[Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Staða: Ótengdur

[Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Nothing »

Jæja það hljóta eflaust einhverjir að stunda líkamsrækt af kappi.

Hvaða fæðubótar efni eruð þið að nota?

Ég sjálfur nota:
API Polythermex Hardcore fitubrennslu efnið fyrir æfingu
Cytosport Monster Pump fyrir æfingu
Cytosport Monster Mazie á æfingu
Cytosport Monster Amino eftir æfingu
Svo borða ég nóg af próteinríkum mat og drekk Hámark.

Ég er að cutta og styrkja mig sem mest í leiðinni.

Hvað æfiði oft í viku ?
Æfiði einir eða eruð með félaga ?
Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w

Ripparinn
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Ripparinn »

Eina sem ég nota er Pro Plex MRF uppbyggingarefni, tek það inn eftir hverja æfingu. Hver æfing er ca 2klst.
Æfi 7 sinnum í viku ræktini og 4sinnum MMA æfing í viku, og ég borða holt og skyr milli mála :)
GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af AntiTrust »

Ég er að nota eftirfarandi efni, misoft á daga með misjöfnum tíma á milli. Þetta er miðast við núverandi prógram, sem er fituskurður.

Beta Alanine frá UN - Fyrir æfingar
Kre-Alkaline kreatín frá UN - Á morgnana og eftir lyftingaræfingu
L-Carnitine & Green Tea frá UN - Fyrir æfingar, kvölds og morgna
CLA pure 1030mg frá UN - Fyrir æfingar, kvölds og morgna
Clenburexin II frá UN - Fyrir æfingar, kvölds og morgna
GlutaPure frá UN - Beint eftir æfingar
ZMA frá UN - Kvölds og morgna
Pre-Combat frá UN eða NitroBolon II frá Trec - Fyrir æfingar þegar ég vill virkilega setja game-face-ið á.
Daily Complete Vitamin Formula - Á morgnana. eftir morgunæfingu
Iso Sensation 93 prótín frá UN (Vanillu, Súkkulaði, Café Brazil, Cookies and Cream) eftir æfingar.
Iso Cool prótín (zero carb, zero fat) frá UN á morgnana fyrir æfingar

Æfingarnar hafa verið upp og ofan vegna vinnu en prógrammið er brennsluæfingar alla morgna + magaæfingar, og lyftingar/brennsla til skiptis milli daga seinnipartinn. Þrískiptir vöðvahópar. Helgar oft teknar í vitleysu, farið og maxað, tekið 6-4-4 set með alvöru þyngdum. Hvíld á sunnudögum, eða létt brennsla. Fullkomin vika væri því 11 æfingar í viku.

Eini maturinn sem ég ét þessa dagana er hafragrautur með mjólk og prótíni út á, kjúklingur og hýðissgrjón með Lemon & Herb dressingu sem ég keypti af Hananum og prótínshakes. Á það reyndar til að drekka meira en hófi gegnir af mjólk yfir daginn.

Kærastan bakar líka oft fitnessklatta sem er rosalega þæginlegt að grípa í þegar sykurþörfin er að fara með mann.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af SolidFeather »

ON 100% Whey
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Frost »

Hef ekkert verið að nota fæðubótarefni. Er helst bara að borða hollt, taka inn nóg af próteini yfir daginn; hleðsla og sportþrenna á morgnana og hámark eftir æfingu.

Ég æfi 4-5 sinnum í viku í ræktinni;

Lyftingar á mánudögum.
Massív brennsla á þriðjudögum.
Hvíld á miðvikudögum.
Lyftingar á fimmtudögum.
Massív brennsla á föstudögum.

Helgarnar fara yfirleitt í hvíld en ætla að byrja að mæta og brenna. Er mest að losa mig við spikið ;)

Útaf meiðslum í æsku get ég ekki lyft með höndunum og reyni að styrkja fæturnar eitthvað og er ágætlega góður í hnébeygju, ég er enginn pro.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

Höfundur
Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Nothing »

Ripparinn og AntiTrust það er helvíti flott hjá ykkur að mæta svona oft að æfa :happy
Eruði búnir að æfa lengi eða ?


Ég æfi 5 sinnum í viku mánudaga-föstudaga.
Byrja á hverri æfingu í 10-15 mín í brennslu, svo eru allir vöðvar þjálfaðir á hverri æfingu eftir það er aftur brennsla í 10-15 mín.

