Tölvan slekkur á sér ?
Tölvan slekkur á sér ?
Málið er það að þegar ég er að spila Dirt2 þá tekur hún uppá því að slökkva bara á sér.
Ég get kveikt strax á henni aftur og allt er eðlilegt.
Ég er búinn að lesa eitthvað um að þetta gæti verið hitavandamál, svo ég downloadaði einhverju sem heitir "Real Temp" og
samkvæmt því er hitinn að fara mest í 67°C. (ef ég er að gera þetta rétt)
Tölvan er nýuppsett svo það er ekkert ryk í henni og auðvitað nýtt kælikrem.
Hún virðist vera alveg í topp standi nema þegar ég spila Dirt2.
Þetta er frekar pirrandi þar sem þetta er eini leikurinn sem ég nenni að spila núna og þá er tölvan með stæla.
Hvað haldið þið? Og hvað ætti ég að athuga nánar?
CPU: E8400
RAM: 4Gb DDR3
Graphics: ATI Radeon HD 4800 Series
Windows 7 64bit
Ég veit ekki nafnið á kælingunni, en hún er stór og ætti að ráða við þetta.
Öll hjálp vel þegin.
Ég get kveikt strax á henni aftur og allt er eðlilegt.
Ég er búinn að lesa eitthvað um að þetta gæti verið hitavandamál, svo ég downloadaði einhverju sem heitir "Real Temp" og
samkvæmt því er hitinn að fara mest í 67°C. (ef ég er að gera þetta rétt)
Tölvan er nýuppsett svo það er ekkert ryk í henni og auðvitað nýtt kælikrem.
Hún virðist vera alveg í topp standi nema þegar ég spila Dirt2.
Þetta er frekar pirrandi þar sem þetta er eini leikurinn sem ég nenni að spila núna og þá er tölvan með stæla.
Hvað haldið þið? Og hvað ætti ég að athuga nánar?
CPU: E8400
RAM: 4Gb DDR3
Graphics: ATI Radeon HD 4800 Series
Windows 7 64bit
Ég veit ekki nafnið á kælingunni, en hún er stór og ætti að ráða við þetta.
Öll hjálp vel þegin.
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Gerist þetta bara þegar þú spilar þennan leik?
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Hvað er hitinn á skjákortinu?
Ég lenti í sama dæmi einu sinni með 8800 kortið mitt og þá var það bara ónýtt
Ég lenti í sama dæmi einu sinni með 8800 kortið mitt og þá var það bara ónýtt
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Já þetta gerist bara í þessum leik.
Ég veit ekki hitann á skjákortinu, hverju downloada ég til að sjá það?
Ég veit ekki hitann á skjákortinu, hverju downloada ég til að sjá það?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Sun 01. Nóv 2009 22:46
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
http://www.cpuid.com/softwares/hwmonitor.html" onclick="window.open(this.href);return false;Hoddikr skrifaði:Já þetta gerist bara í þessum leik.
Ég veit ekki hitann á skjákortinu, hverju downloada ég til að sjá það?
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Ertu búinn að prufa aðra grafík-þunga leiki? Getur t.d. notað MSI afterburner til að sjá hitann á skjákortinu.Hoddikr skrifaði:Já þetta gerist bara í þessum leik.
Ég veit ekki hitann á skjákortinu, hverju downloada ég til að sjá það?
http://event.msi.com/vga/afterburner/im ... tup210.zip" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Eftir smá tíma í leiknum leit þetta svona út
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Já sæll, skjákortið er nú aðeins yfir eðlilegum hitamörkum ég myndi líta inn í turninn og athuga hvort viftan sé ekki örugglega að snúast þegar hún er í gangi. Ertu nokkuð með kortið yfirklukkað?Hoddikr skrifaði:Eftir smá tíma í leiknum leit þetta svona út
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Nei það er ekkert yfirklukkað hjá mér, eftir aðeins meiri spilun er hitinn hærri
Var að kíkja inní kassann, og það er enginn vifta á skjákortinu bara fyrir CPU.
Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrr en nú. Ég er búinn að nota þessa tölvu lengi, en það var skipt um móðurborð og RAM fyrir stuttu.
Var að kíkja inní kassann, og það er enginn vifta á skjákortinu bara fyrir CPU.
Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrr en nú. Ég er búinn að nota þessa tölvu lengi, en það var skipt um móðurborð og RAM fyrir stuttu.
