Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Var að spá hver kostnaðurinn væri við að flytja inn spjaldtölvu frá BNA.

Hvernig eru skattarnir á þeim og slíkt.
Skilst að ebook readerar hafi fengið breytingu á skattskilgreiningunni og þannig lækkar niður.

Er að meta að fá mér svoleiðis græju og láta senda hana hingað í gegnum newegg líklega.

Geri ráð fyrir að sendingarkostnaður sé 2-8 þús
Skjámynd

astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af astro »

http://www.tollur.is/extern.asp?cat_id=1700" onclick="window.open(this.href);return false;
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af DabbiGj »

Einföld formúla 120/122*verð að viðlöggðum sendingarkostnaði*1,255= verð komið hingað, þar ofaná leggjast gjöld einsog tollskýrslugerð og sendingarkostnaður innanalnds sem að geta verið frá 1500-5000 krónur auk þess að pósturinn rukkar þig t.d. fyrir að geyma spjaldtölvuna

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Olræt, hún er samt með 3G möguleikum, hefur það einhver áhrif á hvernig hún er tolluð ?
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af ZiRiuS »

2-8þús?? Hvar færðu það gott verð til Íslands?
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Er sendingakostnaður frá Bandaríkjunum hingað svo hár? Er ekki að reikna tollgjöld, tollskýrslu og fleira með, bara grunnkostnað við að senda þetta hingað. DabbiGJ var reyndar með reikniformúlu hérna að framan sem er nákvæmari
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Daz »

hannesstef skrifaði:Er sendingakostnaður frá Bandaríkjunum hingað svo hár? Er ekki að reikna tollgjöld, tollskýrslu og fleira með, bara grunnkostnað við að senda þetta hingað. DabbiGJ var reyndar með reikniformúlu hérna að framan sem er nákvæmari
Ekki beint nákvæmari, bara sæmileg þumalputaregla
(Verð vöru + sendingarkostnaður til landsins) * (tollgengi gjaldmiðils) * 0.255 (vsk) + tollmeðferðargjald (sem inniheldur VSK) (450 kr hjá póstinum) + Tollskýrslugerð (einföld skýrsla kostar 2400 hjá póstinum).
Þetta ætti að skila þér gjaldinu sem þú þarft að borga þegar varan kemur til landsins. Til að fá heildarverðið þá leggurðu bara þessa tölu við þá tölu sem þú borgaðir seljanda (+ auka sendingarkostnaður). Þetta væri sæmilega nákvæm aðferð til að reikna þetta, því tollgengi gjaldmiðla er ekki endilega það sama og kortagengi.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Okei, en hvernig er hún skattlögð ef hún er með 3G líka. Er ekkert aukalega skattlagt fyrir það ?

Græjan kostar um 500$, væri þetta þá undir 100 þús?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Daz »

3G ætti ekki að hafa nein áhrif á tollflokk, miðað við að IPAD er til með 3G og án.

Varðandi heildarverðið, jah, reiknaðu bara út skv formúlunni, hvað færðu út?

berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af berteh »

Passaðu þig bara að taka vél með 3g kerfi sem virkar hérna heima :) það eru örfá símafyritæki úti í BNA með GSM kerfi eins og okkar

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af DabbiGj »

Svo er ágætt að muna það að dollarar og evrur eru alltaf 2-3 krónum dýrari hjá kreditkortafyrirtækjum þannig að það getur munað nokkrum þúsundköllum í útreikningum ef að menn nota bankagengi.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Pandemic »

Svo er ótalin kostnaður við enga ábyrgð og að þurfa að senda hana út í viðgerð sem getur verið slatti.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Ég miða við valitor gengið.