Ætla að auka æfingarnar í alladaga vikunnar þegar ég er kominn í aðeins betra form.
Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af AntiTrust »

Ég æfði sund af kappi frá 9-17 ára aldurs, eftir það byrjaði ég að lyfta. 2009 þríbraut ég á mér hendina og gjörsamlega eyðilagði á mér úlnliðinn og það tók mig ca. ár að recovera frá því aftur í og ná fyrri styrk. Í dag er ég loksins orðinn aftur jafn sterkur eða sterkari, talsvert breiðari og er að taka síðustu skrefin í að skera fituna af mér sem ég hlóð á mig á meðan ég var gifsaður.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af AntiTrust »

Nothing, mæli klárlega með því að þú skiptir upp vöðvahópum. Þú nærð aldrei að recovera almennilega, og þar með gaina þann styrk og þá stærð sem þú gætir gert með því að taka svona litla hvíld á milli vöðvahópa.

Það er misjafnt eftir mönnum hversu langan recovery tíma menn þurfa á milli vöðvahópa, en það getur þurft allt að viku á milli til þess að fullnýta hverja æfingu. Mér finnst ég persónulega stækka og gaina langmestan styrk á því með því að taka viku á milli vöðvahópa, þrátt fyrir að taka ýmis efni sem hraða muscle recovery.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Ripparinn
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Ripparinn »

Ég er búinn að stunda ræktina í um 3 ár nuna, reif mig uppúr tölvustólnum þá.
Hef æft MMA með Mjölni í 2 ár nuna og líður asskoti vel bara :)
Mæli eindregið með því að stunda æfingar allavega einu sinni á dag, þó það sé ekki nema í hálftíma :)
GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af blitz »

Efedrín, koffein, prótein, omega 3, glucosamine og multi
PS4
Skjámynd

bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af bixer »

ég er á mutant mass til að fita mig og byggja upp vöðva, er alltof grannur og aumingjalegur...

ég æfi 6 daga í viku, tek alla vöðvahópa á efrihluta líkamanum en tek aldrei fætur afþví ég er hnéveikur og vesen
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Nördaklessa »

Coco Puffs og stera.
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...

halldorjonz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af halldorjonz »

Nothing,

Cytosport Monster Pump fyrir æfingu
Cytosport Monster Mazie á æfingu
Cytosport Monster Amino eftir æfingu

Hvernig finnst þér þessi pakki virka? Var að íhuga að kaupa hann + Pro Complex Gainer sem ég á :)
Samt spurning um að taka N.O.-XPLODE™ löglega versionið á Íslandi í staðin fyrir Pump?

Edit einnig ef ég myndi nota No explod og kannski bara amino + gainerinn, myndi væri þá sniðugt að skella Cellmass kreatíni þarna á eftir æfingu líka?
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af CendenZ »

No Xplode
Lipo6X
Creatine EE
ON Whey og Casein

Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Jim »

Það ætti að banna þennan viðbjóð. Menn hafa verið í góðu formi í mörg þúsund ár og borðað ekkert nema alvöru mat.
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Eiiki »

Jim skrifaði:Það ætti að banna þennan viðbjóð. Menn hafa verið í góðu formi í mörg þúsund ár og borðað ekkert nema alvöru mat.
x2, hættið að nærast á einhverju fokking dufti og étið bara íslenskan mat
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Leviathan »

Vá, frábær tímasetning. Er nýbyrjaður að fara í ræktina að lyfta því mig vantar að byggja upp vöðva og þyngja mig, er 63Kg núna en fyrir tveimur árum var ég rúm 100Kg svo maður er orðinn hálf ræfilslegur. Hvað væri sniðugt fyrir mig að taka? Hef verið að spá bæði í fæðubótarefnum eins próteinum og einhverju eins og No-Xplode eða Jack3D fyrir æfingar. Er ekki einhver snillingur til í að mæla með einhverju fyrir mig? :oops:
AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB

Unnar
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mán 14. Mar 2005 18:39
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Unnar »

Jim skrifaði:Það ætti að banna þennan viðbjóð. Menn hafa verið í góðu formi í mörg þúsund ár og borðað ekkert nema alvöru mat.
x3

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af littli-Jake »

Ég mæti 4 sinnum í viku og lifti. Ég nota Gold Standar whay og er að spá í að fá mér Gold Standard casein líka.

