Forrit/síða til að læra ensku
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Staða: Ótengdur
Forrit/síða til að læra ensku
Var að pæla hvort einhver geti bent mér á góða síðu/forrit eða bók til að læra ensku. Á erfitt með að lesa enska texta á netinu og horfa á bíómyndir og þá sérstaklega að skilja talaða ensku. Get skilið bíómyndir smá ef það er enskur texti, en ekki nógu mikið ef einhver veit um einhvað sniðugt sem hefur t.d virkað fyrir þig má hann endilega pósta því hérna Er búin að reyna fara eftir þessu http://is.wikibooks.org/wiki/Enska/L%C3 ... /Inngangur" onclick="window.open(this.href);return false; en það er virkar bara smá partur af þessu.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Hvað ertu gamall/gömul?
Maður lærir á því að "æfa sig". Í þessu tilfelli myndi það vera að hlusta mikið á ensku og lesa mikið af ensku. Ef þú notar vafrann til að lesa þá mæli ég með að nota Chrome og Google Dictionary viðbótina sem gerir manni kleift að fá þýðingu á orði í texta með því að tvísmella á það. Algjör snilld.
Maður lærir á því að "æfa sig". Í þessu tilfelli myndi það vera að hlusta mikið á ensku og lesa mikið af ensku. Ef þú notar vafrann til að lesa þá mæli ég með að nota Chrome og Google Dictionary viðbótina sem gerir manni kleift að fá þýðingu á orði í texta með því að tvísmella á það. Algjör snilld.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Finnst ég nú hafa lært lang mest á því að horfa á enskar bíómyndir með enskum texta (ekki íslenskum).
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ég er 22 ára er einmitt mikið búin að vera horfa á myndir með enskum texta en hef ekki lært nógu mikið af því, en þetta er snilldar forrit vissi ekki af þessu
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ok. Ég myndi segja að það að horfa bara á nógu mikið af kvikmyndum/þáttum á ensku og að vera duglegur að reyna að lesa texta á ensku. Þú ert væntanlega búinn með allt þetta enskudót í grunnskóla/framhaldsskóla svo að þú þarft ekki þessi grunnatriði. Enska er 90%+ orðaforðinn...
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
http://www.youtube.com/watch?v=VSGqnzK7xYg" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég lærði ensku með hjálp þessa forrits á sínum tíma, mæli með því þó að það sé orðið svolítið gamaldags.
Ég lærði ensku með hjálp þessa forrits á sínum tíma, mæli með því þó að það sé orðið svolítið gamaldags.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Horfa á fréttir, kvikmyndir og þætti með ensku tali (texti gæti hjálpað) og lesa erlendar fréttasíður t.d.
Án þess að blása í minn eigin lúður þá get ég sagt að ég hef frá því ég var lítill alltaf verið góður í ensku bæði í töluðu máli og lesskilningi. Enskuna lærði ég 99% á því að horfa á Cartoon Network, SkySports, SkyNews. EuroSport og fleiri stöðvar á gamla kapalkerfinu og síðan með því að lesa alvöru bækur á ensku þegar Cartoon Network fór að verða leiðinleg
Án þess að blása í minn eigin lúður þá get ég sagt að ég hef frá því ég var lítill alltaf verið góður í ensku bæði í töluðu máli og lesskilningi. Enskuna lærði ég 99% á því að horfa á Cartoon Network, SkySports, SkyNews. EuroSport og fleiri stöðvar á gamla kapalkerfinu og síðan með því að lesa alvöru bækur á ensku þegar Cartoon Network fór að verða leiðinleg
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Cartoon Network verður ekki leiðinlegt! Annars byrjaði ég líka að læra ensku þar og hefur það svo sannarlega skilað sér! Hver segir að sjónvarp sé ekki hollt fyrir manncoldcut skrifaði:Horfa á fréttir, kvikmyndir og þætti með ensku tali (texti gæti hjálpað) og lesa erlendar fréttasíður t.d.
Án þess að blása í minn eigin lúður þá get ég sagt að ég hef frá því ég var lítill alltaf verið góður í ensku bæði í töluðu máli og lesskilningi. Enskuna lærði ég 99% á því að horfa á Cartoon Network, SkySports, SkyNews. EuroSport og fleiri stöðvar á gamla kapalkerfinu og síðan með því að lesa alvöru bækur á ensku þegar Cartoon Network fór að verða leiðinleg
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2334
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
x2coldcut skrifaði:Horfa á fréttir, kvikmyndir og þætti með ensku tali (texti gæti hjálpað) og lesa erlendar fréttasíður t.d.
