Fyndnar viðgerðar sögur
Fyndnar viðgerðar sögur
Mér finnst alltaf jafn gaman að koma hingað á Vaktina og lesa sögur fyndnar af fólki sem vinnur í tölvuverslun. Þegar viðskiptavinir koma inn og byrja að rífa kjaft við strarfsfólk er bara priceless. Sögurnar af starfsfólki sem veit heldur ekkert í sinn haus eru oftast fyndnari en hinar.
Ég er með 1 sögu sem mig langar að deila með ykkur, og ég vona að þið hin deilið ykkar sögum.
Fyrir rúmu ári var ég að bíða eftir þjónustu í OMNIS. Maðurinn sem var á undan mér í röðinni var orðinn verulega æstur yfir því hvað þetta tók allt svo langan tíma. Þegar loksins kemur að honum byrjar hann að hella sér yfir starfsmanninn hversu léleg þjónustan sé þarna, og bla bla bla. Þegar hann loksins kemur sér að efninu kemur í ljós að hann hafði komið með borðtölvu í vírushreinsun fyrir nokkrum dögum. Allt í lagi með það, starfsfólkið tekur við tölvunni og segist láta kíkja á hana, hún ætti að vera tilbúin í fyrramálið. Maðurinn kemur næsta dag og sækir tölvuna, en fær að vita að það hafi ekki verið neinn vírus. Hann tók því gildu og borgaði hálft verð fyrir skoðunina. Núna var hann svo staddur fyrir framan mig alveg ösku-snar-snældu brjálaður, blótandi og rakkandi niður starfsmanninn. Hann segir að tölvan hafi víst verið með vírus og hann komi alltaf upp þegar hann fer á netið. Afgreiðsludaman heldur ró sinni með príði og spyr hvernig vírusinn hagi sér, líti út og allt það. Kallinn svarar þá eitthvað á þessa leið: "Sko, þegar ég kveiki á internetinu kemur upp MBL.is eins og ég vill hafa það. En svo þegar ég ætla að fara á aðra síðu eins og leikjanet.is þá kemur að ég hafi unnið eitthvað. Ég náttúrulega ýti á það því að ég vill vita hvað ég vann og þá kemur alltaf þetta bölvaða klám á skjáinn hjá mér! ÉG VILL EKKI SJÁ SVOLEIÐIS ÓGEÐ Í MINNI TÖLVU! Ég heimta að fá nýja!" Það tók konuna hálftíma að sannfæra manninn um að það sé ekki vírus í tölvunni heldur er það hann sem að sé að gera þetta.
Svona getur fólk verið heimskt
Ég er með 1 sögu sem mig langar að deila með ykkur, og ég vona að þið hin deilið ykkar sögum.
Fyrir rúmu ári var ég að bíða eftir þjónustu í OMNIS. Maðurinn sem var á undan mér í röðinni var orðinn verulega æstur yfir því hvað þetta tók allt svo langan tíma. Þegar loksins kemur að honum byrjar hann að hella sér yfir starfsmanninn hversu léleg þjónustan sé þarna, og bla bla bla. Þegar hann loksins kemur sér að efninu kemur í ljós að hann hafði komið með borðtölvu í vírushreinsun fyrir nokkrum dögum. Allt í lagi með það, starfsfólkið tekur við tölvunni og segist láta kíkja á hana, hún ætti að vera tilbúin í fyrramálið. Maðurinn kemur næsta dag og sækir tölvuna, en fær að vita að það hafi ekki verið neinn vírus. Hann tók því gildu og borgaði hálft verð fyrir skoðunina. Núna var hann svo staddur fyrir framan mig alveg ösku-snar-snældu brjálaður, blótandi og rakkandi niður starfsmanninn. Hann segir að tölvan hafi víst verið með vírus og hann komi alltaf upp þegar hann fer á netið. Afgreiðsludaman heldur ró sinni með príði og spyr hvernig vírusinn hagi sér, líti út og allt það. Kallinn svarar þá eitthvað á þessa leið: "Sko, þegar ég kveiki á internetinu kemur upp MBL.is eins og ég vill hafa það. En svo þegar ég ætla að fara á aðra síðu eins og leikjanet.is þá kemur að ég hafi unnið eitthvað. Ég náttúrulega ýti á það því að ég vill vita hvað ég vann og þá kemur alltaf þetta bölvaða klám á skjáinn hjá mér! ÉG VILL EKKI SJÁ SVOLEIÐIS ÓGEÐ Í MINNI TÖLVU! Ég heimta að fá nýja!" Það tók konuna hálftíma að sannfæra manninn um að það sé ekki vírus í tölvunni heldur er það hann sem að sé að gera þetta.
Svona getur fólk verið heimskt
Last edited by zlamm on Fim 25. Nóv 2010 17:48, edited 1 time in total.
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Þessi saga er eitthvað grunsamleg.
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Er það vegna þess að hann var alla dagana í versluninni að 'bíða eftir þjónustu' þegar að þessi maður kom inn?3.14KA skrifaði:Þessi saga er eitthvað grunsamleg.
Það eitt vekur upp fleiri spurningar en sagan svarar
Modus ponens
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Ég er með gamla góða sögu sem gæti verið í báða flokkana (vitlaus kúnni og vitlaus starfsmaður, verst að hún er um mig...).
