Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af ManiO »

Tilgangur þráðarins, setja inn hlekki að upplýsingum sem að komu ykkur verulega á óvart. Engin svör við neinu, nema að fylgi upplýsingar að einhverju athyglisverðu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Temperatur ... n_formulas" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Delisle_scale" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Newton_scale" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/R%C3%A9aumur_scale" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/R%C3%B8mer_scale" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Rankine_scale" onclick="window.open(this.href);return false;


Til eru 8 hitastigs mælikvarðar. Delisle kvarðinn hefur 0°C suðumark vatns og 100°C frostmark, sem er einnig talið hafa verið upphaflegt form á Celsius kvarðanum. Newton bjó til einn mælikvarða og er Celsius kvarðinn að öllum líkindum byggður á honum. Newton einnig notaði sennilega manna fyrstur orðið "thermometer." Réaumur skalinn er enn notaður í Ítalíu við ostagerð. Talið er að Fahrenheit skalinn hafi notast við Rømer skalann. Rankine skalinn er skilgreindur með 0 sem alkul og hver gráða er jöfn Fahrenheit gráðum.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af urban »

hey, endilega koma með eitthvað meira svona

ég elska useless info sem að maður "verður" að vita :)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af GullMoli »

Snilld! :D
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af Frantic »

Þetta fannst mér mjög áhugavert:
http://en.wikipedia.org/wiki/Birthday_problem" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er basically þannig að ef að 23 koma saman í hóp þá eru 50% líkur á að einhver eiga sama afmælisdag.
En ef það eru 57 manns þá nær það 99% líkum. En eftir það þá nær þetta ekki 100% fyrr en 367 manns eru í hópnum.
367 samanber dagar í árinu með 29. Febrúar.

Svo fannst mér þetta líka áhugavert:
http://en.wikipedia.org/wiki/Moore's_law" onclick="window.open(this.href);return false;
Mynd

Í grunninn þýðir þetta það að alltaf á tveggja ára fresti þá verða örgjörvar tvöfalt öflugri. Veit ekki hvort að þetta hefur staðist eftir 2008.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af urban »

JoiKulp skrifaði:Þetta fannst mér mjög áhugavert:
http://en.wikipedia.org/wiki/Birthday_problem" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er basically þannig að ef að 23 koma saman í hóp þá eru 50% líkur á að einhver eiga sama afmælisdag.
En ef það eru 57 manns þá nær það 99% líkum. En eftir það þá nær þetta ekki 100% fyrr en 367 manns eru í hópnum.
367 samanber dagar í árinu með 29. Febrúar.
þetta finnst mér einmitt alveg ótrúlegt.
að skipta 6,6 milljörðum manna (~öllum jarðarbúum) uppí 200 manna hópa, þá ætti engin hópur að vera þannig að hver eigi sinn afmælisdag sjálfur.
finnst þetta svo ótrúlega magnað.

en hvað get ég svo sem sagt, var í 24 - 27 manna bekk í grunnskóla
vorum 2 sem að eigum sama afmælisdag og síðan aðrir 2 sem að áttu sameiginlegan afmælisdag líka.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af AntiTrust »

Dettur eitt í hug sem ég las fyrir mörgum árum og fannst helvíti magnað.

Þegar Concorde flýgur á hámarkshraða (Mach2) í 18km hæð í -60° kulda, hitnar yfirborð þotunnar að mestu leyti í allt að 127°, sjá mynd. Við þetta lengist þotan um 24cm. Út af þessu eru teppin á gólfinu í farþegarýminu í mörgum hlutum.

Mynd
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af Gúrú »

urban skrifaði:þetta finnst mér einmitt alveg ótrúlegt.
að skipta 6,6 milljörðum manna (~öllum jarðarbúum) uppí 200 manna hópa, þá ætti engin hópur að vera þannig að hver eigi sinn afmælisdag sjálfur.
Það er líklegra en ekki ómögulegt, 66 á móti 10 trilljörðum. :)
Modus ponens
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af vesley »

urban skrifaði:
þetta finnst mér einmitt alveg ótrúlegt.
að skipta 6,6 milljörðum manna (~öllum jarðarbúum)

Smá fróðleikur fyrir þig í tilefni þráðarins ;)
An automatically updated daily calculation by the United States Census Bureau[1] estimates the current figure to be 6,889,300,000.

Þannig að það er í rauninni 6,9 milljarðar og ekki langt í að við dettum í 7 milljarða.
massabon.is
Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hlutir sem þið höfðuð ekki hugmynd um

Póstur af BjarkiB »

Tenglanetið(Six degrees of separation) hefur mér alltaf fundist merkilegt, en þar er sagt að allir í heiminum tengist í 6 skref eða færri.
http://en.wikipedia.org/wiki/Six_degrees_of_separation" onclick="window.open(this.href);return false;

Skilst líka að þetta hefur verið notað til hjálpar þegar Saddam Hussein.
http://chicagoist.com/2010/08/10/did_ki ... annoul.php" onclick="window.open(this.href);return false;
Svara