Hvernig eru þessir pre og post workout drikkir að virka og hvað er í þessu?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Benzmann »

Ultra Ripped og Coca-Cola
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af AntiTrust »

Jim, Eiiki og Unnar.

Kynnið ykkur næringarfræði/íþróttafræði áður en þið farið að setja út á þetta. Hvað eruð þið að gera á internetinu? Það var nóg fyrir fólk að spjalla við eina og eina manneskju fyrir nokkur þúsund árum. Eruði ekki líka örugglega á hest en ekki bíl?

Ekki vera svona miklir kjánar, þetta kallast þróun. Þegar menn bjuggu á sama stað og þeir unnu þá var lítið mál að skófla í sig góðum mat allan daginn. í dag er þetta erfitt, auðvitað hægt en mokdýrt. Menn voru heldur ekki í sub10% fitu lítandi eins út og menn gera í dag, enda allt aðrar áherslur. Vöðvadýrkun er tiltölulega nýlegt fyrirbrigði, og því talsvert óraunhæft að segja að menn hafi verið helköttaðir og massaðir svo árþúsundum skiptir bara á venjulegum mat.

Þessi efni koma mörg hver í staðinn fyrir efnin sem maður ætti að vera að fá úr fæðunni. Ef þið vissuð e-ð um þetta þá mynduð þið líka vita að byggja upp vöðva af e-rju viti á meðan maður sker niður fitu er gríðarlega gríðarlega erfitt, dýrt og einhæft með því að notast eingöngu við mat. Mörg, ef ekki flest af þessum efnum eru náttúruleg, efni sem líkaminn fær annaðhvort úr mat eða framleiðir sjálfur, og við erum að auka inntöku. Athugið að líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort hann fær sum efni úr mat eða úr dufti, þar á meðal prótín.

Ekkert að því að yfirklukka líkamann, svo lengi sem það er gert rétt. Ath. að hérna er ég ekki að tala um stera, enda ekki fylgjandi notkun á þeim.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Höfundur
Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Nothing »

halldorjonz skrifaði:Nothing,

Cytosport Monster Pump fyrir æfingu
Cytosport Monster Mazie á æfingu
Cytosport Monster Amino eftir æfingu

Hvernig finnst þér þessi pakki virka? Var að íhuga að kaupa hann + Pro Complex Gainer sem ég á :)
Samt spurning um að taka N.O.-XPLODE™ löglega versionið á Íslandi í staðin fyrir Pump?

Edit einnig ef ég myndi nota No explod og kannski bara amino + gainerinn, myndi væri þá sniðugt að skella Cellmass kreatíni þarna á eftir æfingu líka?
Þessi monster pakki virkar mjög vel, ég sé strax stóran mun á mér eftir 2ja vikna notkun. Aukið úthald, Meiri ákefð á æfingu, minni hvíld milli setta og vöðvarnir eru svo pumpaðir að það er eins og koma við grjót.

Get ekkert sagt um N.O.-XPLODE™ þar sem ég hef ekki prófað það.
AntiTrust skrifaði:Nothing, mæli klárlega með því að þú skiptir upp vöðvahópum. Þú nærð aldrei að recovera almennilega, og þar með gaina þann styrk og þá stærð sem þú gætir gert með því að taka svona litla hvíld á milli vöðvahópa.

Það er misjafnt eftir mönnum hversu langan recovery tíma menn þurfa á milli vöðvahópa, en það getur þurft allt að viku á milli til þess að fullnýta hverja æfingu. Mér finnst ég persónulega stækka og gaina langmestan styrk á því með því að taka viku á milli vöðvahópa, þrátt fyrir að taka ýmis efni sem hraða muscle recovery.
Takk fyrir ábendinguna, Er að prófa þetta prógram í tvær vikur ætla svo að prófa nokkur önnur til að finna út hvað hentar mér best og skilar besta árangrinum.
Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Eiiki »

AntiTrust skrifaði:Jim, Eiiki og Unnar.

Kynnið ykkur næringarfræði/íþróttafræði áður en þið farið að setja út á þetta. Hvað eruð þið að gera á internetinu? Það var nóg fyrir fólk að spjalla við eina og eina manneskju fyrir nokkur þúsund árum. Eruði ekki líka örugglega á hest en ekki bíl?