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Ráðlegg að þú fáir viftu fyrir skjákortið.Hoddikr skrifaði:Nei það er ekkert yfirklukkað hjá mér, eftir aðeins meiri spilun er hitinn hærri
Var að kíkja inní kassann, og það er enginn vifta á skjákortinu bara fyrir CPU.
Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrr en nú. Ég er búinn að nota þessa tölvu lengi, en það var skipt um móðurborð og RAM fyrir stuttu.
Re: Tölvan slekkur á sér ?
ok, ég redda viftu á skjákortið.
Er það ástæðan að hún drepur á sér þegar ég er að spila leikinn?
Hvað með hitan á CPU? Hann fer mest í 69°C. Er það í lagi?
Er það ástæðan að hún drepur á sér þegar ég er að spila leikinn?
Hvað með hitan á CPU? Hann fer mest í 69°C. Er það í lagi?
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Hitinn á örgjörvanum sleppur, mætti vera lægri en hitinn á kortinu to much. Nýtt hitaleiðandi krem gæti lagað bæði vandamálin hjá þér.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Það gæti verið lausn að setja heatsink með hitaleiðandi kremi, en hitaleiðandi krem eitt og sér efast ég um að geri nokkuð fyrir skjákortiðdaanielin skrifaði:Hitinn á örgjörvanum sleppur, mætti vera lægri en hitinn á kortinu to much. Nýtt hitaleiðandi krem gæti lagað bæði vandamálin hjá þér.
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Það er einmitt það, ég gæti svosem makað skjákortið í krem. en það gerir nú ekki mikið hehehereyndeer skrifaði:Það gæti verið lausn að setja heatsink með hitaleiðandi kremi, en hitaleiðandi krem eitt og sér efast ég um að geri nokkuð fyrir skjákortiðdaanielin skrifaði:Hitinn á örgjörvanum sleppur, mætti vera lægri en hitinn á kortinu to much. Nýtt hitaleiðandi krem gæti lagað bæði vandamálin hjá þér.
Ég græja viftu á skjákortið til að ná hitanum niður.
En eru menn sannfærðir um að það sé vandamálið og ástæðan fyrir því að hún drepur á sér?????
Eða er eitthvað annað sem er líka vandamál?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
ef þu finnur 4800 kort sem keyrir með engu heatsinki þa ert fjari fundvis! augljoslega a að setja kremið undir gamla heatsinkiðreyndeer skrifaði:Það gæti verið lausn að setja heatsink með hitaleiðandi kremi, en hitaleiðandi krem eitt og sér efast ég um að geri nokkuð fyrir skjákortiðdaanielin skrifaði:Hitinn á örgjörvanum sleppur, mætti vera lægri en hitinn á kortinu to much. Nýtt hitaleiðandi krem gæti lagað bæði vandamálin hjá þér.
Re: Tölvan slekkur á sér ?
einhver smá möguleiki að ef þú ert með lítinn og gamlan aflgjafa að hann sé ekki að ráða við álagið. hvernig aflgjafa ertu með ?
Ég myndi byrja á því að reyna að lækka hitann á skjákortinu niður í svona 70-80°
Ég myndi byrja á því að reyna að lækka hitann á skjákortinu niður í svona 70-80°
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
-
- has spoken...
- Póstar: 194
- Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Til að byrja með er þetta eina vitið. Skjákortið er að fara yfir 100°C, sem er alltof mikið, og einkennin geta verið akkúrat þessi. Skjákort og örgjörvar eru yfirleitt varin þannig í BIOSnum að þegar þau ná ákveðnum hitahápunkti slökkva þau á öllu systeminu án nokkurra viðvaranna.Hoddikr skrifaði:Það er einmitt það, ég gæti svosem makað skjákortið í krem. en það gerir nú ekki mikið hehehereyndeer skrifaði:Það gæti verið lausn að setja heatsink með hitaleiðandi kremi, en hitaleiðandi krem eitt og sér efast ég um að geri nokkuð fyrir skjákortiðdaanielin skrifaði:Hitinn á örgjörvanum sleppur, mætti vera lægri en hitinn á kortinu to much. Nýtt hitaleiðandi krem gæti lagað bæði vandamálin hjá þér.
Ég græja viftu á skjákortið til að ná hitanum niður.
En eru menn sannfærðir um að það sé vandamálið og ástæðan fyrir því að hún drepur á sér?????
Eða er eitthvað annað sem er líka vandamál?
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Er lélegt loftflæði í kassanum hjá þér? E8400 á 4ghz er yfirleitt 50-55c heitur í leik!
