Ég er með slatta af 1080p mkv efni í tölvunni en þótt maður sé með 20GB mynd þá sér maður samt að það vantar uppá gæðin þegar maður skoðar það í Full HD 52" sjónvarpi. Þannig að mig langar að eiga möguleikann á að hafa þetta pure.
Þið sem eigið spilara, hverju mælið þið með og hvers vegna......og eitt mikilvægt atriði, load time þarf að vera nokkuð góður því ég nenni ekki að bíða í mínútu eftir að myndin byrjar

Þessi Panasonic spilari er í 4 sæti á top 10 listanum en mér finnst þótt hann sé á tilboði á 50þús vera rugl verð miðað við að hann kostar 150$ (með öllum gjöldum væri hann á innan við 30k innfluttur). og HT og Sjónvarpsmiðstöðin kaupa hann örugglega ekki á búðaverði úti.