Hún er ekki seld á Íslandi og hvorteðer er ekkert tekið mark á ábyrgðum á Íslandi samkvæmt minni reynslu
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af methylman »

Það er satt fartölvuábyrgð er eitthvað sem er alltaf álitamál, heitir jú fartölva og er ekki reiknað með því að það sé farið eitthvað með hana og fyrirbærið standi bara á sama stað og ekkert sjáist á henni. Ábyrgðarmál eru vandmeðfarin og ætli það sé ekki bara best að kaupa fartölvu hjá ELKO með aukatryggingu, ef ábyrgð er það sem sóst er eftir.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af beatmaster »

Daz skrifaði:
hannesstef skrifaði:Er sendingakostnaður frá Bandaríkjunum hingað svo hár? Er ekki að reikna tollgjöld, tollskýrslu og fleira með, bara grunnkostnað við að senda þetta hingað. DabbiGJ var reyndar með reikniformúlu hérna að framan sem er nákvæmari
Ekki beint nákvæmari, bara sæmileg þumalputaregla
(Verð vöru + sendingarkostnaður til landsins) * (tollgengi gjaldmiðils) * 0.255 (vsk) + tollmeðferðargjald (sem inniheldur VSK) (450 kr hjá póstinum) + Tollskýrslugerð (einföld skýrsla kostar 2400 hjá póstinum).
Þetta ætti að skila þér gjaldinu sem þú þarft að borga þegar varan kemur til landsins. Til að fá heildarverðið þá leggurðu bara þessa tölu við þá tölu sem þú borgaðir seljanda (+ auka sendingarkostnaður). Þetta væri sæmilega nákvæm aðferð til að reikna þetta, því tollgengi gjaldmiðla er ekki endilega það sama og kortagengi.

Ekkert lagað :)
Last edited by beatmaster on Sun 11. Des 2011 23:29, edited 1 time in total.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af methylman »

hannesstef skrifaði:Okei, en hvernig er hún skattlögð ef hún er með 3G líka. Er ekkert aukalega skattlagt fyrir það ?

Græjan kostar um 500$, væri þetta þá undir 100 þús?
500$ = 60.000 + VSK (15.300) reiknað með því að 60000 sé með flutningi
Nei tölva er tölva í tolli engin sérgjöld fyrir viðbætur þótt undarlegt sé, ef þú flytur inn hleðslutæki eitt og sér er á því 7,5% tollur og ofaná það 25% vörugjald og svo 25,5% VSK
EN ef að hleðslutækið kemur með tölvunni þá ber það sömu gjöld og hún eða 25,5% VSK
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

methylman skrifaði:Það er satt fartölvuábyrgð er eitthvað sem er alltaf álitamál, heitir jú fartölva og er ekki reiknað með því að það sé farið eitthvað með hana og fyrirbærið standi bara á sama stað og ekkert sjáist á henni. Ábyrgðarmál eru vandmeðfarin og ætli það sé ekki bara best að kaupa fartölvu hjá ELKO með aukatryggingu, ef ábyrgð er það sem sóst er eftir.
Keypti fartölvu hjá Tölvulistanum fyrir nokkrum árum. Eftir nokkra mánuði hættir hún að hlaða sig og ég fer með hana í verkstæðið hjá þeim. Þeir segja að það sé 3 vikna bið og ég geti ekki bara komið með tölvuna þá og þeir laga hana heldur þurfa þeir að hafa hana hjá sér allan tímann sem gengur alls ekki. Ég næ að væla í þeim að allavega skoða hana smá og sjá hvort þeir sjái í fljótu bragði hvað er að.
Þeir fara með hana á bakvið í svona 5 mín og koma svo fram og segja að hleðslutækisunitið inni í tölvunni sé ónýtt og að það þurfi að skipta um það. Þeir tala um að það sé dýrt en geta ekki gefið neitt verð. Ég ákveð að taka hana bara með mér heim og meta þetta.
Ég tala við félaga minn svona klukkutíma seinna því hann átti alveg eins tölvu og hann sagði mér að hann hefði lent í nákvæmlega sama vandamáli og hann lagaði það með nýju hleðslutæki.

