Er Biskup Íslands læs?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

Hann sem ei skal nefna skrifaði:Trúfrelsi er skilgreint sem útilokun trúar frá hinu opinbera rými, uppeldi og kennslu.
Sem mun þó einungis stuðla að fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð
Sér hann hvað hann skrifaði? Skilur hann hvað hann skrifaði?

Er ég að borga þessu manni laun, beint eða óbeint?

Er þessi maður að grínast?

Mig hungrar í svör Vaktarar.
Modus ponens
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af appel »

Maður vorkennir fólki sem hugsar svona.
*-*

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af biturk »

þegar ég las þetta í fréttablaðinu þá kom nákvæmlega þessi svipur og hlátur hjá mér

http://www.youtube.com/watch?v=msHE0yMImO0
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af appel »

Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
*-*
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

appel skrifaði:Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
Vælukjóar fyrir hönd Gideonfélagsins á Facebook

Alveg ótrúlegt hvað þessu fólki þykir það sjálfsagt að trúarfélögin þeirra hafi frjálsan aðgang að æsku landsins.
Modus ponens
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af appel »

Gúrú skrifaði:
appel skrifaði:Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
Vælukjóar fyrir hönd Gideonfélagsins á Facebook

Alveg ótrúlegt hvað þessu fólki þykir það sjálfsagt að trúarfélögin þeirra hafi frjálsan aðgang að æsku landsins.
Ég hef ekkert á móti Þjóðkirkjunni, ég er í henni, en ég tel að trú eigi ekkert erindi í skóla, nema þá í formi óháðri fræðslu um trúarbrögð heimsins.

Staðreyndin er sú að það er vel hægt að rækja sína trú án þess að skólinn þurfi að koma þar eitthvað við. En Þjóðkirkjan telur skólann henta vel, því þar eru allir nemendur samankomnir. Held að einhverjir myndu bregðast treglega við beiðni heim til sín í pósti um að mæta í fermingarfræðslu á laugardögum og sunnudögum, þeir myndu íhuga a.m.k. hvað þeir eru að fara út í frekar en að gera bara einsog allir hinir í bekknum þegar krakkarnir eru raðskráðir í fermingafræðsluna.

Þetta er það sem Þjóðkirkjan óttast, að fermingarbörnum fækki umtalsvert, því pressan um að fermast er alveg farin úr skólastarfinu.

Ég fermdist, og fór í sunnudagsskóla, svo í KFUM búðir og alles, samt hafði það engin áhrif á hugarfar mitt hvað trúmál varðar, ég er eiginlega trúleysingi en er í Þjóðkirkjunni af hentugsemi. Skírn, giftingar, jarðarfarir o.s.frv., allt tengist þetta ekki endilega kristni, heldur eru þetta siðir sem hafa verið stundaðir í árþúsundir. Hvort einhverjir vilji syngja lög um Jesús skiptir mig engu máli. Formið er fínt, en mér er sama um trúboðið.

Starf presta og kirkjunnar að því leyti er fínt.

En allt fullorðið fólk með gagnrýna hugsun sér í gegnum tilgang skipulags starfs Þjóðkirkjunnar í grunnskólum.
*-*

ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af ingibje »

þeir eru nú búnir að sýna sig og sanna þegar þeir hafa verið að reyna svara fyrir sig undarfarið hversu fornaldarlegur hugsununarháttur er í gangi þarna.

...á sama tíma og ríkið borgar undir þetta er verið að skera niður allstaðar, það á að aðskilja ríki og kirkju ekki seinna enn í gær.

http://www3.fmr.is/pages/1037" onclick="window.open(this.href);return false;
i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af SolidFeather »

appel skrifaði:
Gúrú skrifaði:
appel skrifaði:Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
Vælukjóar fyrir hönd Gideonfélagsins á Facebook

Alveg ótrúlegt hvað þessu fólki þykir það sjálfsagt að trúarfélögin þeirra hafi frjálsan aðgang að æsku landsins.
Ég hef ekkert á móti Þjóðkirkjunni, ég er í henni, en ég tel að trú eigi ekkert erindi í skóla, nema þá í formi óháðri fræðslu um trúarbrögð heimsins.

