80G Western Digital með 8MB Buffer, góður eða slæmur?

Svara
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

80G Western Digital með 8MB Buffer, góður eða slæmur?

Póstur af kiddi »

Ég á tvo svoleiðis núna, vel sáttur við hraðann og svoleiðis, en annar diskurinn er orðinn háværari en djöfullinn, ég hef heyrt af mörgum sem eru að lenda í þessu líka, ert þú einn af þeim? Hvernig HDD'a ertu með og hvernig eru þeir að standa sig í að vera hljóðir og þægir?
Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af ElGorilla »

Ég er með einn svona og mér finnst hann ekkert vera hávær, ég fékk mér hann í september.
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Áhmm.. þeir eru ekki allir svona =) Ég er með tvo nákvæmlega eins, annar er hljóðlátur, hinn .. langt frá því =) (Greinilega gallaður, spurning bara hversu erfitt það er að fá þessu skipt?)
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

ég er með einn svona og miðað við Maxtor diskinn minn þá er wd diskurinn hljóðlaus.
kv,
Castrate
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

ég er með 1 stk. svona, enginn læti í honum eða neitt, búin að eiga hann líklega...síðan síðast vor eða eitthvað....
Voffinn has left the building..
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Ég er með WD40GB og vegna léglegs kassa þá hristist hann eins og andskotinn. Vinur minn sat hliðiná mér á lani og hann var kominn með náladofa eftir að ég slökkt á tölvunni..........
Annars er ég með WD80GB/8MB og hann er búinn að haga sér vel í þennann 1 og 1/2 mánuð sem að ég er búinn að eiga hann
Svara