Ekki vera svona miklir kjánar, þetta kallast þróun. Þegar menn bjuggu á sama stað og þeir unnu þá var lítið mál að skófla í sig góðum mat allan daginn. í dag er þetta erfitt, auðvitað hægt en mokdýrt. Menn voru heldur ekki í sub10% fitu lítandi eins út og menn gera í dag, enda allt aðrar áherslur. Vöðvadýrkun er tiltölulega nýlegt fyrirbrigði, og því talsvert óraunhæft að segja að menn hafi verið helköttaðir og massaðir svo árþúsundum skiptir bara á venjulegum mat.

Þessi efni koma mörg hver í staðinn fyrir efnin sem maður ætti að vera að fá úr fæðunni. Ef þið vissuð e-ð um þetta þá mynduð þið líka vita að byggja upp vöðva af e-rju viti á meðan maður sker niður fitu er gríðarlega gríðarlega erfitt, dýrt og einhæft með því að notast eingöngu við mat. Mörg, ef ekki flest af þessum efnum eru náttúruleg, efni sem líkaminn fær annaðhvort úr mat eða framleiðir sjálfur, og við erum að auka inntöku. Athugið að líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort hann fær sum efni úr mat eða úr dufti, þar á meðal prótín.

Ekkert að því að yfirklukka líkamann, svo lengi sem það er gert rétt. Ath. að hérna er ég ekki að tala um stera, enda ekki fylgjandi notkun á þeim.
Kæri AntiTrust.
Ég tel mig vera nokkuð vel að mér í íþrótta- og næringafræði enda kem ég af miklu íþróttaheimili þar sem báðir foreldrar mínir sköruðu fram úr í sinni íþrótt og ég hef lagt kapp á mína íþrótt frá því ég man eftir mér og verð ég 20 ára á þessu ári. Ég hef farið á heilmarga fyrirlestra um næringu og mat og eytt miklum tíma í að lesa mig til og fræðast um mataræði afreksfólks í íþróttum. Það sem ég hef lært um að notast við næringu á duftformi er ekki eithvað sem skemmir líkama þinn, en þegar þú ferð að skófla í þig prótein sjeikum í stað stakrar máltíðar dag eftir dag eftir dag, þá fer það að sjást á lifur t.d. eins og sjá má á mörgum áræðanlegum heimildum af mikilli herbalife neyslu sem er að tröllríða þjóðinni í dag.

Ég er ekki að skjóta duftið í kaf ég er bara að segja að fara varlega í þetta, borðaðu mat og notaðu þetta sem fæðubót innan hæfilegra marka. Þá meina ég borðaðu mat með sjeiknum sem þú blandar þér og fáðu þá meira prótein úr hverri máltíð. Ekki vera einhver rasshaus og halda að þú verðir bara helöflugur og köttaður á að skófla í þig einhverju dufti sem þú blandar út í spenamjólk. Líkaminn er ekki byggður og þróaður fyrir þetta, hann hefur ekki þróast í margar milljónir ára fyrir duft.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af AntiTrust »

Þarna ertu að tala útfrá öðrum pól en þeim sem þú gefur til kynna með fyrra kommenti. Þarna er ég mikið meira sammála þér, auðvitað þarf að fara varlega í inntöku á fæðubótarefnum, og jú ofneysla prótíns er mikið þekktara vandamál í dag en það var fyrir 50 árum, og líklega fyrir 20 árum.

Hinsvegar ef þú kynnir þér nýlegar, mjög ítarlegar rannsóknir þá getum við sem stundum ræktina sérstaklega, innbyrt mikið meira prótín á dag, og meira prótín per skammt en haldið hefur verið fram hingað til - og skiptir þá engu hvaðan prótín er að koma eða úr hverju - en hvernig prótín skiptir þá líklega meira máli. Það skiptir líka máli hvaðan þú ert í heiminum, hvernig líkaminn vinnur úr miklu magni af mismunandi fæðubótarflokkum. Þú tekur ekki hvaða Ítala sem er og setur hann á low-carb og high-prótein diet án þess að blikna. Það er líka tvennt ólíkt að dæla í sig prótíni og gera lítið annað nema fara í göngutúra, eða dæla í sig prótíni og taka á því með lóðum í 2 tíma á dag. Nýtnin gjörólík eftir því. Við vitum líka held ég alveg hvort kynið étur meira af herbalife, og hvort kynið lyftir meira vs. almenn hreyfing, brennsla, göngutúrar etc.