Staðreyndin er sú að það er vel hægt að rækja sína trú án þess að skólinn þurfi að koma þar eitthvað við. En Þjóðkirkjan telur skólann henta vel, því þar eru allir nemendur samankomnir. Held að einhverjir myndu bregðast treglega við beiðni heim til sín í pósti um að mæta í fermingarfræðslu á laugardögum og sunnudögum, þeir myndu íhuga a.m.k. hvað þeir eru að fara út í frekar en að gera bara einsog allir hinir í bekknum þegar krakkarnir eru raðskráðir í fermingafræðsluna.

Þetta er það sem Þjóðkirkjan óttast, að fermingarbörnum fækki umtalsvert, því pressan um að fermast er alveg farin úr skólastarfinu.

Ég fermdist, og fór í sunnudagsskóla, svo í KFUM búðir og alles, samt hafði það engin áhrif á hugarfar mitt hvað trúmál varðar, ég er eiginlega trúleysingi en er í Þjóðkirkjunni af hentugsemi. Skírn, giftingar, jarðarfarir o.s.frv., allt tengist þetta ekki endilega kristni, heldur eru þetta siðir sem hafa verið stundaðir í árþúsundir. Hvort einhverjir vilji syngja lög um Jesús skiptir mig engu máli. Formið er fínt, en mér er sama um trúboðið.

Starf presta og kirkjunnar að því leyti er fínt.

En allt fullorðið fólk með gagnrýna hugsun sér í gegnum tilgang skipulags starfs Þjóðkirkjunnar í grunnskólum.
Mynd

Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Jim »

Gúrú skrifaði:
appel skrifaði:Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
Vælukjóar fyrir hönd Gideonfélagsins á Facebook

Alveg ótrúlegt hvað þessu fólki þykir það sjálfsagt að trúarfélögin þeirra hafi frjálsan aðgang að æsku landsins.
Ísland er kristin þjóð, íslenskt barn myndi ALDREI fá kristnifræðikennslu í múslimskri þjóð. Bæði skólar og kirkjan eru rekin af ríkinu, þess vegna sérðu ekki talsmenn búddistafélags íslands boða trú sína í skólum. Þú myndir t.d. aldrei sjá Jón Gerald auglýsa verslun sína, "Kost", í Bónus. Þessi trúboðun kirkjunnar er samt ekkert stórfenglegt prógramm. 1 stk. nýja testamenti á mann og kirkjuferðir tvisvar á ári, börnin þurfa meira að segja ekki að taka þátt í þessu frekar en foreldrar þeirra vilja.
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Orri »

3.14KA skrifaði:
Gúrú skrifaði:
appel skrifaði:Þjóðkirkjan er eina trúfélagið sem hefur kvartað opinberlega.
Vælukjóar fyrir hönd Gideonfélagsins á Facebook

Alveg ótrúlegt hvað þessu fólki þykir það sjálfsagt að trúarfélögin þeirra hafi frjálsan aðgang að æsku landsins.
Ísland er kristin þjóð, íslenskt barn myndi ALDREI fá kristnifræðikennslu í múslimskri þjóð. Bæði skólar og kirkjan eru rekin af ríkinu, þess vegna sérðu ekki talsmenn búddistafélags íslands boða trú sína í skólum. Þú myndir t.d. aldrei sjá Jón Gerald auglýsa verslun sína, "Kost", í Bónus. Þessi trúboðun kirkjunnar er samt ekkert stórfenglegt prógramm. 1 stk. nýja testamenti á mann og kirkjuferðir tvisvar á ári, börnin þurfa meira að segja ekki að taka þátt í þessu frekar en foreldrar þeirra vilja.
x2
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

appel skrifaði:Ég hef ekkert á móti Þjóðkirkjunni, ég er í henni, en ég tel að trú eigi ekkert erindi í skóla, nema þá í formi óháðri fræðslu um trúarbrögð heimsins.
Og því hefurðu virðingu mína,

