Ég er byrjaður að hallast mikið að AMD64. Verður sweet þegar fleiri stýrikerfi, forrit og leikir styðja 64 bita tæknina, þá verður maður tilbúinn fyrir það.
Ég var að heyra að leikjaframleiðendur séu hæst ánægðir með AMD64 örrana og margir þeirra eru farnir að hanna leiki sérstaklega með þá í huga, það verða allavega 64bita útgáfur af Far Cry og UT2004, fleiri eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Hvort sem er eru AMD64 örrarnir líka bestu 32bita örrarnir þegar kemur að leikjum.
wICE_man þetta getur hljómað dálítið villandi hjá þér : gerðir sérstaklega með AMD64 í huga... meiri hlutin af kóðanum í leikjunum er gerður fyrir 32bit örgjörva þótt það séu örfáar 64bit viðbætur. Eini stóri 64bit leikurinn sem ég hef heyrt um í vinnslu algjörlega 64bit er næsta unreal vél.
IceCaveman skrifaði:wICE_man þetta getur hljómað dálítið villandi hjá þér : gerðir sérstaklega með AMD64 í huga... meiri hlutin af kóðanum í leikjunum er gerður fyrir 32bit örgjörva þótt það séu örfáar 64bit viðbætur. Eini stóri 64bit leikurinn sem ég hef heyrt um í vinnslu algjörlega 64bit er næsta unreal vél.
Ef fyrirtæki eru að hanna leiki sérstaklega fyrir AMD64 þá eru þeir að setja inn í þá 64 bita notkunarmöguleika, ekki að skrifa leiki fyrir 64 bita örgjörva eingöngu. Það yrði aldrei samþykkta af útgefandanum... Það væri eins og að framleiða mynd í Hollywood þar sem aðeins væri töluð sænska og enginn texti fylgdi með
Ég tók svona til orða, rétt eins og flest rendering og encoding forrit voru á tímabili gerð sérstaklega með P4 í huga, þ.e. SSE2 viðbætur, þessi forrit keyrast samt á örgjörvum án SSE2 stuðnings, bara hægar.
Bendill þú getur sent Tim e-mail og spurt hann að þessu, hann sagði að þeir væru að gera leik eingöngu með 64bit í huga og á vélin að vera tilbúin uppúr 2005. Getur séð öruglega smá video fljótandi á netinu úr vélinni, þar keyrðu þeir á dual opteron.
Þeir gefa það sennilegast út líka fyrir xbox2 þar sem Microsoft samdi við Epic um að gera amk 5 leiki fyrir Windows/Xbox.
Frá viðskiptalegu sjónarhorni finnst mér þetta kjánalegt, að ætlast til þess að allir sem spili leiki séu komnir með 64 bita búnað. Markmið leikjaframleiðanda eru alveg eins og á öðrum sviðum, selja sem flest eintök. Þeir hamla útbreiðslu á leiknum með því að setja hann í fastar skorður.
Ég er ekkert að setja út á að leikurinn keyri einungis á 64 bita búnaði, satt best að segja finnst mér það bara svalt, en ég bjóst aldrei við þessu svona snemma. Að mínu mati er 2005 ekki árið sem allir skipta yfir í 64 bita. En það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég hefði rangt fyrir mér, og hreint út sagt yrði ég glaður ef svo færi
Það yrði þá hraðasta umbreyting í sögu tölvuiðnaðarins, það tók nú mörg ár frá tilkomu fyrsta 32bita örgjörvans til almennrar notkunar 32bita forrita, alveg frá því að 386 örrinn kom út þar til windows95 leit dagsins ljós.
Epic eru að selja leyfi fyrir unreal vélina á iss nokkrar millj. $USD. Leikir eins og Splinter Cell 1&2, DeusEx2, XIII, Thief3, Americas Army osfv... auk þess væntanlega að fá góða fjárhæð í vasan frá Microsoft ættu að eiga nóg pening til að láta sér nægja að selja Unreal vélina fyrir Xbox2 framleiðendur og nokkra PC framleiðendur. Tim sagði að það yrði að taka áhættur í þessum málum til að haldast áfram á víglínunni... man ekki allt sem hann sagði svo endilega leitið af þessu á http://www.planetunreal.com
Auk þess gerir maður svona ráð fyrir að Playstation3 og allar þessar leikjatölvur verði með 64bit leiki tilbúnna svo það væri hálf vandræðalegt fyrir PC eigendur að hafa ekki neitt sem nýtir það.
Svo má bæta við að Microsoft kynntu XNA fram á sjónarsviðið http://www.1up.com/article2/0,2053,1553701,00.asp Þar sem Xbox2 verður nú PPC virðist þetta vera ansi öflugt verkfæri sem þeir hafa í höndunum fyrir forritara. Auk þess sem þetta ýtir undir þær hugmyndir um að "next generation" windows verði líka gefið út á PPC samhliða x86.