Fartölvur ending og skóli?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Lexxinn »

Góðan daginn.

Ég er að byrja að skoða mér endinga góða tölvu sem endist minnst 5ár. Þarf að vera góð og mjög þæginleg. Ekkert acer eða þannig fýla þær ekki og þetta á að vera skóla tölva í menntaskóla og 10.unda bekkinn.

Væri gott ef hún væri með eftirfarandi.
  • 250gb HDD helst þar sem ég mun hafa bíómyndir inná þessu.
  • Góðum örgjörva og vinnsluminni þar sem þetta er vinnslutölvu.
  • Ekkert sérstöku skjákorti þar sem þetta á að vera skólatölva og verður ALLS EKKI notuð í leiki.
  • Batterý ending 5klst og helst meira
Hvaða tölvum mælið þið með?

Mér hefur verið bent upp á endingar IBM og MAC, enginn verið að tala um sérstaka endingu á fleiri gerðum.

Budget ekki enn ákveðið þar sem ég hef sumarið til að vinna inn pening til að bæta í, en alls ekkert yfir einhvern 200k.
Svo hverju mæla menn bara með?
Last edited by Lexxinn on Sun 14. Mar 2010 20:09, edited 1 time in total.
Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Glazier »

Miðað við það sem menn hafa verið að tala um hér á vaktinni þá er IBM málið.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Pandemic »

Ég hef persónulega alltaf verið soldið skotin í Lenovo (gamla IBM).

stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af stefan251 »

Lenovo FTW fjekk Lenovo í 8 bekk á hana en þá er í mentó 16 ára
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af vesley »

í "gamla" skólanum mínum voru 2 týpur af fartölvum . Dell og IBM . maður sá þessar frá ibm detta í gólfið og lenda í hinum ýmsu hlutum og lifa þetta nánast allt af. en ekki alveg sama sagan með Dell vélarnar.
massabon.is
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af MuGGz »

Gætir þurft að endurskoða þetta budget þitt ef þú ætlar að versla þér alvöru vél frá IBM sem endist þér næstu 5 árin
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af chaplin »

Ef ég ætti að fá mér í dag, myndi ég fá mér IBM, Asus og já, eða Epli. :8)
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Pandemic »

Það er í raun oft þannig að því dýrari sem módelin eru þvi endingarmeiri og betri eru þau. Sérð þetta t.d mikið í Dell vélum. Latitude vélarnar eru rándýrar en endingargóðar og það sama má segja um þessi dýru Lenovo módel.

donzo
spjallið.is
Póstar: 413
Skráði sig: Fim 19. Jún 2008 18:17
Staðsetning: Rúminu hans Zedro..
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af donzo »

http://www.buy.is/product.php?id_product=1089" onclick="window.open(this.href);return false; end of story.
Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Lexxinn »

Hver er umboðsaðili IBM á íslandi. Ég googlaði og fann ekki neitt eða hehe :oops: .

Hvað haldiði að almennilega IBM vél sé að kosta?
Last edited by Lexxinn on Sun 14. Mar 2010 19:57, edited 1 time in total.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Pandemic »

Lexxinn skrifaði:hver er umboðsaðili IBM á íslandi. Ég googlaði og fann ekki neitt eða hehe :oops: .
IBM framleiðir ekki fartölvur lengur þær heita Lenovo í dag og Nýherji er umboðsaðili. Einnig eru fleiri verslanir með tölvur frá Lenovo í umboðssölu svona til að vera mjög biasd Tölvutek..
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af lukkuláki »

Lexxinn skrifaði:hver er umboðsaðili IBM á íslandi. Ég googlaði og fann ekki neitt eða hehe :oops: .
Nýherji
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Lexxinn »

Pandemic skrifaði:
Lexxinn skrifaði:hver er umboðsaðili IBM á íslandi. Ég googlaði og fann ekki neitt eða hehe :oops: .
IBM framleiðir ekki fartölvur lengur þær heita Lenovo í dag og Nýherji er umboðsaðili. Einnig eru fleiri verslanir með tölvur frá Lenovo í umboðssölu svona til að vera mjög biasd Tölvutek..
Haha já tölvutek segir þú :D

Starman
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Starman »

Dell Latitude línan er með 5 ára ábyrgð, en kostar líka sitt enda er þetta fyrirtækja línan með alls konar hlutum sem venjulegur heima notandi þarfnast ekki t.d. docking , smart card reader og fingrafara lesara.
Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Lexxinn »

Hvernig hafa Thinkpad vélarnar verið að gera sig hjá mönnum?
Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af BjarniTS »

2 Tölvur hérna sem endast og endast.

IBMT42 , sem er að gera það gott þrátt fyrir að vera hundgömul.