ólíkt þessu liði sem að telur sig vera 'kristið' en eru í rauninni óbeint líka öfgatrúar-trúboðar (ekki rugla því við öfgatrúartrúboða).
Þessi trúboðun kirkjunnar er samt ekkert stórfenglegt prógramm. 1 stk. nýja testamenti á mann og kirkjuferðir tvisvar á ári, börnin þurfa meira að segja ekki að taka þátt í þessu frekar en foreldrar þeirra vilja.
Þetta er ekkert minna trúboðun í skólakerfinu þó að enginn sé neyddur með valdi til þess að mæta.

Venjulegt tillitssamt kristið fólk sér af hverju það er fáránlegt að blanda trúarstarfi sínu við menntakerfið.
Modus ponens
Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af BjarniTS »

Var í strætó um daginn og það kom til mín einhver frá kirkju Jesú Krists.

Ég spurði hann um nokkur atriði úr þessu :
http://www.youtube.com/watch?v=zDHJ4ztn ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;

Hann gat litlu sem engu svarað.
Nörd
Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Zethic »

Gúrú skrifaði: Þetta er ekkert minna trúboðun í skólakerfinu þó að enginn sé neyddur með valdi til þess að mæta.
Þarna hefuru rangt fyrir þér. Ég hef aldrei verið kristnitrúi, og vildi ekki læra um það. Í 7. bekk bað ég um að segja mig úr Kristnifræði, en mér var basicly sagt að halda kjafti og vera í þessum tímum....
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af ManiO »

Það er samt eitt sem ég þoli minna en trúaðir trúboðar, og það eru trúlausir trúboðar. Hvað kemur það okkur við hvort aðrir trúa á guð eða ekki?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Orri »

Zethic skrifaði:
Gúrú skrifaði: Þetta er ekkert minna trúboðun í skólakerfinu þó að enginn sé neyddur með valdi til þess að mæta.
Þarna hefuru rangt fyrir þér. Ég hef aldrei verið kristnitrúi, og vildi ekki læra um það. Í 7. bekk bað ég um að segja mig úr Kristnifræði, en mér var basicly sagt að halda kjafti og vera í þessum tímum....
Vinur minn er Votti og mátti sleppa kristinfræðslu í grunnskóla.
Verður auðvitað að fá foreldra þína til að biðja um þetta.

Mér finnst bara sjálfsagt að íslenskir krakkar fái kristinfræðslu.
Ef foreldrar eru annarar trúar þá verða þeir bara að tala við skólann um það og fá að skrá barnið úr kristinfræðslu.
Ég er ekki frá því að í múslimalöndum þá sé islam kennt í grunnskólum, og þó það séu nokkrir Íslendingar í skólanum verður því ekkert breytt.
En hinsvegar finnst mér líka bráðnauðsynlegt að hafa trúarbragðafræðslu í eldri deildinni (7-10 bekk) eins og var í mínum skóla.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af GuðjónR »

appel skrifaði:

Ég hef ekkert á móti Þjóðkirkjunni, ég er í henni, en ég tel að trú eigi ekkert erindi í skóla, nema þá í formi óháðri fræðslu um trúarbrögð heimsins.

Staðreyndin er sú að það er vel hægt að rækja sína trú án þess að skólinn þurfi að koma þar eitthvað við. En Þjóðkirkjan telur skólann henta vel, því þar eru allir nemendur samankomnir. Held að einhverjir myndu bregðast treglega við beiðni heim til sín í pósti um að mæta í fermingarfræðslu á laugardögum og sunnudögum, þeir myndu íhuga a.m.k. hvað þeir eru að fara út í frekar en að gera bara einsog allir hinir í bekknum þegar krakkarnir eru raðskráðir í fermingafræðsluna.

