Spurningar um fartölvur.

Svara

Höfundur
Kazaxu
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 14. Jún 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Spurningar um fartölvur.

Póstur af Kazaxu »

Sælir/ar,

ég er búinn að vera velt því fyrir mér hvort það se einhvað vit í því að fá ser fartölvu.

Eru fartölvur allveg eins mikið rusl og var herna fyrir 5-6 árum? Er með sjúkann leikjaturn(kostaði 340 þús, keypt einhverntímann enda okt í fyrra) en því miður er ég sjaldan heima og oft hjá felaga mínum þar sem við erum að spila tölvuleiki, er að nota gömlu tölvunna hans. Þannig er að spá hvort það væri einhvað vit í því að skifta út þessum kassa fyrir nýja/nýlega fartölvu t.d Alienware eða einhvað svipað sem ræður við alla nýju leikinna, helst með 17" skjá allavega. Og ef það sé einhvað vit í þessu, hvað eru þessar fartölvur að endast lengi og hvernig er ábyrgðin á þeim?

Kv. Kazaxu.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af SolidFeather »

Myndi frekar mæla með því að fá þér litla og netta Shuttle vél, þá er möguleiki fyrir þig að uppfæra GPU og þessháttar.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af AntiTrust »

Fartölvur voru ekki allar rusl fyrir 5-6 árum, ekkert frekar en í dag. Þú hefur greinilega reynslu af ruslinu ;)

Annars get ég seint mælt með 17" 'far'tölvu, en ef leikjaspilun er það eina sem þú ert að eltast við þá gæti það svosem ágætis lausn fyrir þig. Verður samt að átta þig á því að þá yrðiru að eyða 2-300k í lappa ef þú ætlaðir að fá e-rja mulningsvél, og það er mjög takmarkaðir uppfærslumöguleikar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af topas »

Mín skoðun:

Fartölvur henta ekki sem leikjavélar, Berðu saman kælingu í góðri leikjavél og góðri fartölvu. Þótt fartölvurnar séu öflugar þá eru þær yfirleitt að baka hardware-ið við leikjaspilun.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af dori »

Ef þú ert yfirleitt hjá honum af hverju ferðu þá ekki bara með tölvuna þína til hans? Endalaust LAN partí! Færð þér svo netta fartölvu í annað sem þú þarft að gera.

Mín $0.02: Hafðu mulningsvélina þína þar sem þú ert að spila leiki (allt í lagi að færa ef þú ert að fara að vera mikið á einhverjum stað t.d. yfir helgi). Hafðu netta fartölvu sem þú nennir að nota í allt annað en sjúka leikjaspilun.

Höfundur
Kazaxu
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 14. Jún 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af Kazaxu »

Tölvan mín rétt kemst í bílinn minn og er þyngri en 19" túbuskjár, þannig get ekki verið að ferðast neitt mikið með hana. Og mer vantar helst góða tölvu á báðum stöðum, þessvegna datt mer í hug fartölva.
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af GullMoli »

Kassinn hjá mér tómur er um 17kg :lol: Það kemur ekki í veg fyrir að ég druslist með kvikindið hingað og þangað :D
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Höfundur
Kazaxu
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 14. Jún 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af Kazaxu »

GullMoli skrifaði:Kassinn hjá mér tómur er um 17kg :lol: Það kemur ekki í veg fyrir að ég druslist með kvikindið hingað og þangað :D
Tja, veit ekki með þig en mer þykir aðeins meira vænt um tölvuna en það, og það fer bara illa með bakið á mer að koma tölvunni minni í aftursætið, er á 2 dyra bíl og ekkert rúmgóður afturí. Og tölvan kemst ekki í frammstætið.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af dori »

Kazaxu skrifaði:
GullMoli skrifaði:Kassinn hjá mér tómur er um 17kg :lol: Það kemur ekki í veg fyrir að ég druslist með kvikindið hingað og þangað :D
Tja, veit ekki með þig en mer þykir aðeins meira vænt um tölvuna en það, og það fer bara illa með bakið á mer að koma tölvunni minni í aftursætið, er á 2 dyra bíl og ekkert rúmgóður afturí. Og tölvan kemst ekki í frammstætið.
Strákar mínir, þið eruð í ruglinu! Stáluð þið hugmyndinni hans biturk og steyptuð ykkar kassa úr sementi? :s

Annars fer það ekki svo illa með tölvu að ferðast með hana, gott að opna hana þegar hún er komin á áfangastað og ath. hvort ekki sé allt tryggilega fast ennþá áður en þú ræsir hana en það er allt. Annað mál með bakið þitt... En ef það tekur svo mikið í að ferðast með tölvuna þá er eitthvað skrýtið í gangi :o Nýr kassi gæti leyst öll þín vandamál. Það er mun ódýrara en 17" alienware skrímsli sem ræður við einhverja leiki.