Án þess að blása í minn eigin lúður þá get ég sagt að ég hef frá því ég var lítill alltaf verið góður í ensku bæði í töluðu máli og lesskilningi. Enskuna lærði ég 99% á því að horfa á Cartoon Network, SkySports, SkyNews. EuroSport og fleiri stöðvar á gamla kapalkerfinu og síðan með því að lesa alvöru bækur á ensku þegar Cartoon Network fór að verða leiðinleg
Ég var farinn að tala ensku upp úr svefni 7 ára (ekki mín heimild )
Ég þakka Scooby Doo, Ducktales og öllu öðru sem kom úr viðarsjónvarpinu fyrir! :beer
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Nýja cartoon network er alveg ömurleg.... Cartoon network boomerang er virkilega fín, með klassísku teiknimyndunum sem maður kannast viðJohnnyX skrifaði: Cartoon Network verður ekki leiðinlegt! Annars byrjaði ég líka að læra ensku þar og hefur það svo sannarlega skilað sér! Hver segir að sjónvarp sé ekki hollt fyrir mann
Og svo er Adult Swim (sem er jú í eigu cartoon network manna) náttúrulega æðisleg líka
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Cartoon Network síðustu ár er orðin leiðinleg! Gamla góða var snilld...Roadrunner, Tom&Jerry, Dexter's Laboratory o.s.frv.JohnnyX skrifaði:Cartoon Network verður ekki leiðinlegt! Annars byrjaði ég líka að læra ensku þar og hefur það svo sannarlega skilað sér! Hver segir að sjónvarp sé ekki hollt fyrir mann
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ég hef lært ensku bara í skóla/tölvu/sjónvarpi. Samt á ég félaga sem er jafn gamall mér, kann ensku betur en ég en neitar einfaldlega að gera enskuverkefni í skóla en lærir enskuna sína á miklu sjónvarps og þáttaglápi.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Það er alltaf hætta á því að verða lélegur í öðrum þáttum ensku (t.d. málfræði, stafsetningu etc.) ef þú neitar að vinna verkefni og horfir bara á sjónvarp...ViktorS skrifaði:Ég hef lært ensku bara í skóla/tölvu/sjónvarpi. Samt á ég félaga sem er jafn gamall mér, kann ensku betur en ég en neitar einfaldlega að gera enskuverkefni í skóla en lærir enskuna sína á miklu sjónvarps og þáttaglápi.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
BBC er með ágætis enskukennslu! Hlustar og lest textann...
http://www.bbc.co.uk/worldservice/learningenglish/" onclick="window.open(this.href);return false;
Good luck
http://www.bbc.co.uk/worldservice/learningenglish/" onclick="window.open(this.href);return false;
Good luck
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ég er frekar góður í ensku og rek ég það til mikils áhorfs á sjónvarp.
Hinsvegar er ég ömurlegur í þýsku og hef reynt að nota sömu aðferð á það án árángurs.
Var líka lélegur í dönsku en um leið og ég fór til Danmerkur náði ég að hækka einkunnina mína um rúmlega 2 og þegar ég fór aftur hækkaði hún um 2 í viðbót. Fór úr 4 í 8.
Held að vandamálið mitt sé að ég þurfi að upplifa tungumálið í raunnotkun til þess að ég læri það. Mæli þá með að kíkja til London yfir helgi eða eitthvað og þvinga sig til að redda sér á enskunni allt sem þú ferð, gætir lært eitthvað á því.
Geri mér líka alveg grein fyrir að það eru ódýrari leiðir til að læra tungumál en þessi
Hinsvegar er ég ömurlegur í þýsku og hef reynt að nota sömu aðferð á það án árángurs.
Var líka lélegur í dönsku en um leið og ég fór til Danmerkur náði ég að hækka einkunnina mína um rúmlega 2 og þegar ég fór aftur hækkaði hún um 2 í viðbót. Fór úr 4 í 8.
Held að vandamálið mitt sé að ég þurfi að upplifa tungumálið í raunnotkun til þess að ég læri það. Mæli þá með að kíkja til London yfir helgi eða eitthvað og þvinga sig til að redda sér á enskunni allt sem þú ferð, gætir lært eitthvað á því.
Geri mér líka alveg grein fyrir að það eru ódýrari leiðir til að læra tungumál en þessi
-
- spjallið.is
- Póstar: 498
- Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
- Staðsetning: 6° norðar en helvíti
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ætli það sé ekki eitthvað svona http://www.rosettastone.co.uk/learn-english-american" onclick="window.open(this.href);return false; - sem þú ert að leita þér að?
