Góðan daginn,
Nú verslaði ég mér CoolerMaster Hyper 212 PLUS í gær, var bara með stokk viftuna sem kom með I5 sem ég verslaði fyrir ekkert svo löngu því mér fannst hún blása frekar mikið þegar maður var í þyngri vinnslu en venjulega.
Fór heim mjög spenntur að sjá hvernig hún kæmi út í hita og db mælingum. Skelli henni í (4pinna tengi) en finnst hún blása frekar hratt alltaf og er mjög hávær. Hvers vegna stillir hún sig ekki af eins og original viftan gerði ? Þeas ekki að blása á full swing þegar ekkert er í gangi ?
Náði mér í speedfan og lækkaði í henni en finnst það ætti að vera óþarfi og hef aldrei þurft þess áður. Hafiði einhverja hugmynd hvað sé í gangi ?
Einnig, eru menn eitthvað búnir að prufa þessa kælingu ? Er eitthvað varið í hana ? Er aðallega að hugsa um db tölur því ég verslaði coolermaster silencio kassa undir setupið og hann nýtist eitthvað lítið þegar maður er með viftu sem eyðileggur allt.
Öll svör vel þegin
Kv. Garðar