Höfundur
Kazaxu
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 14. Jún 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af Kazaxu »

Ég hefði bara haldið það að það væri mikið auðveldari lausn að vera með fartölvu en turn ef maður ætlaði að ferðast einhvað mikið með hana. En málið með að fá minni turn, veit ekkert hvort það myndi virkilega leysa vandamálið. Því ég myndi þurfa að bera tölvuna upp á aðra hæð hvert skiftið sem ég myndi fara með hana.

En þetta er ekki spurning um að kaupa ser minni turn, er að spyrja hvort það se einhvað vit í því að spila leiki á fartölvum, t.d alienware eða jafnvel einhvað annað. Og hvort það se góð ábyrgð á þessu og að þetta endist allveg ágætlega.

Ég veit það að borðtölvur eru lang bestar en eru þær allataf lausnin?
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um fartölvur.

Póstur af dori »

Kazaxu skrifaði:Ég hefði bara haldið það að það væri mikið auðveldari lausn að vera með fartölvu en turn ef maður ætlaði að ferðast einhvað mikið með hana. En málið með að fá minni turn, veit ekkert hvort það myndi virkilega leysa vandamálið. Því ég myndi þurfa að bera tölvuna upp á aðra hæð hvert skiftið sem ég myndi fara með hana.

En þetta er ekki spurning um að kaupa ser minni turn, er að spyrja hvort það se einhvað vit í því að spila leiki á fartölvum, t.d alienware eða jafnvel einhvað annað. Og hvort það se góð ábyrgð á þessu og að þetta endist allveg ágætlega.

Ég veit það að borðtölvur eru lang bestar en eru þær allataf lausnin?
Borðtölvur eru algjörlega ekki alltaf lausnin. Það er ekki til neitt sem er alltaf lausnin. En skoðaðu hvað þú ert að gera. Ertu í tölvuleikjum heima hjá þér annan hvern dag og svo hjá vini þínum "hinn hvern dag"? Ég get ekki svarað neinum spurningum um hvernig þú notar tölvuna þína. Hversu mikið notarðu t.d. tölvu/fartölvu ekki til að spila tölvuleiki? Hvaða tölvuleiki ertu að spila og hvaða gæði þarftu að hafa á þeim?

Leikjafartölvur geta vissulega verið hentugar en þú þarft í rauninni að spurja þig hvort þú sért virkilega svo mikið að færa þig til að spila leiki til að það sé þess virði. Þú ert nefnilega að borga rosalega mikið fyrir þetta "far". Þó svo að tölvan sé með vélbúnað sem "heitir það sama" (nema með M, s.s. sömu númer) þá eru mobile útgáfurnar oft kraftminni. 2.5" harðir diskar eru hægari en 3.5" (ssd er auðvitað alltaf betra og fittar náttúrulega í fartölvur) og svo ertu auðvitað fastur með einhvern skjá/lyklaborð sem er boðið uppá á tölvunni. Þar sem þú ert samt að fara að nota hana (samkvæmt því sem mér skilst) sem LAN tölvu eiga þessir tveir síðustu ekki við.

Það sem ég er að biðja þig um að gera er að skoða þetta vel. Ég hef séð bekkjarfélaga hugsa svona og kaupa combo leikja/skóla fartölvu (17" skrímsli) og það endaði þannig að hann nennti ekkert rosalega oft að koma með hana í skólann (hmm... þetta er kannski lausn til að missa sig ekki í tölvunni :o).

Allavega. Til að svara spurningunni þinni þá eru náttúrulega öll raftæki seld á Íslandi með 2ja ára ábyrgð þannig að ef þú kaupir hana heima er hún með svoleiðis. Ef þú kaupir hana úti í USA er hún með eins árs ábyrgð. Hugsanlega er hægt að fá viðbótarábyrgð. Sérstaklega á fínu merkin (Alienware)... Ég veit ekkert um hvernig þetta er að endast, þú hefur væntanlega séð að ég hef svolítið lágt álit á svona dóti :)
Svara