Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sucre
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mán 25. Okt 2010 19:46
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af Sucre »

Ég keypti mér nýjan Turn og fékk hann 23 des frá Tölvutek, tveimur dögum seinna byrjaði tölvan á því að bluescreena og gerðist það 3 sinnum í röð aldrei sami errorinn og ég fór með tölvuna til þeirra næsta dag sem var opið hjá þeim þá var skipt um vinnsluminni.Eftir þetta gekk tölvan vel í 2 vikur sirka svo aftur það sama þá var skipt um móðurborð,eftir 1 viku gerðist þetta aftur þá var aftur skipt um vinnsluminni og látið aðrategund því þeir héldu að þessi tegund minnis væri ekki ða virka vel með þessu móðurborði.núna er tölvan búin að ganga í sirka mánuð og í gær bluescreenaði hún aftur en bara einu sinni ekki þrisvar eins og öll hin skiptin og ég fór með tölvuna enn einu sinni niðrí verslunina orðin vel pirraður á þessu og bað um að fá að skila henni bara og fá innleggs nótu og velja nýja íhluti og þeri sögðust ætla að skoða tölvuna allavega fyrst. en þeri eru búnir að fá þrjár tilraunir til að laga þetta vandamál og ekki hefur það tekist svo á ég rétt á að fá að skila henni inn og fá endurgreitt eða innleggsnótu ?

vona að einhver nenni að lesa þetta :sleezyjoe

kveðja einn pirraður á að þurfa að vera í laptop og komast ekki í crysis 2 :dontpressthatbutton

*edit* sjá undirskrift til að sjá hlutina sem eru í tölvuni
i7 2600k | Gigabyte P67A-UD4 | Mushkin 4x4 GB DDR3 @ 1333 MHz | Gigabyte 970GTX| HDD 5.75 TB | SSD Mushkin 250gb | W10
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af Daz »

Ef ég hefði farið með mínar tölvur í viðgerð í hvert sinn sem kom upp bluescreen :crazy :crazy :shock:

En annars, þeir hafa líklega rétt til að reyna að lagfæra bilunina og það er ekki víst að þetta sé ávalt sama bilunin.

Jonsk
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 08. Sep 2009 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af Jonsk »

Þegar þú kaupir eitthvað sem neytandi (eins og í þessu tilviki) þá átt þú rétt á því að það sé í lagi og sé eins og þú mátt búast við eins og sjá má í 15 og 16 gr. neytendakaupalaga (http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html). Ef hlutur sem þú kaupir er gallaður þá átt þú rétt á að beita nokkrum úrræðum sem eru í 26 gr. sömu laga. Aðallega getur þú krafist úrbóta (viðgerðar í þessu tilviki) eða nýrrar afhendingar (s.s. að fá nýja sambærilega tölvu). Þú getur líka krafist afsláttar ef þú kýst svo.
Það á samt að líta til þess hver kostnaðurinn er fyrir söluaðilann hvað varðar úrbætur eða nýja afhendingu, þ.e. ef ný afhending eru dýrari fyrir söluaðilann heldur en viðgerð þá má hann gera við vélina.
í 2. mgr. 30. gr. neytendakaupalaga (linkurinn hér að ofan) þá er tekið alveg skýrt fram að söluaðilinn á ekki rétt á að gera við söluhlut oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Í þínu tilfelli þá eru þeir búnir að fá tækifæri það oft til að gera við tölvuna að þú getur krafist þess að fá nýja sambærilega tölvu eða krafist endurgreiðslu.

Ekki láta þá komast upp með neitt múður! :8)
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af Klemmi »

Ef upprunalega minnið var bilað og stýrikerfið var sett upp með því minni, þá getur verið að kerfisskrár hafi ekki afritast rétt/verið útbúnar rétt sem getur valdið blue-screeni og leiðindum þrátt fyrir að búið sé að skipta um vinnsluminni.

Annars áttu líkt og búið er að benda á rétt á að fá tölvuna endurgreidda ef þú hefur ítrekað komið með hana í viðgerð og vandamálið hefur ekki lagast. Fer eftir því hvernig mér finndist verzlunin hafa brugðist við vandamálinu að hverju sinni hvort ég myndi sjálfur fara út í það eða gefa þeim einn séns enn til að redda málinu með þeim skilyrðum að næst myndi ég bara fá nýjan og jafn vel betri búnað ef vandamálið heldur áfram :oops:
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
Sucre
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mán 25. Okt 2010 19:46
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af Sucre »

jæja fékk svar frá þeim og þeir ætla að skipta um örgjörva,móðurborð og minni og ég bað þá um að breyta í sandybridge örgjörva 2600k og þá móðurborð og minni fyrir það og þeir borga mismuninn og allt á flýtimeðferð þannig vona að þetta gangi allt vel takk fyrir svörin.
i7 2600k | Gigabyte P67A-UD4 | Mushkin 4x4 GB DDR3 @ 1333 MHz | Gigabyte 970GTX| HDD 5.75 TB | SSD Mushkin 250gb | W10
Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af snaeji »

Já sæll það væri þá í fyrsta sinn sem ég heyri jákvæðann hlut af því fyrirtæki.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig virkar ábyrgð hjá tölvufyrirtækjum?

Póstur af braudrist »

Þeir hafa örugglega lesið þennan þráð og pissað á sig.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Svara