ég ætla að prófa þetta með spænsku
ég ætla að prófa þetta með spænsku
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Sjitt hvað þetta er dýrt...ferð til Lundúna kostar ekkert mikið meirafannar82 skrifaði:Ætli það sé ekki eitthvað svona http://www.rosettastone.co.uk/learn-english-american" onclick="window.open(this.href);return false; - sem þú ert að leita þér að?
ég ætla að prófa þetta með spænsku
En aldrei mundi ég læra "american-english", miklu fallegra og skemmtilegra mál talað á Bretlandseyjum en nokkurn tímann í BNA.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Ég lærði mína ensku mest þegar ég var í 3.-5. bekk. Spilandi Crash bandicoot og alla þessa gömlu góðu með frænda mínum sem var 1 ári eldri en ég og var snillingur í ensku. Ef ég skildi ekki eitthvað þá spurði ég hann og hægt og rólega var ég kominn á gott ról
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- spjallið.is
- Póstar: 498
- Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
- Staðsetning: 6° norðar en helvíti
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
coldcut skrifaði:Sjitt hvað þetta er dýrt...ferð til Lundúna kostar ekkert mikið meirafannar82 skrifaði:Ætli það sé ekki eitthvað svona http://www.rosettastone.co.uk/learn-english-american" onclick="window.open(this.href);return false; - sem þú ert að leita þér að?
ég ætla að prófa þetta með spænsku
En aldrei mundi ég læra "american-english", miklu fallegra og skemmtilegra mál talað á Bretlandseyjum en nokkurn tímann í BNA.
já þetta er helvítans dýrt en ætla að skella mér á "grátt" svæði og benda mönnum á to***nt og kaupa svo bara pakkann ef að þú heldur að þetta eigi eftir að hjálpa þér að læra tungumálið.
[b](\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob![/b]
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Rosetta Stone er mjög gott forrit, hef lært smá í Spænsku með því. Mæli klárlega með því.fannar82 skrifaði:Ætli það sé ekki eitthvað svona http://www.rosettastone.co.uk/learn-english-american" onclick="window.open(this.href);return false; - sem þú ert að leita þér að?
ég ætla að prófa þetta með spænsku
Bætt við!
Sjálfur lærði ég Ensku í skóla, byrjaði að ég held 12 ára í barnaskóla og tók stúdent 20 ára í Menntaskóla og er það grunnurinn að allri minni enskukunnáttu. Bíómyndir og Sjónvarp hjálpa til en ég mæli með að þú byrja á því að fara á td. bókasafn og spurja um einfaldar enskubækur því þú sért að reyna að læra ensku. Svo má fara í erfiðari bækur með tímanum.
Svo getur þú farið All In og flutt til td Bretlands og reynt að finna þér vinnu og komast betur inn í málið.
Sjálfur lærði ég td Sænsku með því að fá mér vinnu á Bar í norður Svíþjóð og samdi ég við eigandan að enginn mætti tala við mig ensku nema um algjört neyðartilvik væri að ræða. Það hjálpaði mér mjög mikið í Sænskunni. Einnig að lesa dagblöð, skoða textavarpið og hafa Sænskan texta á öllu sem ég horfði á.
Last edited by einarhr on Þri 01. Mar 2011 14:41, edited 1 time in total.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Forrit/síða til að læra ensku
svo er líka gott að lesa síður sem fjalla um áhugamálið þitt á ensku, og ef þú ert byrjandi, að downloada t.d. andrés blöðum á ensku
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Takk fyrir allar ábendingarnar, já ég vildi að ég hefði horft á cartoon network meira þegar ég var lítill. Og já ég er búin með alla ensku áfanga í grunsskóla plús ensku 102,202 og 222, veit ekki hvernig í fjandanum mér tókst að ná í gegnum þá.
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Horfðu á fullt af enskum/amerískum bíomyndum eða þáttum með enskum texta og skoðaðu mikið af vefsíðum á ensku. Þetta sýjast smátt og smátt inn. Ég lærði reyndar ensku á sínum tíma með því að horfa MIKIÐ á Cartoon Network og Simpsons og hef alltaf verið nokkuð góður í ensku.
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Er að pæla í að byrja á þessu http://tungumal.is/?flokkur=1" onclick="window.open(this.href);return false; hefur enhver reynslu af þessu? Þetta er dýrt en gæti verið þess virði ef þetta virkar.
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 141
- Skráði sig: Fim 03. Des 2009 18:50
- Staða: Ótengdur
Re: Forrit/síða til að læra ensku
Enginn sem hefur prófað þetta?