Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af intenz »

Segið mér að þeir séu að grínast...

Fá Gunnar Nelson til að segja "Ekkert rugl, engir vírusar - Alveg eins og Apple tölvur"

Góð markaðsdeild hjá þeim ](*,)
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af AntiTrust »

Er þetta ekki bannað? Að ljúga svart á hvítu í auglýsingum?

Hvernig getur staðið á því að það sé ekki búið að kæra þetta, þetta er ekki fyrsta auglýsingin sem þeir keyra á þessu kjánalega "engir vírusar" tagline.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Black »

ÉG hugsaði akkúrat það sama og var að hugsa um að gera þráð, en ákvað að láta einhvern annan gera það.. fáranlegt og í rauninni má þetta ekki því þetta er "blekking" má ekki segja engir vírusar þegar það eru til vírusar ;þ

þetta er eins og að auglýsa bíl.. VW passat "engar tölvubilanir" :lol:
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |

eta
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 20. Feb 2008 13:43
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af eta »

Spurning að stofna þráð um hvernig á að búa til Epla-vírusa :twisted:
eða kannski virka bara ormar á Mac-ann... :wipped
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af AntiTrust »

Get ég nálgast þessa auglýsingu e-rstaðar online? Er hún rétt fyrir eða eftir e-rn dagsskráarlið sem ég get horft á, frítt?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Gúrú »

intenz skrifaði:Góð markaðsdeild hjá þeim ](*,)


Meh, borguðu Gunnari, nægir mér.
Modus ponens
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af SolidFeather »

Auglýsa þetta líka oft i blöðunum
Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af intenz »

Gúrú skrifaði:
intenz skrifaði:Góð markaðsdeild hjá þeim ](*,)


Meh, borguðu Gunnari, nægir mér.

Það er ástæða fyrir því af hverju markaðsfræði er kennd í skólum.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af intenz »

AntiTrust skrifaði:Get ég nálgast þessa auglýsingu e-rstaðar online? Er hún rétt fyrir eða eftir e-rn dagsskráarlið sem ég get horft á, frítt?

Ég er nokkuð viss um að ég sá þetta á RÚV.

Getur ekki einhver tekið þennan brandara upp? :japsmile
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Daz »

Ég sá í gær aðra úr sömu seríu, með Eddu Björgvins
ooooh svo gott að fá sér spínatbúst, þá fæ ég enga vírusa, eins og apple tölvan mín.


Ég veit ekki hvort ollu mér frekari ógleði, spínatógeðið sem hún var að drekka eða tölvan sem hún benti á.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af GuðjónR »

Það væri gaman að sjá þessa auglýsingu, ef þeir segja að mac geti ekki fengið vírus þá er það ekki rétt, vírusar eru forrit og mac keyrir forrit...right?
Hitt er annað að 99.99% vírusa eru skrifaðir fyrir PC, þannig að líkurnar á vírusum fyrir mac eru ákaflega litlar.

Ef þið finnið þessa auglýsinguna hendið þá inn link...ég er forvitinn að sjá hana :)
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af CendenZ »

Það verður einhver að fara með þetta í blöðin, kæra þá ASAP! :santa
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af GuðjónR »

CendenZ skrifaði:Það verður einhver að fara með þetta í blöðin, kæra þá ASAP! :santa

lol...fórstu nokkuð öfugt fram úr í morgun :santa
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:
CendenZ skrifaði:Það verður einhver að fara með þetta í blöðin, kæra þá ASAP! :santa

lol...fórstu nokkuð öfugt fram úr í morgun :santa


Danni greyið fór öfugur fram úr í morgun, ég er búinn að herða beltið mitt og reyni að snúa ekki baki í hann :pjuke
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af biturk »

rúm vika síðann ég sá auglýsinguna og ég sendi ábendingu á samkeppnisráð og neitendaeftirlitið.

vona að þeir taki á þessu því þetta er bara haugalygi!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af GuðjónR »

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
CendenZ skrifaði:Það verður einhver að fara með þetta í blöðin, kæra þá ASAP! :santa

lol...fórstu nokkuð öfugt fram úr í morgun :santa


Danni greyið fór öfugur fram úr í morgun, ég er búinn að herða beltið mitt og reyni að snúa ekki baki í hann :pjuke


hahahaha....ég passaði mig líka á því að segja "öfugt fram úr" ... en ekki "öfugur framúr" hehehhe...
held ég láti ógert að heimsækja ykkur félagan í bráð ef danni er orðinn svona hrikalega öfugur :wtf
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af AntiTrust »

Ég var að senda bréf til neytendastofu og samkeppniseftirlits, datt í hug að deila því með ykkur. Ath. bréfið var sett upp í Word og formattið er ekki að skila sér rétt hingað.

