kw plús annað rafmagn (þá mesta notkun) mundi líklega setja lagnir í uppnám einhversstaðar.
rétt, hitaveita er ódýrari, hugmyndin er nátturulega að nota þetta BARA þar sem rafmagnshitun er eini kosturinn.
rétt lika með 25 gráður, en það mætti samt gera þetta, þe hita vatn úr 25 í 60 eða hugsanlega 80
eða nota servera sem líta út eins og rafmagnsofnar - þá er ekkert vatn í myndinni
10 kw er ekki föst tala, serverarnir nota bara þá orku sem þarf til að hita húsið
watt í server hitar jafn mikið og watt í rafhitagjafa (hitaelementi) - breytir engu varðandi lagnir

það má líta á þetta þannig að serverarnir fái frítt rafmangn
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari í stað hitaveitu?

Póstur af Klaufi »

Ég mæli með því að menn fari frekar að skoða varmadælur, ekki loft/loft heldur vatn/vatn.

4Kw út fyir hvert Kw sem kemur inn.
Mynd
Svara