Er að leita að 13" tölvu í skóla. Spila ekki leiki þannig að þetta er spurning um létta vél, með þægilegu lyklaborði passlega kraftmikla og sæmilega rafhlöðu endingu.
Verðhugmynd er í kringum 100k.
Langaði að forvitnast hver staðan væri á þessu. Sjálfum líst mér vel á þessa tölvu. Vandinn er hins vegar sá að mikið af lesefninu er á PDF formi hjá mér og það er spurning hvernig það kemur út með svona lítinn skjá?
Er einhver sem hefur reynslu af því að nota 13" tölvu til að lesa mikið á í námi og hvernig þægindin eru við það?
Jafnvel einhver sem er á 2. misseri í rafmagns- og tölvuverkfræði og er til í smá tilraun?