Þetta er það sem Þjóðkirkjan óttast, að fermingarbörnum fækki umtalsvert, því pressan um að fermast er alveg farin úr skólastarfinu.

Ég fermdist, og fór í sunnudagsskóla, svo í KFUM búðir og alles, samt hafði það engin áhrif á hugarfar mitt hvað trúmál varðar, ég er eiginlega trúleysingi en er í Þjóðkirkjunni af hentugsemi. Skírn, giftingar, jarðarfarir o.s.frv., allt tengist þetta ekki endilega kristni, heldur eru þetta siðir sem hafa verið stundaðir í árþúsundir. Hvort einhverjir vilji syngja lög um Jesús skiptir mig engu máli. Formið er fínt, en mér er sama um trúboðið.

Starf presta og kirkjunnar að því leyti er fínt.

En allt fullorðið fólk með gagnrýna hugsun sér í gegnum tilgang skipulags starfs Þjóðkirkjunnar í grunnskólum.
Já, er sammála...ég sagði mig reyndar úr Þjóðkirkjunni um daginn, af því að mér ofbauð yfirlætisrausið í Biskup, þessi um ræða sem er núna í gangi styrkir þá skoðun mína að ég hafi gert rétt.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Daz »

Orri skrifaði: --snip quotes--
Mér finnst bara sjálfsagt að íslenskir krakkar fái kristinfræðslu.
Ef foreldrar eru annarar trúar þá verða þeir bara að tala við skólann um það og fá að skrá barnið úr kristinfræðslu.
Ég er ekki frá því að í múslimalöndum þá sé islam kennt í grunnskólum, og þó það séu nokkrir Íslendingar í skólanum verður því ekkert breytt.
En hinsvegar finnst mér líka bráðnauðsynlegt að hafa trúarbragðafræðslu í eldri deildinni (7-10 bekk) eins og var í mínum skóla.
Það er smá munur á trúarbragðarfræði kennslu, sem ég myndi segja að væri bráðnauðsynleg og kristnifræði kennslu og trúarlegum undirtón í skólastarfi, sem ég sé ekki að komi skóla neitt við.
Það að foreldrar geti tekið börnin sín útúr ákveðnum atriðum í skólastarfinu vegna trúarskoðana finnst mér alls ekki réttlæta að trúarlega starfið fari fram, ef mikill minnihluti barna sleppir þessu trúarstarfi get ég ekki ímyndað mér annað en það geri þau "öðruvísi". "Öðruvísi" börn lenda í einelti eða hvað? Í það minnsta getur það ekki hjálpað. Mér finnst bara furðulegt að þetta trúartengt starf sé enþá stundað í skólum árið 2010. Fólk sem vill veita börnum sínum trúarlegt uppeldi getur bara drullast til að sjá um það sjálft.
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

Zethic skrifaði:
Gúrú skrifaði: Þetta er ekkert minna trúboðun í skólakerfinu þó að enginn sé neyddur með valdi til þess að mæta.
Þarna hefuru rangt fyrir þér. Ég hef aldrei verið kristnitrúi, og vildi ekki læra um það. Í 7. bekk bað ég um að segja mig úr Kristnifræði, en mér var basicly sagt að halda kjafti og vera í þessum tímum....
Ég var að vitna í mann sem talaði um tvær ferðir á ári í kirkju og eina testamentsgjöf frá Gideonfélaginu - og ég tók sérstaklega fram "með valdi",
ekkert barn fær að segja nei vegna þess að þau myndu öll segja nei - vegna þess að börn sjá, líkt og aðrir sem að yrðu settir í sömu spor, að þetta er tilgangslaus sóun á tíma (kirkjuferðirnar).

