fremen skrifaði:Hversu gamall? Háskólar eru ekkert lokaðir endilega þó þú sért ekki stúdent ef þú ert orðinn nógu gamall.
Jú, með tilkomu frumgreinanáms þá lokast háskólarnir á næstumþvíalla.
Áður en frumgreinadótið varð "de-facto standard" þá var hægt að komast inn í háskóla á "undanþágu", byggt á starfsreynslu og whatnot, ef þú varst orðinn nógu gamall (25 ára minnir mig).
Eg er t.a.m. ekki með stúdent, og fyrir nokkrum árum síðan hefði ég getað gert eins og félagi minn, farið í HR beint inn á tölvunarfræðibraut án þess að vera með student. Bara á þeim forsendum að vera nógu gamall, vera með starfsreynslu í "geiranum" og hafa áhuga á því að skella sér í nám.
Á þeim tíma var ekkert frumgreinanám að kalla hjá HR.
Hinsvegar, núna er þetta ekki lengur hægt. HR eru mjög fastir á því að ef maður ætlar inn í skólann þurfi maður annaðhvort að vera með student, eða klára frumgreinadeild.
(Upplýsingar byggðar á eigin reynslu í samskiptum við HR.)
Þannig að það er um að gera að klára stúdent.
Mkay.