Fyrir mörgum árum eignaðist konan mín fartölvu, sem var með "DVD-drifi" sem var sko aldeilis lúxus á þeim tíma. Eitt af því fyrsta sem við prófuðum var að spila DVD mynd í tölvunni, en það bara virkaði engan vegin. Konan fór með vélina í viðgerð, sótti hana svo aftur og var sagt að á vélinni hefði verið eitthvað forrit "VLC player" sem truflaði DVD myndspilun. Fyrir uninstall borgaði hún 8 þúsund krónur minnir mig. Ég varð eiginlega orðlaus þegar ég frétti þetta, fór með vélina aftur á verkstæðið með viðeigandi kvittunum og krafðist þess að fá endurgreitt þar sem bilanalýsingin væri svo fáránleg. Mér tókst það reyndar, svo fór ég heim og sett upp VLC playerinn og þessi vél hefur virkað og spilað DVD myndir síðan án nokkurra hnökra.
Kannski var VLC playerinn svo lélegur á sínum tíma að hann skemmdi drivera og DVD drif, ég hef ekki hugmynd, en við borguðum í það minnsta ekkert fyrir þetta
Fyrir mörgum árum eignaðist konan mín fartölvu, sem var með "DVD-drifi" sem var sko aldeilis lúxus á þeim tíma. Eitt af því fyrsta sem við prófuðum var að spila DVD mynd í tölvunni, en það bara virkaði engan vegin. Konan fór með vélina í viðgerð, sótti hana svo aftur og var sagt að á vélinni hefði verið eitthvað forrit "VLC player" sem truflaði DVD myndspilun. Fyrir uninstall borgaði hún 8 þúsund krónur minnir mig. Ég varð eiginlega orðlaus þegar ég frétti þetta, fór með vélina aftur á verkstæðið með viðeigandi kvittunum og krafðist þess að fá endurgreitt þar sem bilanalýsingin væri svo fáránleg. Mér tókst það reyndar, svo fór ég heim og sett upp VLC playerinn og þessi vél hefur virkað og spilað DVD myndir síðan án nokkurra hnökra.
Kannski var VLC playerinn svo lélegur á sínum tíma að hann skemmdi drivera og DVD drif, ég hef ekki hugmynd, en við borguðum í það minnsta ekkert fyrir þetta
-
- spjallið.is
- Póstar: 437
- Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
- Staðsetning: Keflavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Gæjinn hefur væntanlega sagt afgreiðslukonunni þetta allt þegar hann kom í þriðja skiptið?Gúrú skrifaði:Er það vegna þess að hann var alla dagana í versluninni að 'bíða eftir þjónustu' þegar að þessi maður kom inn?3.14KA skrifaði:Þessi saga er eitthvað grunsamleg.
Það eitt vekur upp fleiri spurningar en sagan svarar
AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Nei var hann ekki bara að áætla þetta miðað við það sem hann heyrði? Ég skyldi það þannig og þess vegna meikar þessi saga fullkomlega sens fyrir mér :besserwisser
-
- spjallið.is
- Póstar: 437
- Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
- Staðsetning: Keflavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Hvort sem er þá finnst mér ekkert grunsamlegt við þessa sögu...coldcut skrifaði:Nei var hann ekki bara að áætla þetta miðað við það sem hann heyrði? Ég skyldi það þannig og þess vegna meikar þessi saga fullkomlega sens fyrir mér :besserwisser
AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Okey, sorry ég skal nafngreina búðina. Sé samt ekki að það skipti máliGúrú skrifaði:Er það vegna þess að hann var alla dagana í versluninni að 'bíða eftir þjónustu' þegar að þessi maður kom inn?3.14KA skrifaði:Þessi saga er eitthvað grunsamleg.
Það eitt vekur upp fleiri spurningar en sagan svarar
svo var ég í búiðnni og heyrði kallinn rekja alla söguna, frá byrjun til enda, frá því að hann kom með vélina.
Last edited by zlamm on Fim 25. Nóv 2010 17:51, edited 1 time in total.
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Haha held það sé engin búð sem gæti réttlætt það hversu undarlega það hljómi að þú hafir verið í verslun að bíða eftir þjónustu marga daga í röð á staðnum,zlamm skrifaði:Okey, sorry ég skal nafngreina búðina. Sé samt ekki að það skipti máli
mátt taka nafnið út ef þú vilt
Modus ponens
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
já, ég hélt fyrst að þú værir að commenta á búðina því það var undirstrikað. en eins og þú sérð er ég búinn að breyta því sem ég skrifaðiGúrú skrifaði:Haha held það sé engin búð sem gæti réttlætt það hversu undarlega það hljómi að þú hafir verið í verslun að bíða eftir þjónustu marga daga í röð á staðnum,zlamm skrifaði:Okey, sorry ég skal nafngreina búðina. Sé samt ekki að það skipti máli
mátt taka nafnið út ef þú vilt
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyndnar viðgerðar sögur
Fékk IBM T60 vél þegar ég byrjaði í vinnunni...
Fékk ekki þráðlausa netið til að virka heima og fór til tölvustrákanna og aumkaði mig yfir þessu ástandi, helv. hnappurinn sem var of stór og áberandi til að ég gæti tekið eftir honum...
Fékk ekki þráðlausa netið til að virka heima og fór til tölvustrákanna og aumkaði mig yfir þessu ástandi, helv. hnappurinn sem var of stór og áberandi til að ég gæti tekið eftir honum...