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Ég er með svona aflgjafa, hann er nú nokkur ára gamallmercury skrifaði:einhver smá möguleiki að ef þú ert með lítinn og gamlan aflgjafa að hann sé ekki að ráða við álagið. hvernig aflgjafa ertu með ?
Ég myndi byrja á því að reyna að lækka hitann á skjákortinu niður í svona 70-80°
http://www.amazon.com/Thermaltake-W0101 ... B000E86CXM" onclick="window.open(this.href);return false;
veit ekki með loftflæðið en hann er bara 3ghz hjá mér ef það skiptir málimundivalur skrifaði:Er lélegt loftflæði í kassanum hjá þér? E8400 á 4ghz er yfirleitt 50-55c heitur í leik!
-
- 1+1=10
- Póstar: 1141
- Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
- Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Ef það er engin kæling á skjákortinu þá verðuru bara að kaupa viftu til að setja á það myndi ég segja.
http://buy.is/product.php?id_product=9207595" onclick="window.open(this.href);return false; þessi passar.
http://buy.is/product.php?id_product=9207595" onclick="window.open(this.href);return false; þessi passar.
_______________________________________
Turn: HAF 932|I7 2600K @ 4.6ghz @ 1,380v |Asus P8p67|Radeon HD6950|Ripjaws X 1333mhz 1.5V|Corsair HX850W|Corsair FORCE 3 f60|Noctua NH-D14
Jaðartæki: CMStorm Sentinel Advance|BenQ G2420HDB 24''|Logitech Z623 - 2.1
Turn: HAF 932|I7 2600K @ 4.6ghz @ 1,380v |Asus P8p67|Radeon HD6950|Ripjaws X 1333mhz 1.5V|Corsair HX850W|Corsair FORCE 3 f60|Noctua NH-D14
Jaðartæki: CMStorm Sentinel Advance|BenQ G2420HDB 24''|Logitech Z623 - 2.1
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Loftfæði ss. viftur á kassanum,framan,ofan,hlið og aftan. Þú segir að það sé stór kæling á örgörvanum ,þá á ætti hann ekki að fara yfir 50c.,ath kælinguna og aukaloftflæði í kassann!
Hvernig turnkassi er þetta?
Hvernig turnkassi er þetta?
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Gæti verið hiti eða tölvan er ekki að fá nógu mikin Juice, hvernig aflgjafa ertu með?
EDIT: nvm sé það.
EDIT: nvm sé það.
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Já þarf að græja það, redda því fljótlegakjarribesti skrifaði:Ef það er engin kæling á skjákortinu þá verðuru bara að kaupa viftu til að setja á það myndi ég segja.
http://buy.is/product.php?id_product=9207595" onclick="window.open(this.href);return false; þessi passar.
Ég veit ekki hvað kassinn heitir en ég tók nokkrar myndirmundivalur skrifaði:Loftfæði ss. viftur á kassanum,framan,ofan,hlið og aftan. Þú segir að það sé stór kæling á örgörvanum ,þá á ætti hann ekki að fara yfir 50c.,ath kælinguna og aukaloftflæði í kassann!
Hvernig turnkassi er þetta?
Svo er þetta kælinginn á CPU og skjákortið
Og undir skjákortinu er ég með þráðlaust netkort, svo það er nú ekki pláss fyrir stóra viftu. Enn ég finn einhverja lausn á því.
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Þetta kallast sko lokaður kassi ,er eingin vifta að framan niðri?
Svo á að vera vifta fyrir aftan örgjörva kælinguna!
Ég mundi EKKI hafa hurðina á þessum kassa,fyrr en það er búið að bora hann út
Svo á að vera vifta fyrir aftan örgjörva kælinguna!
Ég mundi EKKI hafa hurðina á þessum kassa,fyrr en það er búið að bora hann út
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan slekkur á sér ?
Þar sem ég er ekki með ósvipað setup (viftulaust kort með álíka heatsink og nákvæmlega þessu heatsink á CPUinu, þá langar mig að mæla með því að þú setjir kassaviftu á opið bak við CPU heatsinkið (sem dregur loft út). Skjákortið mitt er heitara með kassann opinn, en lokaðann + kassaviftu. En þú nærð líka að lækka hitan verulega með því að smella einhverri viftu á skjákortheatsinkið, ég prófaði að setja stock CPU viftuna á það einusinni (passað merkilega vel) og idle hitinn fór niður um 20°C, load hitinn 30°C.