Uppsetning á neti í win xp, vantar aðstoð.

Svara

Höfundur
Segullinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 04. Maí 2004 17:45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Uppsetning á neti í win xp, vantar aðstoð.

Póstur af Segullinn »

Svo er mál með vexti að ég er með 3-4 tölvur heima hjá mér. Ég vil endilega hafa þær nettengdar (lan) eins og gefur að skilja, til að geta nálgast gögn á milli þeirra. Ég er með þráðlausan router, sem annars á ekki að koma málinu við. Ef ég hef sett ferskt xp í tölvur tvær og tengi saman með crossover kapli eða með switch þá hefur allt gengið eins og í sögu og komist á netið í gegnum tölvu með ADSL og komist á sherað efni hinna tölvanna og allt í því fína.
Hinsvegar ef maður setur upp "setup a home or a small office network" þá virðist ekkert ganga, þó svo maður hlaupi á milli með diskettu til að setja netið upp. Ég er alltaf að lenda í þessu og næ ekki tengingu á milli tölvanna, en kemst á internetið án vankvæða. Nýjasta dæmið er að nú næ ég sambandi aðra leiðinna, þ.e. frá tölvu 1 til tölvu 2 en ekki hina leiðina, með not routers. Ég er hundviss að þetta er ekki router vandamál heldur winxp network vesen sem virðist mjög þekkt. Er einhver með hugmynd hvernig einfaldast er að setja þetta þannig upp að ég geti haft aðgang að öllum tölvum, þar sem ég kemst í "shared" efni hinna tölvanna.
Geðheilsa mín veltur á þessu.
Takk
Skjámynd

MJJ
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af MJJ »

Fikta,, prufaðu að sharea tengingu setupa home network thingið og bara að reyna allt sem þú getur
Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra
Skjámynd

Le Drum
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Le Drum »

Hugsanlegt er að þessi hundleiðinlegi innbyggði eldveggur í XP sé að gera þér lífið leitt.

Athugaðu hvort hann sé virkur og slökktu á honum.
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Höfundur
Segullinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 04. Maí 2004 17:45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Segullinn »

Ég held að þetta komi eldvegg ekkert við, hann var off á tengingunni þegar ég var með innbyggt ADSL en núna veit ég ekki og held reyndar að það skipti engu.

Axel
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Sun 02. Maí 2004 03:28
Staðsetning: 270 mos.
Staða: Ótengdur

Póstur af Axel »

Þetta kemur oft af sjálfu sér eftir að maður share-ar tengingunni og tengir allt :shock:
Intel P4 2.6ghz, Msi 875, 2 x 256 kingston 400 mhz, Geforce FX 5600
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á neti í win xp, vantar aðstoð.

Póstur af Demon »

Segullinn skrifaði:Svo er mál með vexti að ég er með 3-4 tölvur heima hjá mér. Ég vil endilega hafa þær nettengdar (lan) eins og gefur að skilja, til að geta nálgast gögn á milli þeirra. Ég er með þráðlausan router, sem annars á ekki að koma málinetið í gegnum tölvu með ADSL og ku við. Ef ég hef sett ferskt xp í tölvur tvær og tengi saman með crossover kapli eða með switch þá hefur allt gengið eins og í sögu og komist á nomist á sherað efni hinna tölvanna og allt í því fína.
Hinsvegar ef maður setur upp "setup a home or a small office network" þá virðist ekkert ganga, þó svo maður hlaupi á milli með diskettu til að setja netið upp. Ég er alltaf að lenda í þessu og næ ekki tengingu á milli tölvanna, en kemst á internetið án vankvæða. Nýjasta dæmið er að nú næ ég sambandi aðra leiðinna, þ.e. frá tölvu 1 til tölvu 2 en ekki hina leiðina, með not routers. Ég er hundviss að þetta er ekki router vandamál heldur winxp network vesen sem virðist mjög þekkt. Er einhver með hugmynd hvernig einfaldast er að setja þetta þannig upp að ég geti haft aðgang að öllum tölvum, þar sem ég kemst í "shared" efni hinna tölvanna.
Geðheilsa mín veltur á þessu.
Takk


Hmm, þessir wizards "Setup a home networkblablabla" er ekki eitthvað sem hjálpar mikið.

