P4 3.2 Ghz 512k Cache Vs P4 2.8Ghz 1Mb Cache?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Labtec
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Staða: Ótengdur

P4 3.2 Ghz 512k Cache Vs P4 2.8Ghz 1Mb Cache?

Póstur af Labtec »

hvað er þetta cache dæmi? er það hraði eða? getur einhver utskyrð mér þvi eg er að pæla fá mer nyja orgjava.....


Takk

Cras Override
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 379
Skráði sig: Sun 28. Des 2003 01:01
Staðsetning: tölvuheiminum
Staða: Ótengdur

Póstur af Cras Override »

ég er ekki alveg með etta á kristaltæru. en mér skilst að þetta sé eithver skonar innra minni í örranum sjálfum.... ef a þetta sé ekki rét hjá mér endilega eithver að leiðrétta mig.
MESS WITH THE BEST DIE LIKE THE REST

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af dadik »

Cache er svokalla skyndiminni, sem er hraðvirkara en aðalminni vélarinnar.

Gróf nálgun á minnisuppbyggingu tölvu í dag væri pýramídi. Á toppi pýramídans ertu með hraðvirkasta minnið, sem í þessu tilviki eru registryin í örgjövranum (þar sem útreikningarnir fara fram).

Næsta level fyrir neðan væri svo Level 1 Cache. Þetta er oftast á bilinu 16-128K, give or take. Næsta level fyrir það er Level 2 Cache. L2 Cache er yfirleitt það sem er talað um í sölubæklingum og öðru markaðsefni. Í þínu tilfelli er verið að tala um Level 2 Cache. L2 Cache er yfirleitt 2-5x hægvirkara en L1 Cache og er á bilinu 128K til 1.5Mb í flestum örgjörvum í dag. Level 3 cache þekkist einnig (PPC) og er það ennþá stærra en L2 cache. Neðsta lagið í pýramídanum er svo aðalminni tölvunnar (RAM) sem er jafnframt hægvirkast. Þessar tölur eru ekki algildar, sumir framleiðendur eru með meira cache meðan aðrir nota minna. T.d. er til útgáfur af Alpha gjörvanum sem eru með 8MB af L2 cache (sem hentar vel í genarannsóknum).

Ástæðan fyrir þessari uppbyggingu er sú að hraðvirkt minni er dýrt. Það er jú gott að hafa hraðvirkt minni en það getur haft veruleg áhrif á framleiðslukostnað örgjörvans.

Oftast er það betra að hafa meira cache en minna. Þú verður samt að meta það í hverju tilfelli fyrir sig. Gott dæmi um þetta er þegar Pentium 3 skipti yfir í Coppermine línuna úr Klamath. Klamath var með 512K af L2 meðan Coppermine var einungis með 256K. Munurinn fólst einkum í því að Coppermine var með L2 í sjálfum örgjörvanum meðan í Klamath var það í sér kubbi og keyrði þar að auki helmingi hægar en í Coppermine. Þetta olli því að sum forrit keyrðu betur á Klamath (notuðu meira cache) meðan önnur minni forrit vildu frekar fá hraðari minnisaðgang sem Coppermine bauð upp á.

Eina leiðin til að skera úr um þetta er að skoða benchmarks fyrir þessa tvo gjörva sem byggja á þeim forritum sem þú ætlar að nota.

- dk
Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af dabb »

gott framlag dadik :wink:

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

dadik: Frábært svar hjá þér, takk fyrir :)
Skjámynd

Höfundur
Labtec
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Staða: Ótengdur

Póstur af Labtec »

ok eg skil þetta nuna (held eg) og ætla kikja hvað kosta svona orgjavar

thx :)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

dadik skrifaði:Gott dæmi um þetta er þegar Pentium 3 skipti yfir í Coppermine línuna úr Klamath.
klamath var reyndar p2 örgjörvi ;) ég er svo heppinn að eiga eitt slíkt stikki. keypti hann ásamt bx móðurborði 98. líklega bestu kau sem e´g hef nokkurntíman gert.
"Give what you can, take what you need."

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af dadik »

Rétt skal vera rétt. Þetta átti auðvitað að vera Katmai ;)

- dk

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Gnarr:
klamath var reyndar p2 örgjörvi Wink ég er svo heppinn að eiga eitt slíkt stikki. keypti hann ásamt bx móðurborði 98. líklega bestu kau sem e´g hef nokkurntíman gert.
Bx móbóin voru margfræg fyrir uppfærslugetu sína, og p2 voru þræl fínir örgjörvar í flest, fyrir góðan pening.
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: P4 3.2 Ghz 512k Cache Vs P4 2.8Ghz 1Mb Cache?

Póstur af Fletch »

Labtec skrifaði:hvað er þetta cache dæmi? er það hraði eða? getur einhver utskyrð mér þvi eg er að pæla fá mer nyja orgjava.....
Takk
Til að svara subject'inu sem er í raun 3.2c GHz "Northwood" vs 2.8e Prescott

Ekki spurning að velja 3.2 Northwood..

Prescott'in er hægvirkari mhz fyrir mhz og dýrari!! og hitnar all svaðalega...

Þó svo að hann sé með stærra cache þá er það hægvirkara en cache'ið í Northwood (latency er meira) og skipanalínan í prescott er lengri

Fletch
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

BX kubbasettin eru með þeim betri sem sést hafa og var notað óspart...

Ég á einmitt borð með einu frægasta BX kubbasettinu, 440BX, þetta er eina móðurborðið sem framleitt var fyrir tvo Intel Celeron örgjörva mér að vitandi. Abit hannaði tveggja örgjörva stuðninginn inn í BX kubbasettið og eru að ég held þeir einu sem gerðu það. Þetta er eina móðurborðið sem ég veit um sem er með aðdáendasíðu :8)

Abit BP6 er besta móðurborð sem ég hef átt... 2x366Mhz Celeron @ 550Mhz með tveimur orb kæliviftum... þarf að segja meira? :D
OC fanboy
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

bp6 eru bara bestu dual borð allra tíma :D ég er með BX440, reyndar bara einn örgjörfa.
"Give what you can, take what you need."

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af dadik »

Heh .. ég er einmitt með abit bx 2.0 mobo í minni vél. Keypt haustið '99 og keyrir núna með 1Ghz Pentium III - vandræðalaust. Þetta er líklega eitt best hannaða kubbasett sem sögur fara af.

- dk
Svara