Utanáliggjandi diskar - vesen

Svara

Höfundur
pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Utanáliggjandi diskar - vesen

Póstur af pyro »

Ég er með Western Digital 200Gb hdd sem var keyptur sem USB/FireWire diskur (s.s. kemur þannig frá framleiðenda, (sjá hér) og er alltaf að lenda í því að ef ég er eitthvað að vinna á tölvunni meðan diskurinn er að skrifa eða lesa, þá frýs hann. þ.e. festist í einhverri vinnslu og eina leiðin til að fá hann til baka er að taka af honum rafmagnið.

Nú er ég að spá... eru driverarnir svona lélegir (er með hann tengdan í FireWire tengi) eða er þetta bara svona, og ef svo er, get eg tekið hann úr boxinu og sett inn í tölvuna, þ.e. er þetta bara venjulegur IDE diskur í usb boxi eða eitthvað sérstakt gimmikk sem WD býr til spes?

Endilega látið mig vita ef þið vitið eitthvað um þetta, ég er orðinn haug-þreyttur á þessu. [/url]
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

Þetta er heimur Western Digital

Enjoy

A Magnificent Beast of PC Master Race

Höfundur
pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

þakka þér kærlega fyrir hnitmiðað, greinargott og gagnlegt svar.

Ekki fyrir það, ég er núna með 3 WD diska... 2*120Gb Caviar og svo þennan firewire, og þeir hafa reynst mér mjög vel, ekkert crash, ekkert vesen. ekki það, ég hef alveg orðið vitni að því að WD diskur kúkar á sig, en ég hef séð það sama á maxtor, seagate og samsung diskum, þannig að ég er farinn að hallast að því að maður þurfi bara að vera heppinn með eintak, frekar en annað.

Mitt helsta umkvörtunarefni á WD er að það er frekar mikill hávaði í þeim.
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

pyro skrifaði:þakka þér kærlega fyrir hnitmiðað, greinargott og gagnlegt svar.
Það var ekkert

gott að geta hjálpað :twisted:

A Magnificent Beast of PC Master Race
Svara