10. des. 2010
Reykjavík

Góðan dag.

Ég sendi þessa ábendingu til ykkar vegna meðal annars nýlegra sjónvarpsauglýsinga Epli.is. Um er að ræða seríu af auglýsingum með mismunandi þjóðþekktum aðilum í aðalhlutverkum, sem á einn eða annan hátt tjá sig um vírusleysi Apple tölva. Það getur vel verið að þetta ákveðna mál heyri ekki undir ykkar réttarsvið, þekki það ekki nógu vel enda ekki löglærður maður. Ef svo er ekki, væri gott ef þið gætuð komið þessum ábendingum áleiðis á rétta staði.

Umræddar sjónvarpsauglýsingar eru áframhald af markaðsherferð sem hefur verið í gangi í þónokkurn tíma bæði í útvarpi og öðrum fjölmiðlum, og núna loks í sjónvarpi. Sem tæknilega sinnaður maður, menntaður sem slíkur á ýmsum sviðum og með margra ára reynslu í tæknigeiranum stingur þetta mig í augu og eyru. Ástæðan er einföld, þetta er hrein og bein lygi.

Fyrsti Mac vírusinn kom fram á sjónarsviðið árið 1994 og þeim hefur fjölgað ár hvert síðan þá. Í dag skv. nýjustu tölum eru um 26 virkir vírusar í umferð, og þá á ég við vírusa sem falla undir orðabókarskilgreininguna sem slíkir, þ.e.a.s. hugbúnaður sem er fær um að fjölfalda sjálfan sig án aðstoðar frá notanda. Fyrir utan þennan flokk, þá eru til ótæmandi listar yfir óæskilegan hugbúnað (e. Malware) sem getur valdið ýmsum skaða og óþægindum, oft mikið meira en vírusarnir sjálfir. Einnig má benda á þá staðreynd að opinberlega hefur Apple gefið frá sér að þeir mæli með því að hafa vírusvarnir á tölvum með Mac OS.

Vissulega væri rétt að halda því fram að fáir vírusar væru til fyrir Mac OS stýrikerfin sem koma uppsett á Apple tölvum, ef miðað er við fjölda vírusa sem til eru í umferð fyrir t.d. Microsoft stýrikerfi, en það réttlætir ekki lygina. Þá eru hinsvegar eftir þeir vírusar sem til eru sérstaklega fyrir Safari vafrann, iTunes, QuickTime og fleiri hugbúnað sem eiga það til að fylgja með Apple tölvum frá framleiðanda.

Máli mínu til rökstuðnings læt ég fylgja með hlekki á síður sem halda uppi uppfærðum listum með vírusum og öðrum óæskilegum hugbúnaði fyrir Mac OS og öðrum Apple hugbúnaði :

http://macscan.securemac.com/spyware-list
http://www.iantivirus.com/threats
http://www.faqs.org/faqs/computer-virus/macintosh-faq
http://www.securelist.com/en/analysis?pubid=191968025

Með fyrrgreindum upplýsingum til hliðsjónar get ég ekki séð annað en þarna sé verið að brjóta eftirfarandi lagagreinar.

4. lið, 2. gr. í reglugerð um auglýsingar í útvarpi nr. 611/1989, en þar segir :
Þess skal gætt að auglýsingar séu látlaust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segi það eitt sem er satt og rétt.“

11. lið, 2gr. í reglugerð um auglýsingar í útvarpi nr. 611/1989, en þar segir :
Hafna ber auglýsingu ef gerð hennar hefur miðast við að hún hefði önnur áhrif á áhorfendur en verða mega þeim ljós.

6. gr., II. Kafli í lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðsins, en þar segir :
Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boðstólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.
Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála.


6. gr., „Fullyrðingar og meðmæli með vöru og þjónustu“, í reglugerð um Sameiginlegar stefnumarkandi reglur um sjónvarpsauglýsingar á Norðurlöndum, en þar segir :
Kynning á vöru og þjónustu verður að vera áreiðanleg. Þær fullyrðingar sem settar eru fram í auglýsingum um eiginleika og áhrif vöru og þjónustu þarf að vera unnt að sanna. Meðmæli frá notendum eru ekki talin vera sönnunargögn. Umsagnir þekktra manna, sérfræðinga eða annarra eru taldar settar fram af auglýsendum sjálfum. Verður að sanna þær á sama hátt og almennar fullyrðingar.

