Vandræði með að komast inní BIOS

Svara

Höfundur
hubcaps
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 25. Des 2003 23:27
Staðsetning: aðallega þar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandræði með að komast inní BIOS

Póstur af hubcaps »

Jæja, er loksins búinn að verða mér útum rafmagnskapal til að tengja græjuna sem ég var að setja saman.

Hún startar sér fínt, allar viftur fara í gang, skjárinn kemur inn, hún checkar minnið, hún finnur HD og CDinn en svo þegar ég ýti á DEL til að komast inní BIOS þá snarstoppar hún bara og segir "Ready to go into BIOS"... og ekkert gerist, sama hvenær ég ýti á DEL eða nokkurn annan takka..

Er með:
Gigabyte GA-PE1000PRO2
P4 2.8GHZ-800FSB
Mushkin 512MB PC3200 DDR
Samsung 160GB/7200RPM/8MB Buffer
Radeon 9600pro 256mb


einhver með hugmynd hvað gæti verið að ?
GA-8IG1000 Pro °-° 2.8ghz Intel °-° 512mb Mushkin °-° Radeon 9600pro 256mb °-° 160gb Samsung/250gb WD
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Hannesinn »

ég lenti í þessu með gamla MSI-6341 borðið mitt... Ég komst í BIOSinn með því að fjarlægja öll kort úr vélinni (nema skjákortið) og líka harða diska. Getur byrjað á að prufa þetta.

Ef þetta er ekki málið, prufaðu þá að gúggla þessu borði upp og athuga hvort aðrir séu líka að lenda í þessu sama.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Höfundur
hubcaps
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fim 25. Des 2003 23:27
Staðsetning: aðallega þar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af hubcaps »

jæja, ég endaði á að prófa eitt og eitt tæki við tölvuna, kom í ljós að þetta var geisladrifið sem truflaði eitthvað.

Fæ nýtt drif í kvöld til að prufa mig betur áfram.



edit: FYI... Geisladrifið sem ég var með fyrst var gallað, allt gengur einsog í sögu með nýja drifinu
GA-8IG1000 Pro °-° 2.8ghz Intel °-° 512mb Mushkin °-° Radeon 9600pro 256mb °-° 160gb Samsung/250gb WD
Svara