Hafðu þetta bara einfalt, þú veist ip á routernum? Ok, það er gateway og dns, síðan fær tölvan bara ip sem er samsvarandi við það kerfi. (t.d. ef routerinn er 192.168.1.1, þá fær tölvan 192.168.1.2) og gerir það við allar tölvur og þá ættu allar tölvur að geta haft samskipti við hvor aðra, getur testað það með einfaldri ping skipun.
Auðvitað á þetta ekki að vera nauðsynlegt þar sem routerinn er líklega með dhcp í gangi en jæja, þú getur testað þetta...

Höfundur
Segullinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 04. Maí 2004 17:45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Segullinn »

Ég stillti allt saman "munualt" en staðan er óbreytt, en eins og áður kemst ég aðra leiðina, já ég get náð gögnum úr lappanum og í heimilstölvuna, en ekki öfugt, alveg hreint magnað. Ég kemst enn á netið á báðum tölvum og í lappanum mínum sé ég heimilistölvuna, en get ekki komist inn í hana. Hvað er til ráða?
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af Demon »

Segullinn skrifaði:Ég stillti allt saman "munualt" en staðan er óbreytt, en eins og áður kemst ég aðra leiðina, já ég get náð gögnum úr lappanum og í heimilstölvuna, en ekki öfugt, alveg hreint magnað. Ég kemst enn á netið á báðum tölvum og í lappanum mínum sé ég heimilistölvuna, en get ekki komist inn í hana. Hvað er til ráða?


Þetta er augljóslega stillingaratriði hjá þér, þú ert s.s. með share á báðum tölvum en kemst bara á share-ið á lappanum?
Þetta gæti verið stillt í Administrative tools á desktoppnum að leyfa ekki neinum að skoða share-in sín.
Ég verð að viðurkenna að ég nota ekki mikið windows share lengur, ftp er oftast betra en þú getur prófað að fara bara í adress slóðina í explorer eða run og skrifað \\ip-desktoppsins\C$
Gáðu hvort þú kemst inn með því að setja inn user og pass á admin

Eru ekki báðar vélarnar á xp annars?

Höfundur
Segullinn
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 04. Maí 2004 17:45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af Segullinn »

Well, vandamál sem ég er búinn að vera að hugsa um í nokkra mánuði og búinn að eyða sólahringum í að leysa,,,,,er leyst. Þvílík helber snilld,eins og ég hefði unnið í lottó.
Ok, ég er með Win XP pro á báðum. Demon átti nú góðan punkt sem kom mér á bragðið.
Ég hugsaði með mér, allt virkar þar til maður setur upp "setup a home or a small office network" wizardinn, þá fer allt í steik og maður hættir að hafa aðgang að tölvu sem er sett svoleiðis upp. Hvað veldur?
Ég hugsaði mér, jú þessi wizard er gerður fyrir netkerfi, þannig að tölvan sem startar þessu er server og því eru allar hinar sem forritaða floppy diskettan fer á, tengjanlegar í gegnum serverinn. Auðvitað gefur serverinn (í þessu tilviki heimilistölvan) ekki aðgang þar sem að um "server" er að ræða. Því þurfti ég að finna einhverja skipun sem þessi wizard gaf og koma skipuninni í samt horf. Ég fór í Administrative Tools (Demon kom þar til), já og svo var leitað og leitað og leitað og...þið vitið...leitað.
Local Security settings fann ég, fór í Local Policies og síðast í Security options, já ekki alveg komið. Þar fann ég skipun sem heitir Network access:Do not allow anonymous enumeration of SAM accounts an...... og disablaði það....´já og viti menn,,,,vualla, málinu reddað.
Þegar tölvur eru tengdar saman með switch, router eða crossover kapli í win xp tekur það stundum nokkrar mínútur að finna nettengdar tölvur og óþolinmóðir menn eins og ég sjá þennan network setup wizard sem góða lausn, en svo er nú heldur betur ekki, en ef menn ansast í það, þá er amk komin lausnin hér.
Húrra fyrir mér, og Demon fær smá faðmlag líka, hehe.
Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af Demon »

Hehe jamm, ekkert mál...ég mundi að þetta væri þarna eitthverstaðar...bara nennti ekki að fara að leita hvar :P
En allavegana gott að þú komst þessu í lag :8)

bjornthor
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 16. Maí 2004 13:46
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af bjornthor »

Settu bara upp Windows 2000 server eða látu unix server, og þá er þetta svona pro :) Logga allir sig inná serverin og hver og einn user hefur svona sér heimasvæði. Og það er líka gaman að leika sér í því.
Björn Þór Karlsson - Bjornthor.com :)
Svara