Stream innanhúss

Svara

Höfundur
peturm
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Staða: Ótengdur

Stream innanhúss

Póstur af peturm »

Sælir vaktarar

Sjónvarpssjúklingurinn í mér er að velta fyrir mér hvernig best væri að koma sjónvarpsmerki frá vodafone STB á tölvur heimilisins. Ég er með MediacCenter(xbmc) vél við hliðna á stb boxinu með sjónvarpskorti, var að velta fyrir mér hvort ég gæti streamað frá henni á aðrar vélar í húsinu? t.d. vlc?

Ég er agalega vitlaus þegar kemur að stream málum svo öll aðstoð væri mjög vel þegin


Svona til að lista upp netið heima þá er ég með WHS vél inn í geymslu sem heldur utan um allt efni heimilisins.
Við hliðina á henni situr media center xbmc)) sem er tengd inn í svefnherbergi.
Í stofunni er svo önnur media center sem líka keyrir xbmc.
Í vinnu herberginu er svo makki og 2 lappar.

Allar vélar sem einhverju skipta á eru með gigabit lan og allir switchar því gigabit.
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Stream innanhúss

Póstur af Halli25 »

Kannski smá overkill en þetta gerir þér kleift að stream og stjórna hvar sem er afruglaranum þínum
http://tl.is/vara/17845" onclick="window.open(this.href);return false;
Getur verið uppí bústað og horft á sjónvarpið þitt eða í símanum, ekkert mál að stjórna á heimatölvunni með þessu einnig
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Stream innanhúss

Póstur af hagur »

Slingboxið er bráðsniðugt apparat og hentar vel í þetta eins og faraldur stingur uppá.

Önnur leið væri að nota SageTV. Setur upp SageTV server á vélina sem er með sjónvarpskortið. Svo installarðu SageTV Client á allar tölvur sem þú vilt geta notað til að horfa á TV.

Ég er með þetta config heima, fínt að geta kíkt aðeins á imbann á tölvunni inní húsbóndaherberginu.

Þú þarft svo reyndar IR sendi við tölvuna til að gera SageTV kleift að stjórna STB-inu (skipta um stöðvar o.sv.frv.).
Svara