Var líka með aukaársábyrgð sem var náð að plata mig til að kaupa. Hvað gerir eiginlega þessi aukna ábyrgð hjá Elko? Einhvernveginn grunar mig að hún sé bara bull eins og venjuleg ábyrgð
Ég get ekki séð annað en að verkstæði tölvulistann var greinilega að reyna að svindla á mér og rukka mig fyrir viðgerð á skemmd sem var ekki til staðar. Auk þess var tölvan minna en árs gömul og þeir vilja meina að hleðsluunitið inni í tölvunni sé ekki innifalið í ábyrgð. Hvað væri þá eiginlega í ábyrgð ?

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af isr »

Græjan kostar um 500$, væri þetta þá undir 100 þús?
Var að fá eina frá Usa, Asus transformers 390 $,dokka 117 og taska 41 $ og svo 70 $ í shipp and handl. Samtals 618 $,svo borgaði ég 21 þús heima.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Daz »

hannesstef skrifaði: Var líka með aukaársábyrgð sem var náð að plata mig til að kaupa. Hvað gerir eiginlega þessi aukna ábyrgð hjá Elko? Einhvernveginn grunar mig að hún sé bara bull eins og venjuleg ábyrgð
Ábyrgð er af hinu góða, en það þarf að muna hvað hún er að ábyrgjast. S.s. verksmiðjugalla í vörunni, ekki slit eða "slæma" meðferð. Örugglega fátt sem kemur upp eftir 3-5 ár sem hefði ekki komið upp á 2 árum. Held að það sé talað um það í sumum stóru keðjunum úti að aðal "gróðinn" sé í aukaábyrgðinni, varan sjálf jafnvel seld undir kostnaðarverði.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

isr skrifaði:
Græjan kostar um 500$, væri þetta þá undir 100 þús?
Var að fá eina frá Usa, Asus transformers 390 $,dokka 117 og taska 41 $ og svo 70 $ í shipp and handl. Samtals 618 $,svo borgaði ég 21 þús heima.
Þakka kærlega þetta.

Þannig að þú varst að borga rúmlega 95 þús fyrir þetta setup?
daz skrifaði:Ábyrgð er af hinu góða, en það þarf að muna hvað hún er að ábyrgjast. S.s. verksmiðjugalla í vörunni, ekki slit eða "slæma" meðferð. Örugglega fátt sem kemur upp eftir 3-5 ár sem hefði ekki komið upp á 2 árum. Held að það sé talað um það í sumum stóru keðjunum úti að aðal "gróðinn" sé í aukaábyrgðinni, varan sjálf jafnvel seld undir kostnaðarverði.
Já ég hefði bara haldið að það væri ekki eðlilegt að búnaður inn í vélinni skemmist minna en ári eftir að varan sé keypt.
Er þetta samt líka ástæðan fyrir því að iPodar eiga það til að skemmast akkúrat þegar ábyrgðin rennur út. Allavega hafa allir mínir bilast og þá yfirleitt vegna harða disksins eða rafhlaðan. Hef heyrt að þeir séu forritaðir á þann hátt og er þetta þá verksmiðjugalli, vegna þess að hann gerist rétt eftir að ábyrgðin rennur út þá coverar hún ekki nýjan iPod.
Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Olafst »

hannesstef skrifaði: Já ég hefði bara haldið að það væri ekki eðlilegt að búnaður inn í vélinni skemmist minna en ári eftir að varan sé keypt.
Er þetta samt líka ástæðan fyrir því að iPodar eiga það til að skemmast akkúrat þegar ábyrgðin rennur út. Allavega hafa allir mínir bilast og þá yfirleitt vegna harða disksins eða rafhlaðan. Hef heyrt að þeir séu forritaðir á þann hátt og er þetta þá verksmiðjugalli, vegna þess að hann gerist rétt eftir að ábyrgðin rennur út þá coverar hún ekki nýjan iPod.
Þetta er nú ansi langsótt samsæriskenning hjá þér!
Framleiðendur sjá sér engann hag í að láta allar vörurnar sínar bila á fyrirfram ákveðnum tímapunkti. Það er ekki góð leið til að byggja upp vörumerki.

Svarið frá Daz er annars gott viðmið á kostnaði(eftir leiðréttingu frá beatmaster).

