Hvaða leik annan en Cs, DoD, er verið að spilla hérna mikið innanlands ? Mar er kominn með þvílíkt leið á cs, hafiði einhverjar hugmyndir? Póstið þeim, einnig ef þið vitið um einhver ísl. server fyrir leikinn ;D
Battlefeild svo eru nokkrir aðrir leikir sem deyja út vegna þess að CS og Q3 algjörlega dominating og flestir spilarar gefa ekki fleiri leikjum séns. Leikir eins og UT2003, wolfenstein, medal of honour þessir leikir eru engan vegin að meika það á íslandi. Íslendingar eru bara einhvað svo íhaldssamir. Ég er sjálfur í UT2003 og smá í q3 og ég ætla ekki að gefast upp á UT2003. Svo eru það allir þessir Rpg leikir ég veit hinsvegar ekkert um þá.
Castrate skrifaði:Battlefeild svo eru nokkrir aðrir leikir sem deyja út vegna þess að CS og Q3 algjörlega dominating og flestir spilarar gefa ekki fleiri leikjum séns. Leikir eins og UT2003, wolfenstein, medal of honour þessir leikir eru engan vegin að meika það á íslandi. Íslendingar eru bara einhvað svo íhaldssamir. Ég er sjálfur í UT2003 og smá í q3 og ég ætla ekki að gefast upp á UT2003. Svo eru það allir þessir Rpg leikir ég veit hinsvegar ekkert um þá.
já það er soldið um að Everquest sé spilaður hérna, þótt það sé eigninn íslenskur server en það er eða var íslenskur server fyrir NeverWinter Nights. Svo eru einn leikur sem er líka bara með erlendum serverum Motor City Online.
Einnig er Eve-online soldið spilaður þótt hann sé enn í betu
Urban Terror er mikið spilaður á vinnustöðum og erlendum serverum, en því miður er enginn íslenskur server til.
Mjög aktífur hópur er á bak við þetta mod og ávallt er verið að bæta við leikinn sem er í dag orðinn meiriháttar.
Líst frekar vel á þennan Urban Terror , ætla að grafa q3 uppúr skúffu, dl updateunum og svona....er ekki málið að bara Allir sem spilla þennan leik hittist einvhern tíman og við verðum búnir ða redda server eða eitthvað ?
hurru..er kominn með urban terror...en stundum þá er tölvan eitthvað leiðinlega og vill ekki fara í hann... hvernig væri að við hittumst bara einhver tíman á #Vaktin.is eða eitthvað á ircnet.is og finndum tíma og einn af okkur meikaði server ?
jæja...bara hvað segiði um næsta laugardag...klukkan 5 ? og þá verðum við búnir að láta þessa Admin hér búa til þráð um þennan leik og einhver á öfluggri tengingu hostar fyrir okkur ?!?!?!
Sjáum til hvernig þið fílið Urban Terror og hvort einhverjar líkur séu á því að hann verði vinsæll, þá stofnum við fyrir ykkur þráð og jafnvel keyrum server í nánustu framtíð. =)
Ég þarf fyrst að láta owna mig í honum til þess að geta dæmt hann......
Annars er nú varla þörf á nýjum þráð, eitthvað verða menn nú að tala um í "Leikjasalurinn"
kiddi skrifaði:Sjáum til hvernig þið fílið Urban Terror og hvort einhverjar líkur séu á því að hann verði vinsæll, þá stofnum við fyrir ykkur þráð og jafnvel keyrum server í nánustu framtíð. =)
Það er ekki bara ég, við erum fimm sæmilega duglegir nördar, ég, Guðjón, Jakob, kemiztry & Dári. Ég er annars ekki að lofa neinu, bara að gefa í skyn að við erum opnir fyrir nýjungum og munum reyna að spæsa upp tölvulífið hérna