Toshiba Satellite M70 - 144(Er reyndar með skjáveilu)

En þetta allavega eru vélar sem hafa reynst mér mjög vel og Toshiba vélin hefur fengið að finna fyrir því í öllum veðrum , strætóferðum , dottið í gólfið einusinni , blotnað o.s.f

Mikilvægt er að hafa hugan við Batterý & kælingu á meðað að maður á fartölvu myndi ég segja.
Nörd
Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Lexxinn »

BjarniTS skrifaði:2 Tölvur hérna sem endast og endast.

IBMT42 , sem er að gera það gott þrátt fyrir að vera hundgömul.

Toshiba Satellite M70 - 144(Er reyndar með skjáveilu)

En þetta allavega eru vélar sem hafa reynst mér mjög vel og Toshiba vélin hefur fengið að finna fyrir því í öllum veðrum , strætóferðum , dottið í gólfið einusinni , blotnað o.s.f

Mikilvægt er að hafa hugan við Batterý & kælingu á meðað að maður á fartölvu myndi ég segja.
Er einmitt að leita mér að fínni tölvu sem er með hörku batterý af því þetta er skólavél og ég mun væntanlega horfa heilan helling á bíómyndir í henni þar sem ég mun líka þurfa pláss fyrir bíómyndir og væntanlega einhver 20gb fyrir skólaverkefni og glósur giska ég þó ég sé ekki viss nota lítið tölvur til að glósa í dag en ætla gera meira af því þæginlegra að hafa svona útprentað. og þarf að endast í minnst 5 ár
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Gúrú »

Lexxinn skrifaði:og þarf að endast í minnst 5 ár
Enginn vélbúnaður getur lofað þér þessu, ef þú vilt þetta þarftu að kaupa þetta. (5 ára ábyrgð)
Modus ponens
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af KermitTheFrog »

Mín HP Pavilion hefur enst mér í 4 ár og virðist ætla að meika önnur 4...

Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Staðsetning: Lýtó
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Dazy crazy »

Ég á Ibm fartölvu sem ég fékk ári fyrir fermingu, kostaði þá 200k. Hún er semsagt að verða 7 ára núna, gengur eins og klukka og er ennþá í notkun af yngri systkinum mínum en batterýið dó á 3ja ári.
Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

mattiisak
spjallið.is
Póstar: 467
Skráði sig: Lau 06. Feb 2010 15:47
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af mattiisak »

það er ein 10 ára IMB ef ekki eldri á heimilinu í fína lagi og aldrei bilað
"Sleeping's for babies Gamers Play!"

Carc
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 26. Okt 2009 19:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Carc »

Ég get vel mælt með Latitude. Keypti D505 týpuna 2003 og lenti í smá bilunum fyrsta árið en ábyrgðin sá um það. Eftir það hefur hún gengið og allt virkar 100%. Líka auðvelt að smella aukarafhlöðu í stað geisla drifs með einu handtaki.
Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af BjarniTS »

Góð meðferð hún skilar oft bestu endingunni.
Nörd

Opes
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af Opes »

http://www.apple.com/batteries/" onclick="window.open(this.href);return false;

Rosalegar rafhlöður í nýju vélunum :).
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvur ending og skóli?

Póstur af chaplin »

Lexxinn skrifaði:Hvernig hafa Thinkpad vélarnar verið að gera sig hjá mönnum?
Keypti held ég árið 2005 IBM Thinkpad T43 - kostaði mig 240.000kr, þurfti að selja borðtölvuna til að eiga fyrir henni. Daginn í dag á ég hana enþá. Fyrsta daginn sem ég átti hana rakst félagi minn í kókdós og helltist yfir tölvuna. Seinna þá var ég sóttur í skólann, töskunni hennt í skottið á Land Rover jeppa, skotthlerinn var bilaður og oppnaðist á ferð, tölvan út. Sofnaði oft með hana í rúmminu og vaknaði daginn eftir og hún á golfinu. Kærastan sparkaði óvart í hleðslusnúruna og féll hún niður ca. 150cm hæð. Gleymdi henni undantekningarlaust í gangi þegar ég geymdi hana í nýþéttri tösku inní skáp. Hún var í gangi nánast 24/7 í 3 ár (átti enga borðtölvu)..

Daginn í dag er hún en á lífi. Eina sem hefur stoppað hana er harðidiskurinn eftir að hún skutlaðist úr jeppanum á ferð. Móðurborðið er að vísu byrjað að haga sér illa, en hún virkar.. :8)

Eina sem ég myndi aldrei skoða er Dell og Alienware.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Svara