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af isr »

Þakka kærlega þetta.

Þannig að þú varst að borga rúmlega 95 þús fyrir þetta setup?
Það munað ekkert svo miklu á þessu setti ef ég hefði keypt þetta heima,kannski svona 25 þús. En fyrir tveim vikum pantaði ég archos 70 8G frá sömu búð og hún var helmingi ódýrari en heima.

Þetta er búðin sem ég pantaði frá http://www.bhphotovideo.com/" onclick="window.open(this.href);return false; ótrúlega hröð þjónusta,bæði skiptin pantaði ég á sunnudagskvöldi,vara afgreidd á mánudegi og komin til Íslands á Miðvikudegi.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af Daz »

beatmaster skrifaði:
Daz skrifaði:
hannesstef skrifaði:Er sendingakostnaður frá Bandaríkjunum hingað svo hár? Er ekki að reikna tollgjöld, tollskýrslu og fleira með, bara grunnkostnað við að senda þetta hingað. DabbiGJ var reyndar með reikniformúlu hérna að framan sem er nákvæmari
Ekki beint nákvæmari, bara sæmileg þumalputaregla
(Verð vöru + sendingarkostnaður til landsins) * (tollgengi gjaldmiðils) * 1.255 (vsk) + tollmeðferðargjald (sem inniheldur VSK) (450 kr hjá póstinum) + Tollskýrslugerð (einföld skýrsla kostar 2400 hjá póstinum).
Þetta ætti að skila þér gjaldinu sem þú þarft að borga þegar varan kemur til landsins. Til að fá heildarverðið þá leggurðu bara þessa tölu við þá tölu sem þú borgaðir seljanda (+ auka sendingarkostnaður). Þetta væri sæmilega nákvæm aðferð til að reikna þetta, því tollgengi gjaldmiðla er ekki endilega það sama og kortagengi.

Lagað :)
Bara ef þú vilt borga heildarverð vörunna AFTUR. Boldaði partinn sem útskýrir hvað er verið að reikna út og hvernig á að reikna út heildarverð. (Þetta skiptir máli þegar tollgengi og kortagengi eru ólík. )
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af beatmaster »

Þetta er rétt hjá þér Daz, ég las greinilega ekki nógu vel það sem að þú skrifaðir fyrir neðan.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Kostnaður við að kaupa spjaldtölvu frá BNA

Póstur af capteinninn »

Olafst skrifaði:
hannesstef skrifaði: Já ég hefði bara haldið að það væri ekki eðlilegt að búnaður inn í vélinni skemmist minna en ári eftir að varan sé keypt.
Er þetta samt líka ástæðan fyrir því að iPodar eiga það til að skemmast akkúrat þegar ábyrgðin rennur út. Allavega hafa allir mínir bilast og þá yfirleitt vegna harða disksins eða rafhlaðan. Hef heyrt að þeir séu forritaðir á þann hátt og er þetta þá verksmiðjugalli, vegna þess að hann gerist rétt eftir að ábyrgðin rennur út þá coverar hún ekki nýjan iPod.
Þetta er nú ansi langsótt samsæriskenning hjá þér!
Framleiðendur sjá sér engann hag í að láta allar vörurnar sínar bila á fyrirfram ákveðnum tímapunkti. Það er ekki góð leið til að byggja upp vörumerki.

Svarið frá Daz er annars gott viðmið á kostnaði(eftir leiðréttingu frá beatmaster).
Hefurðu semsagt aldrei heyrt um iPoda að hætta að virka mjög stuttu eftir að ábyrgðin rennur út? Allavega hafa 3 hjá mér gert það og nokkrir félagar mínar lent í því líka, þetta voru samt allt eldri iPodar.

Hefurðu líka aldrei heyrt talað um svona staðbundna framleiðslugalla? Þetta var til dæmis gert við Rover í Bretlandi skilst mér og fleiri gerðir og þess vegna hættu þeir að vera vinsælir. Það var verið að reyna að fjölga störfum á viðgerðasvæðum.
Svara