Ég var ekki langt frá því að harðneita að taka þátt í þessu rugli (kirkjuferðir) og mér bauð við því þegar ég var 10 ára og einhverjir Gideontrúboðar töluðu um
"hversu mikið það gæti hjálpað manni að snúa sér til guðs, lesa nokkur vers og hugsa um það af hverju hann sagði þetta við okkur"
það er ástæða fyrir því að ég man þessa setningu svona nákvæmlega: Mér býður við þessu rugli, mig langar að vita nákvæmlega hver hleypti þessu fólki inn í
kennslustund hjá mér og ég mun ekki sætta mig við að fleiri séu settir í sömu spor.
ManiO skrifaði:það eru trúlausir trúboðar
Hvaða trú eru þessir trúlausu menn að boða? Forvitnilegt.
Orri skrifaði:Mér finnst bara sjálfsagt að íslenskir krakkar fái kristinfræðslu.
Mér líka, en hefurðu opnað einhverjar kennslubækur sem hafa verið notaðar til að kenna "kristinfræðslu"? Þetta er allt eins og skrifað af séra rithöfundi.
Einhver hefur því miður tekið eintakið mitt af "Brauð Lífsins" eða hvað sem þessi bók hét svo að ég get ekki vitnað í trúboðið í henni fyrir ykkur því miður.
Ef einhver hefur aðgang að skólavefnum mega þeir endilega vitna í þessa fáránlegu bók.

Með Googli fann ég pistil sem heimspeki- ásamt fleiru kennarinn Jóhannes Björnsson skrifaði fyrir tíu árum,
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=538484" onclick="window.open(this.href);return false;
JB skrifaði:Ég hef þó ærna ástæðu til að ætla að trúboð sé stundað grimmt í Breiðagerðisskóla
Ég hef hana líka, enda nemandi þar í 7 ár.
Last edited by Gúrú on Þri 26. Okt 2010 16:23, edited 1 time in total.
Modus ponens
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af dori »

ManiO skrifaði:Það er samt eitt sem ég þoli minna en trúaðir trúboðar, og það eru trúlausir trúboðar. Hvað kemur það okkur við hvort aðrir trúa á guð eða ekki?
Ég get tekið undir þetta.

Mín skoðun er að það eigi að kenna almenna trúarbragðafræði í grunnskólum (þó svo að það hafi verið það fag sem ég sjálfur hataði einna mest á sínum tíma) því að það er mjög mikilvægt að þekkja grunninn í þessum efnum til að hljóma ekki eins og hálfviti.

Ég er líka á þeirri skoðun að kristinni trú og ásatrú líka eigi að gera hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum því að saga og menning þjóðarinnar er svo rosalega samtvinnuð þessum trúarbrögðum. Hvernig ættirðu að skilja fornbókmenntirnar okkar ef þú vissir ekkert um hvernig ásatrú virkaði, margt sem gerist á miðöldum má svo rekja til hvernig menn hugsuðu útaf þeirri trú sem var ríkjandi á þeim tíma. Þessi innsýn í líf forfeðra okkar sem þekking á þeirra trúarbrögðum veitir er eitthvað sem má ekki týnast vegna þess að menn eru svo uppteknir af því að mismuna ekki fólki.
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Orri »

Gúrú skrifaði:Ég var að vitna í mann sem talaði um tvær ferðir á ári í kirkju og eina testamentsgjöf frá Gideonfélaginu - og ég tók sérstaklega fram "með valdi",
ekkert barn fær að segja nei vegna þess að þau myndu öll segja nei - vegna þess að börn sjá, líkt og aðrir sem að yrðu settir í sömu spor, að þetta er tilgangslaus sóun á tíma (kirkjuferðirnar).