II. Kafli, „Aðrar kröfur samkvæmt lögum um óréttmæta viðskiptahætti“ í reglugerð um Sameiginlegar stefnumarkandi reglur um sjónvarpsauglýsingar á Norðurlöndum, en þar segir :
„Auk framangreindra stefnumarkandi reglna verður að hafa í huga aðrar kröfur sem lög nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti gera til auglýsinga. Í því felst m.a. það grundvallaratriði að auglýsingar verða að vera sannar og þær mega ekki villa um fyrir kaupendum.

Sem fyrrum tæknimaður í fyrirtækjum og á tölvuverkstæðum til nokkurra ára þekki ég það ósköp vel af eigin reynslu að almennur notandi gerir engan greinarmun á sönnum vírus og öðrum óæskilegum hugbúnaði, enda kalla þetta flestir almennir notendur allt vírusa í daglegu tali. Þarna finnst mér meðal annars brotið á almennum siðareglum hjá sambandi Íslenskra auglýsingastofa, SÍA.
Nú veit ég ekki hvaða tiltekna auglýsingastofa gerði umræddar auglýsingar, svo það má vera að umrædd auglýsing heyri ekki undir þeirra reglur, en þar má hinsvegar til hliðsjónar annars finna eftirfarandi reglur sem mér finnst farið á bága við :

2. gr. „Heiðarleiki", en þar segir :
Auglýsingar skal semja þannig að traust neytandans, takmörkuð reynsla hans eða þekking sé ekki misnotuð.

4. gr. „Sannleiksgildi“, en þar segir meðal annars :
Auglýsingar skulu ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandanum, beint eða óbeint, með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauðsynlegum upplýsingum eða með því að nota tvíræða framsetningu eða ýkjur.

Ég skrifa þetta sem hlutlaus aðili, þar sem ég hvorki vinn við að selja né þjónusta almennar borð,- eða fartölvur né markaðsráðandi stýrikerfi, heldur starfa ég við hugbúnaðarþróun og hef því engra sérstakra hagsmuna að gæta í þessu tilfelli. Ætlun mín er ekki að draga úr gæðastimpli Apple vara, enda myndu flestir menn með þekkingu þar á viðurkenna að gæðastimpillinn hefur fullan rétt á sér. Mér er einfaldlega misboðið við að sjá hvernig umrætt fyrirtæki, Epli.is, stendur að markaðsherferðum sínum með m.a. lygum - sem á endanum kemur að sjálfsögðu niður á okkur, notendum.

Virðingarfyllst,
Hxxxxxx Axxxxxxx
Last edited by AntiTrust on Fös 10. Des 2010 13:06, edited 1 time in total.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af chaplin »

@ AntiTrust
:beer
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af audiophile »

Frábært hjá þér Antitrust! :santa
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af hagur »

Vel gert :beer .... endilega leyfðu okkur að fylgjast með viðbrögðunum, ef einhver verða.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af dori »

Virkilega vel orðað og skemmtilegt bréf AntiTrust =D>

Þú átt þetta skilið:
5000 internets
5000 internets
5000_internets.jpg (25.49 KiB) Skoðað 1884 sinnum
Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Frantic »

Svona á að gera þetta. Thumbs up :happy
Sentu bréfið líka á pressuna og fáðu þá til að fjalla um málið. :D

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af biturk »

hemmi.......


ef ég vissi ekki að þú létir áfengi ósnert þá myndi ég segja þér að þú átt inni hjá mér ölara fyrir að skrifa þetta og mátt sækja hann næst þegar þú kemur á ak =D>
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Klaufi »

Ég ætlaði að fara að bjóða manninum Thule, en eftir skrif síðasta ræðumanns þá má AntiTrust koma og sækja hjá mér gos- eða djúsdrykk að eigin vali..
Mynd

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Re: Nýja epli.is sjónvarpsauglýsingin

Póstur af Dazy crazy »

Flott bréf, á samt ekki síðasta orðið að vera "neytendum"?

En það er samt með þessa auglýsingu með Eddu Björgvins
Ég borða spínatjukk svo ég fái ekki vírusa, eins og apple tölvan mín. Þetta er alveg hægt að túlka þannig að apple tölvan hafi fengið vírus, allavega ef þetta er orðrétt :D
Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!
Svara