Sjálfur æfði ég mjög erfiða einstaklingsíþrótt í mörg ár og þar af nokkur ár í unglingalandsliðshóp, og því fylgdi margar æfingarbúðir, og margir fyrirlestrar. Það var hægt að finna allann skalann á því hvað næringarfræðingar og þjálfarar höfðu að segja um hin og þessi efni, eins og þetta er oftast með flestu sem viðkemur íþróttum og þá sérstaklega líkamsrækt og lyftingum - það eru sárafáir sammála, og til rannsóknir sem styðja oft alveg sitthvorn pólinn.

Það er auðvitað misjafnt eftir mönnum hvernig líkaminn tekur í fæðubótarefni og maður verður að læra vel inn á líkamann sinn til að finna hvenær vantar ákveðin næringarefni og þegar maður er farinn að taka of mikið af e-rju. Ég get t.d. alveg vottað fyrir það persónulega að "duft" kúr skilaði mér gígantískum styrk og lágri fituprósentu. Ekki að segja að það sé hollasta leiðin til þess, en það þýðir ekki að það virki ekki, sjaldan verið í eins góðu formi.

Þetta er svipað og að yfirklukka tölvu. Þetta verður óhollt og skemmandi til langtíma litið þegar farið er yfir ákveðin mörk. Alveg eins og við verðum að þekkja vélbúnaðinn okkar og hvar mörkin liggja, þá verðum við að þekkja líkamann okkar ennþá betur.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Póstur af Eiiki »

Virkilega vel uppsett og hárrétt hjá þér.
Ég er kannski bara fullmikið hræddur um það að fólk haldi að þessi efni séu einhver kraftaverka efni og borði bara ekkert annað.
Ég mæti stundum sjálfur í ræktina og tek mínar hefðbundnu styrtkaræfingar sem eru lagðar fyrir mig af lyftingarþjálfara liðsins míns. Ég tek mín hopp, skopp og armbeygjur, drekk vatn borða svo skyrið mitt og bananann eftir æfingar. Ég hef séð þessa lyftingarstráka, sem að ég ætla að skipta í 4 flokka. Sterastrákar, plebbar, feitir pabbar og þeir sem eru að gera þetta rétt.
Sterastrákarnir eru þarna með sína próteinbrúsa og alveg ROSALEGIR á stærð og afl. Engin smá smíði þessir menn, svo sé ég þá í sturtu og þá eru bakið á þeim ein stór bóla.. gat verið.
Plebbarnir eru þeir sem fara mest í mínar fínustu. Þeir mæta þarna með feita lyftingarvini sínum sem er bara að hjálpa honum í bekkpressunni. Þessir gaurar einblína bara á bís og brjóst og sumir hverjir maga. Þeir keyptu sér 50 þúsund króna fæðubótarpakka fyrir mánuði sem þeir eru að klára í næstu viku og eru að hrauna yfir hvað efnin virki ekkert.
Feitu pabbarnir. Þið vitið hvað ég meina, langaði bara að hafa þá með. Konan er farin að kvarta yfir því að geta ekki lengur verið undir í rúmminu.
Þeir sem gera þetta rétt. Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að ég virði þessa gæja mjög mikið og finnst þeir mjög flottir. Þetta er breiður hópur, allt frá strákum sem eru bara að byggja sig upp og vilja ekki vera feitir, kötta niður samhliða því að byggja sig upp. Þetta er hægara sagt en gert að vinna svona vel í líkamanum og tekur tíma og þolinmæði. Þetta er lífsstíll og meira en það.

En eina leiðin til að verða tröllvaxin er náttúrulega steranotkun. Þú verður enginn Maggi Bess á því að fara á próteinkúr af besta duftinu á markaðnum í 50 ár. En þessi efni þurfa ekki að vera neitt og hvet ég ALLA til að reyna að byggja sig upp og kötta sig niður með venjulegum íslenskum mat, drekka nóg vatn, borða nóg kjöt, skyr og ávextir eru nauðsynleg og svo lýsið :happy . Ef þetta virkar ekki prófið þá fæðubótarefni og notið þau rétt, farið bara varlega í þau.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Svara