Ég var ekki langt frá því að harðneita að taka þátt í þessu rugli (kirkjuferðir) og mér bauð við því þegar ég var 10 ára og einhverjir Gideontrúboðar töluðu um
"hversu mikið það gæti hjálpað manni að snúa sér til guðs, lesa nokkur vers og hugsa um það af hverju hann sagði þetta við okkur"
það er ástæða fyrir því að ég man þessa setningu svona nákvæmlega: Mér býður við þessu rugli, mig langar að vita nákvæmlega hver hleypti þessu fólki inn í
kennslustund hjá mér og ég mun ekki sætta mig við að fleiri séu settir í sömu spor.
Það er málið með kristina trú.
Þú færð ekkert val fyrr en þú ert 14 ára og ert að fara að fermast.
Það eru foreldrar þínir sem velja fyrir þig.
Þessvegna er það ekki þitt að segja nei við þessu frekar en að segja nei við eðlisfræðikennslu.
Gúrú skrifaði:Mér líka, en hefurðu opnað einhverjar kennslubækur sem hafa verið notaðar til að kenna "kristinfræðslu"? Þetta er allt eins og skrifað af séra rithöfundi.
Einhver hefur því miður tekið eintakið mitt af "Brauð Lífsins" eða hvað sem þessi bók hét svo að ég get ekki vitnað í trúboðið í henni fyrir ykkur því miður.
Ef einhver hefur aðgang að skólavefnum mega þeir endilega vitna í þessa fáránlegu bók.
Ég man nú ekki eftir neinum nákvæmum atriðum úr kennslubókunum, enda spáði maður lítið í þetta á þessum tíma.
Maður lærði bara sögu kristinnar trúar og alla merkisdaga hennar (jól, páska o.fl.), eða það er það eina sem ég man eftir.
En svo er þetta kannski svona mismunandi milli skóla...
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

Ég vona svo innilega, innilega að þetta sé mjög, mjög mismunandi eftir skólum m.v. mína "kennslu" í "kristinfræði".
Modus ponens
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af ManiO »

Gúrú skrifaði:
ManiO skrifaði:það eru trúlausir trúboðar
Hvaða trú eru þessir trúlausu menn að boða? Forvitnilegt.
"Trúleysi." Nú er ég trúleysingi en mér finnst trúleysi ekki vera trúarbragð of fer það því óheyrilega mikið í taugarnar á mér þegar að aðrir trúleysingjar láta þannig.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

Þú ert þá að taka þátt í því með því að gefa í skyn að þeir séu þá trúboðar ;) , en við erum komnir í óttalega orðaleiki hérna og það er ekki planið :D
Modus ponens

Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Jim »

Gúrú skrifaði:Þú ert þá að taka þátt í því með því að gefa í skyn að þeir séu þá trúboðar ;) , en við erum komnir í óttalega orðaleiki hérna og það er ekki planið :D
Trúleysi er trú rétt eins og kristni eða eitthvað annað.
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er Biskup Íslands læs?

Póstur af Gúrú »

3.14KA skrifaði:Trúleysi er trú rétt eins og kristni eða eitthvað annað.
Ég var rétt í þessu að skrifa innlegg um nákvæmlega þetta viðfangesefni.
Mig langar einnig að benda á það að "belief" og "faith" á íslensku er mjög ruglandi fyrir fólk sem að heldur að það sé sami hlutur, "I believe in the Atomic theory" er ekki það sama og "I have faith that the Atomic theory is true" vegna þess að faith er samkvæmt skilgreiningu án sönnunargagna [..] þetta á við um tvær mismunandi merkingar en notast við sama orð á íslensku.
Eldgamlir íslenskufræðingar sem að ég hef rætt við sem að hafa engan áhuga á trúarumræðum hafa allir sammælst:
Trúleysi getur ekki verið trú, sbr. hárleysi getur ekki verið hár. (2 af þremur notuðu hár sem dæmi, niðurstaða: gamalt fólk hugsar mikið um hár)
Modus ponens
Svara