Er með hálfgerða ábendingu!
Hef verið að velta fyrir mér hörðu diskunum og þá sérstaklega af hverju framleiðendur auglýsa t.d. diska 160GB en fólk fái svo ekki nema 149GB út úr þeim. Ein af ástæðunum fyrir þessu hef ég heyrt sé sú að Windows formatti ekki diskinn nema upp að 130GB!
Til þess að ná sem mestu út úr diskunum er oft bent á data lifeguard hjá Western digital og fleiri álíka tól.
Mig langaði að vita hvort þið hafið heyrt af þessu og ef svo er, hvaða sambærileg tólk séu þá til boða fyrir Toshiba, Samsung og Seagate?
