T.d. eiga keppendur að búa til forrit sem les inn meðalregn í hverjum mánuði. Forritið birtir hvert meðalregnið er yfir árið og í hvaða mánuði er mest regn og í hvaða mánuði er minnst regn.
Einnig eiga nemendur að búa til forrit sem reikna á fermetrafjölda herbergis. Forritið spyr um lengd og breidd herbergis í metrum, en forritið svarar hver fermetrafjöldinn er.
Þá eiga keppendur að búa til forrit sem skráir niður árangur keppenda í hástökki, þar sem tekið er tilliti til þess hvort hástökkvararnir fara yfir í fyrstu, annarri eða þriðju tilraun eða alls ekki.
Last edited by Sallarólegur on Lau 26. Mar 2011 12:56, edited 1 time in total.
Flækjustigið skiptir engu, úrlausnin er til dóms. Þetta er líka framhaldsskólakeppni svo það er ekki víst að allir þar hafi kynnt sér helstu algóriþma og bestunaraðferðir #buzzwordtalk
Hefur alltaf verið svona a.m.k í alpha deildinni, sem er auðveldari. Annars snýst þetta líka mikið um hvernig lausnin er skrifuð eins og hefur komið fram.
hagur skrifaði:Hefur alltaf verið svona a.m.k í alpha deildinni, sem er auðveldari. Annars snýst þetta líka mikið um hvernig lausnin er skrifuð eins og hefur komið fram.
Ég tók nú þátt í Delta keppninni fyrir nokkrum árum, og minnir mig að þessi verkefni hafi verið talsvert flóknari. Vann sjálfur ekki til verðlauna í forritunarhlutanum en vann lógó keppnina
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
haha, ég tók þátt í fyrstu keppninni sem var haldin, þá var bara eitt erfiðleikastig í keppninni og verkefnin voru svipuð og þetta, svo árið á eftir þá tók ég þátt aftur og þá var búið að skipta þessu í tvennt og núna sé ég að það er búið að skipta þessu enn frekar niður sem er bara fínt. Fólk hefur misjafna reynslu af forritun og leiðinlegt að útiloka þá sem eru nýbyrjaðir við að keppa með að hafa alltof erfið verkefni.
Atvinnunörd - Part of the 2% > FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Það eru í kringum 20 dæmi í stighækkandi erfiðleika sem á að leysa í kapp við tímann. Dæmin sem þú vitnaðir í eru fyrstu dæmin sem flestir klára mjög fljótt. Fyrir þá sem hafa áhuga á að spreyta sig þá má finna öll verkefnin hérna.