Baklýsing dauð

Svara

Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Staða: Ótengdur

Baklýsing dauð

Póstur af barabinni »

Smellti hleðslutækinu í samband og heyrði smell, ákvað að athuga hvort að öryggið hafi nokkuð farið í hleðslutækinu og sting því í tölvuna, búmm!(heyrðist samt ekkert) baklýsingin á fartölvunni er farin. Þ.e.a.s. get keyrt tölvuna, notað hana og séð á skjáinn ef ég lýsi ljósi rétt á hann annars er niðamyrkur í heimi fartölvu minnar. Þetta er PB kvikendi og langar að vita hvort það sé eitthvað stórmál að laga þetta og ef ekki hvað það kostar að henda á verkstæði.
DA !

Drone
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Fim 10. Sep 2009 01:03
Staða: Ótengdur

Re: Baklýsing dauð

Póstur af Drone »

Eins og þú lýsir þessu þá er inverterinn sennilega farinn.
Það er ekkert stórmál, bara taka skjáramman af og skipta um inverter, ættir að geta nálgast varahlut hjá Tölvutek, þeir eru með umboðið fyrir pb.
Inverter ætti ekki að kosta meira en 5.000kr, ef þú lætur þá skipta um þetta fyrir þig þá ætti það sennilega ekki að kosta mikið meira en 10k samtals fyrir vinnu og varahlut.
Svara