Já... en þegar eitthvað splunkunýtt kemur er það sjaldnast mikið hraðara en það sem er í gangi að hverju sinni, að auki sem það eru allskyns compatibility mál sem spretta upp á yfirborðið, reynslan hefur sýnt að fyrir eðlilegt fólk er best að bíða þar til hlutirnir eru orðnir "sjóaðir"... fáanlegir,viðurkenndir, á réttum verðum, og tilbúnir í slaginn með öllum þeim aukahlutum sem maður hyggst nota.
Tökum sem dæmi:
P4+RAMBUS = Þetta leit út fyrir að vera framtíðin, rándýr framtíð en framtíðin samtsem áður... endaði með að RAMBUS var hent í ruslið, ógrynni af sáru fólki með RAMBUS móðurborð og þurfti að selja hægri handlegginn til að hafa efni á minnisuppfærslum
Serial ATA = 2x dýrara en IDE, sami hraði... verðið er að vísu næstum því orðið það sama og á IDE í dag (hvað, ári, 18mán seinna?) en hraðaágóðinn er enginn (nema maður taki auðvitað 10k RPM diskana)
Það er ekkert stress
Allar vélar sem eru yfir 2Ghz...AMD & Intel, með 512MB+ DDR333 og góðu DX9 skjákorti (Radeon9600Pro+) eru SAFE út næstu 18 mánuðina a.m.k, .. og þessi búnaður fæst á 1/3 af því verði sem fæst fyrir "topnotch" vél í dag.
Uppfærið ódýrt, uppfærið oft en lítið í einu. Margborgar sig
(Líka svo skemmtilegt að vera stöðugt að bæta eitthvað smá og keyra upp öll benchmörk aftur!)
Til gamans má geta! - Yours Truly hérna, viskuboltinn eða þó hitt og heldur, asnaðist til að fjárfesta í Radeon9800XT í nóvember, ekki það að kortið sé slæmt, heldur hef ég ekki ENN getað fundið eitthvað sem fullnýtir þessa elsku... og þegar LOKSINS kemur að því að Half-Life2 eða DoomIII eða eitthvað af hinum fullhlöðnu DX9 asnast til að koma út þá verður kortið mitt orðið úrelt !!! (Þ.e. ekki lengur best!

- Hefði betur mátt sparað peninginn og farið í 9600Pro!
