vélin mín drepur á sér

Svara

Höfundur
esk
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 13:54
Staða: Ótengdur

vélin mín drepur á sér

Póstur af esk »

Kannast einhver við svipað.

Ég er með nýlega pc borðvél í Makkauphverfi og get varla unnið á þyngri forrit ef ég aftengi ekki netið áður.

Ég skipti um power-ið í henni í sept.-okt. og formattaði hana í des. því hún var alltaf að drepa á sér þó að ég væri ekkert í þungri vinnslu. Hún var til friðs í smá tíma en alveg frá því í haust drepur hún á sér af minnsta tilefni og núna síðustu vikur sífellt oftar. Ég finn ekki að neitt hafi gerst t.d. í Event Viewer og ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.

Einhverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið?

(PS fór með hana heim um áramótin og var í algeru pésa-umhverfi og hún drap aldrei á sér á þeim 2 vikum (ætti samt ekki að vera tengt)).
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

blaster ????
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

hvað ertu með stórt psu og hvað ertu með af vélbúnaði? hljómar eins og að þú hafir setta alltof lítið psu í hana. það þetta gæti líka verið eitthvað blaster afbrygði, hefuru einhverntíman vírusskannað tölvuna?
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
esk
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 13:54
Staða: Ótengdur

Póstur af esk »

já ég hef skannað vélina (með hverju mælið þið annars?) og er með Norton og Sygate í gangi (það er nefnilega ekki eðlileg umferð um netið þarna sem tölvan er), losa mig við rusl með Ad-aware og nota meira að segja Lykla-Pétur öðru hverju ...
nb. ég opna ekki hvað sem er í inboxinu og er heldur ekkert að ná í neitt af netinu (nema drivera, Windows-update og þar fram eftir götunum) en netið þar sem tölvan er staðsett er alveg opið = Makkaumhverfi

ég er ekkert alltof sleip í þessum tækniatriðum en psu-ið er að mig minnir 350w, örgjörvinn 1,4 GHz Intel P4 (eða amd), 1 Gb vinnsluminni (bætti 512 mb við í vetur = ekki lausnin !) , Radeon 7500 skjákort (hélt lengi vel að þetta hefði eitthvað með driver-ana á því að gera og fann nýjustu en það hjálpaði ekki), e-ð týpísk hljóðkort
er ég að gleyma einhverju ... ?

ég fékk blaster inn á hana í haust (þegar tölvan var sett í Makkaumhverfið) en fixaði það með FixBlast og aðstoð frá vinum
og nb. þá fékk maður alltaf upp bull-viðvöruna: "your computer will shut down in 60 sek ... " núna gerist ekki neitt nema hún drepur á sér án viðvörunar og heldur svo áfram eins og ekkert hafi gerst þegar henni er startað aftur.

fyrirfram þakkir

amma
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Þri 03. Feb 2004 23:28
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af amma »

Farðu á antivirus.com og veldu online scan. Ég er 99% á því að þetta leysir vandamálið.
Svara